Fjárfestingaplan jafnaðarfólks er grænt Ellen Calmon skrifar 4. júní 2020 13:01 Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Umhverfismál Borgarstjórn Ellen Jacqueline Calmon Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Græna planið er langtímaáætlun um fjármál og fjárfestingu Reykjavíkurborgar sem byggir á sjálfbærni og skýrri framtíðarsýn um kolefnishlutlaust borgarasamfélag. Planið var lagt fram af meirihlutanum í borgarstjórn og samþykkt þann 2. júní síðastliðinn. Þar er áhersla lögð á sjálfbærni, góða menntun, velferð og lífsgæði allra. Í því felst að tryggja flestum störf við hæfi og að standa vörð um velferð og jöfn tækifæri borgarbúa. Í Græna planinu gefur að líta fjölmörg verkefni sem Reykjavíkurborg hefur þegar farið af stað með, en þar eru einnig talin fram ný verkefni sem stefnt er að ráðast í til að uppfylla þá framtíðarsýn sem planið speglar. Fjárfestum í framtíðinni, það borgar sig Græna planið kostar svo sannarlega sitt en mörgum okkar þykir sjálfsagt að taka lán til að fjárfesta í framtíðinni. Einhverjir taka námslán og aðrir taka húsnæðislán. Námslán, til að geta stundað nám, bætt þekkingu sína, auðgað andann eða átt meiri möguleika á áhugverðu starfi. Húsnæðislán, til að tryggja sér og sínum fasta búsetu, öryggi, heimili. Það kostar að fjárfesta í framtíðinni en það borgar sig yfirleitt líka. Mikilvæg stór græn skref Ég held, að við öll, höfum fundið á tímum COVID-19 hversu mikilvægt það er að taka STÓR græn skref til framtíðar. Við höfum fundið á eigin skinni hvernig náttúran um allan heim hefur brugðist við þessari svokölluðu „fjarveru fólksins“. Síki hafa hreinsast, dýr hafa tekið undir sig landsvæði þar sem þau hafa sjaldan sést áður og meira að segja hafa pandabirnir fjölgað sér. Með Græna planinu er borgarstjórn Reykjavíkur að taka stór mikilvæg græn skref. Borgarlínan skipar risavaxinn sess í Græna planinu en hún verður sett í algjöran forgang í samgöngumálum ásamt hjólandi og gangandi umferð. Með borgarlínu horfum við til vistvænni samgangna auk þess er gert ráð fyrir því að fjölmargar hendur þurfa að koma að því verki og því ætti hún einnig að vera atvinnuskapandi sem er ekki síður mikilvægt á þessum tímum. Það er mikilvægt að nota fjármuni til að fjárfesta í framtíðinni, í lífvænni framtíð fyrir okkur, börnin og heiminn. Þá eru fjölmörg önnur verkefni nefnd, eins og öruggar og auðar göngu- og hjólaleiðir en heilmikið hefur verið unnið í því að gera þessar leiðir öruggar. Nú er hinsvegar tími til að gefa meira í með það að augnmiði að öll, sem geta og vilja, kjósi þessar leiðir til samgangna umfram aðrar. Miklar og örar framfarir hafa orðið í rafhjólatækni og æ fleiri hópar fólks geta nýtt sér slík samgöngutæki, jafnvel má finna rafþríhjól fyrir fullorðið fólk sem er vel. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar verða grænni Samgöngustyrkir til starfsfólks Reykjavíkurborgar hafa viðgengist í þó nokkurn tíma og eru hvati til starfsfólks að nýta sér frekar almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til vinnu. Með auknum fjölda starfsfólks sem gengur eða hjólar til vinnu er einnig verið að stuðla að betri lýðheilsu. Grænt skóla- og frístundastarf er einn af aðgerðarliðum Græna plansins. Fjölmargir skólar eru nú þegar Grænfánaskólar og eru sífellt að endurskoða starfsemina með grænar leiðir að markmiði þar sem meðal annars endurvinnsla og sjálfbærni eru höfð að leiðarljósi. Starfsstaðir Reykjavíkurborgar taka einnig þátt í Grænu skrefunum sem er umhverfisstjórnunarkerfi og snýst um að efla vistvænan rekstur í starfsemi borgarinnar til að draga úr umhverfisáhrifum. Hægt er sjá þær leiðir sem hafa verið farnar í grænum skrefum á vefsvæðinu https://graenskref.reykjavik.is/. Lífvænlegri framtíð fyrir börnin okkar og pandabirni Græna planið er yfirgripsmikill aðgerðarlisti sem sýnir hvert við stefnum, hverju við höfum komið í verk og hvað er á dagskránni. Hér er hægt að nálgast Grænt plan Reykjavíkurborgar. Græna planið er því fjárfesting í lífvænlegri framtíð þar sem við, með skjalfestum aðgerðum, sýnum náttúrunni, samtíðarfólki okkar og framtíðinni virðingu...já og kannski panda björnum. Framundan er áratugur grænna aðgerða sem er fjárfestingaplan jafnaðarfólks og fyrir því er ég spennt! Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar og formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun