Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson er elsti útileikmaður Pepsi Max-deildar karla. Hann er fæddur árið 1981 og verður 39 ára þann 13. júlí. Helgi var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar 2000. Þá voru nokkrir samherja hans hjá Fylki í dag ekki komnir í heiminn. Hár fótboltaaldur háði Helga ekki neitt á síðasta tímabili. Hann lék 20 af 22 deildarleikjum Fylkis, skoraði fjögur mörk og var valinn í úrvalslið deildarinnar af Pepsi Max-mörkunum. Þótt Helgi sé búinn að vera lengi að hefur hann aldrei upplifað undirbúningstímabil og það sem senn er nú á enda. Kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum, leikmenn máttu ekki koma saman og æfa og Íslandsmótinu var frestað. Það styttist þó óðum í það en fyrsti leikur Fylkis í Pepsi Max-deildinni er gegn Stjörnunni mánudagskvöldið 15. júní. „Það verður kærkomið þegar þetta byrjar. Það þarf varla að tala um það hvað þetta hefur verið sérstakt. Menn eru bara þakklátir fyrir að fá að byrja að spila fótbolta aftur og virkilega spenntir að fara af stað,“ sagði Helgi í samtali við Vísi. Ánægður með nýju þjálfarana Fylkir er með nýja menn í brúnni en eftir síðasta tímabil hætti Helgi Sigurðsson sem þjálfari liðsins eftir þriggja ára starf. Við tóku Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson, fyrrverandi samherji Helga í Fylki. Ólafur Ingi Skúlason er svo spilandi aðstoðarþjálfari. „Þetta hefur farið vel af stað. Við æfðum mjög vel fyrir jól og áður en faraldurinn skall á. Þeir eru með nýjar hugmyndir og voru búnir að fara mjög vel yfir veikleika okkar undanfarin ár. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta það sem hefur verið okkar akkilesarhæll sem er aðallega varnarleikurinn,“ sagði Helgi. Helgi Valur lék sinn fyrsta leik með Fylki gegn HK í næstefstu deild 1998, þá sextán ára. Ólafur Þórðarson, spilandi þjálfari Fylkis, skoraði bæði mörk sinna manna í 1-2 sigri.vísir/bára Á síðasta tímabili fékk Fylkir á sig 44 mörk, eða tvö mörk að meðaltali í leik. Aðeins botnlið ÍBV fékk á sig fleiri mörk (52). Færri mörk á sig og fleiri stig á útivelli „Við höfum fengið á okkur alltof mörg mörk og þegar er svona stutt á milli, að vera um miðja deild eða barist ofar í töflunni, held ég að það sé hárrétt hjá þeim að einblína á að styrkja vörnina,“ sagði Helgi. Hann bendir líka á að Fylkir þurfi að fá safna fleiri stigum utan Árbæjarins. Grindavík og ÍBV, liðin sem féllu, voru þau einu sem fengu færri stig á útivelli í fyrra. Ólafarnir eru öllum hnútum kunnugir í Árbænum en Atli Sveinn er nýr hjá félaginu. Helgi kannast þó vel við hann frá fyrri tíð. „Ég þekki hann frá því við vorum yngri. Hann er eins og ég bjóst við; ótrúlega auðmjúkur og klár þjálfari.“ Þurfa að tengja saman sigra Undanfarin tvö ár hefur Fylkir endað í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Í fyrra daðraði liðið samt við Evrópusæti áður en það gaf eftir undir lok tímabils. Helgi Valur fór ungur til Peterbrough United á Englandi. Hann lék seinna í Svíþjóð, Þýskalandi, Portúgal og Danmörku.vísir/vilhelm „Þegar nokkrir leikir voru eftir áttum við ágætis möguleika á að ná Evrópusæti en töpuðum síðustu tveimur leikjunum og enduðum í 8. sæti. Þetta eru það fá lið og margir jafnir leikir að það er svo mikilvægt að geta tengt saman sigra,“ sagði Helgi. Hann gerir ekki mikið úr því sæmdarheiti að vera elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar en segir öllu skipta að vera laus við meiðsli, eins og í fyrra. Tábrotnaði á „réttum“ tíma „Það er mikilvægt að geta æft eðlilega og ekki missa of mikið úr. Í fyrra fann ég þegar ég var heill og búinn að æfa komst ég í nógu gott stand til að geta spilað. Það er erfiðara þegar maður missir úr. Í fyrra var ég góður allan veturinn. Ég braut á mér tána í vor en það var kannski ágætis tímapunktur vegna hlésins og ég er búinn að ná mér alveg,“ sagði Helgi og bætti við að það reyni enn meira á kunnáttuna þegar menn eru komnir á virðulegan fótboltaaldur. „Það er ekki hægt að bæta hluti eins og hraða og snerpu en þá er mikilvægara að taka betri ákvarðanir og snertingarnar og sendingarnar séu betri. Maður á ekki að gleyma því.“ Skelfilegt tímabil hjá AGF Eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í áratug lagði Helgi skóna á hilluna 2015. Þá hafði hann fengið nóg af fótbolta. „Þetta hafði verið í hausnum á mér í nokkurn tíma. Ég var úti í Portúgal, kominn með nóg af þessu andlega og vildi fara að gera eitthvað annað. Ég hafði ekki gaman af þessu eins og áður,“ sagði Helgi. Haustið 2014 samdi hann við AGF og lék með liðinu í dönsku B-deildinni í eitt tímabil. Hann á ekkert sérstakar minningar frá þeim tíma. Það kom tækifæri til að fara til Danmerkur og ég ákvað að gefa þessu einn séns í viðbót. En það ár var alveg skelfilegt persónulega, þótt við höfum farið upp og ég spilað helling af leikjum. Það má segja að ég hafi pínt mig í gegnum þetta tímabil og ég var alveg tilbúinn að hætta eftir það. Helgi sér ekki eftir því að hafa lagt skóna á hilluna á þessum tíma. „Áhuginn kom aftur og mér finnst gaman að spila. Það er erfitt að útskýra þetta. Á þessum tíma var ég alveg búinn á því og gerði það rétta held ég. En sem betur fer átti ég eitthvað eftir og gat byrjað aftur.“ Menntaði sig með fótboltanum Helgi nýtti tímann meðan hann var fjarri fótboltanum til að klára að mennta sig en hann er lyfja- og efnafræðingur. Helgi Valur í baráttu við Maraoune Fellaini í vináttulandsleik Íslands og Belgíu 2014.getty/William Van Hecke „Áður en ég fór til Svíþjóðar var ég í háskólanum hér og svo kláraði ég þetta í fjarnámi. Svo lauk ég meistaranámi eftir að ég hætti í fótbolta,“ sagði Helgi. Hann segir að það hafi ekki verið svo flókið að mennta sig meðfram ferli sem atvinnumaður í fótbolta. „Maður hefur mikinn frítíma og ég gerði þetta á mínum eigin hraða. Það var hægt að púsla þessu saman og það var ágætt að hafa eitthvað annað til að hugsa um.“ Helgi starfar núna hjá Landsspítalanum, við að framleiða geislalyf fyrir jáeindaskannann sem var tekinn í notkun í september 2018. Spennandi starf á rannsóknarstofunni „Þetta var tiltölulega nýkomið þegar ég kom heim þannig ég var heppinn að fá vinnu þegar verið var að setja þetta upp og þetta var nýtt. Þetta er komið á fullt núna og ég hef verið í þessu undanfarin tvö ár,“ sagði Helgi. Helgi Valur er í góðri vinnu á Landsspítalanum meðfram fótboltanum.vísir/bára Hann starfaði áður hjá stofnun í Portúgal sem hafði eftirlit með lyfjafíkn. Að hans sögn var það meira skrifstofustarf en núna er hann á rannsóknarstofunni. „Þetta var Evrópustofnun sem fylgist með því sem var að gerast á mörkuðum, fíkn og öllu því sem tengist fíkniefnum. Við vorum að safna gögnum frá öllum löndunum og skrifa skýrslur,“ sagði Helgi. Núna er ég með hendurnar í þessu. Þetta er mjög spennandi starf, að hjálpa við að koma þessu í gagnið. Þetta er frábær þjónusta fyrir sjúklinga. Áður voru 200 manns á ári sendir til Danmerkur í jáeindarannsóknir en núna önnum við eftirspurninni hér. Helgi segir að í vinnunni séu fullt af verkefnum sem þarf að leysa úr. „Þetta er skemmtilegt, því þetta er nýtt eru mikið af vandamálum og alls konar hlutum sem þarf að leysa. Við þurfum að grúska og ég hef alltaf haft gaman að því.“ Pepsi Max-deild karla Fylkir Tengdar fréttir Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00 Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti
Fylkismaðurinn Helgi Valur Daníelsson er elsti útileikmaður Pepsi Max-deildar karla. Hann er fæddur árið 1981 og verður 39 ára þann 13. júlí. Helgi var valinn besti ungi leikmaður efstu deildar 2000. Þá voru nokkrir samherja hans hjá Fylki í dag ekki komnir í heiminn. Hár fótboltaaldur háði Helga ekki neitt á síðasta tímabili. Hann lék 20 af 22 deildarleikjum Fylkis, skoraði fjögur mörk og var valinn í úrvalslið deildarinnar af Pepsi Max-mörkunum. Þótt Helgi sé búinn að vera lengi að hefur hann aldrei upplifað undirbúningstímabil og það sem senn er nú á enda. Kórónuveirufaraldurinn setti allt úr skorðum, leikmenn máttu ekki koma saman og æfa og Íslandsmótinu var frestað. Það styttist þó óðum í það en fyrsti leikur Fylkis í Pepsi Max-deildinni er gegn Stjörnunni mánudagskvöldið 15. júní. „Það verður kærkomið þegar þetta byrjar. Það þarf varla að tala um það hvað þetta hefur verið sérstakt. Menn eru bara þakklátir fyrir að fá að byrja að spila fótbolta aftur og virkilega spenntir að fara af stað,“ sagði Helgi í samtali við Vísi. Ánægður með nýju þjálfarana Fylkir er með nýja menn í brúnni en eftir síðasta tímabil hætti Helgi Sigurðsson sem þjálfari liðsins eftir þriggja ára starf. Við tóku Atli Sveinn Þórarinsson og Ólafur Stígsson, fyrrverandi samherji Helga í Fylki. Ólafur Ingi Skúlason er svo spilandi aðstoðarþjálfari. „Þetta hefur farið vel af stað. Við æfðum mjög vel fyrir jól og áður en faraldurinn skall á. Þeir eru með nýjar hugmyndir og voru búnir að fara mjög vel yfir veikleika okkar undanfarin ár. Við höfum lagt mikla áherslu á að bæta það sem hefur verið okkar akkilesarhæll sem er aðallega varnarleikurinn,“ sagði Helgi. Helgi Valur lék sinn fyrsta leik með Fylki gegn HK í næstefstu deild 1998, þá sextán ára. Ólafur Þórðarson, spilandi þjálfari Fylkis, skoraði bæði mörk sinna manna í 1-2 sigri.vísir/bára Á síðasta tímabili fékk Fylkir á sig 44 mörk, eða tvö mörk að meðaltali í leik. Aðeins botnlið ÍBV fékk á sig fleiri mörk (52). Færri mörk á sig og fleiri stig á útivelli „Við höfum fengið á okkur alltof mörg mörk og þegar er svona stutt á milli, að vera um miðja deild eða barist ofar í töflunni, held ég að það sé hárrétt hjá þeim að einblína á að styrkja vörnina,“ sagði Helgi. Hann bendir líka á að Fylkir þurfi að fá safna fleiri stigum utan Árbæjarins. Grindavík og ÍBV, liðin sem féllu, voru þau einu sem fengu færri stig á útivelli í fyrra. Ólafarnir eru öllum hnútum kunnugir í Árbænum en Atli Sveinn er nýr hjá félaginu. Helgi kannast þó vel við hann frá fyrri tíð. „Ég þekki hann frá því við vorum yngri. Hann er eins og ég bjóst við; ótrúlega auðmjúkur og klár þjálfari.“ Þurfa að tengja saman sigra Undanfarin tvö ár hefur Fylkir endað í 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar. Í fyrra daðraði liðið samt við Evrópusæti áður en það gaf eftir undir lok tímabils. Helgi Valur fór ungur til Peterbrough United á Englandi. Hann lék seinna í Svíþjóð, Þýskalandi, Portúgal og Danmörku.vísir/vilhelm „Þegar nokkrir leikir voru eftir áttum við ágætis möguleika á að ná Evrópusæti en töpuðum síðustu tveimur leikjunum og enduðum í 8. sæti. Þetta eru það fá lið og margir jafnir leikir að það er svo mikilvægt að geta tengt saman sigra,“ sagði Helgi. Hann gerir ekki mikið úr því sæmdarheiti að vera elsti útileikmaður Pepsi Max-deildarinnar en segir öllu skipta að vera laus við meiðsli, eins og í fyrra. Tábrotnaði á „réttum“ tíma „Það er mikilvægt að geta æft eðlilega og ekki missa of mikið úr. Í fyrra fann ég þegar ég var heill og búinn að æfa komst ég í nógu gott stand til að geta spilað. Það er erfiðara þegar maður missir úr. Í fyrra var ég góður allan veturinn. Ég braut á mér tána í vor en það var kannski ágætis tímapunktur vegna hlésins og ég er búinn að ná mér alveg,“ sagði Helgi og bætti við að það reyni enn meira á kunnáttuna þegar menn eru komnir á virðulegan fótboltaaldur. „Það er ekki hægt að bæta hluti eins og hraða og snerpu en þá er mikilvægara að taka betri ákvarðanir og snertingarnar og sendingarnar séu betri. Maður á ekki að gleyma því.“ Skelfilegt tímabil hjá AGF Eftir að hafa leikið sem atvinnumaður í áratug lagði Helgi skóna á hilluna 2015. Þá hafði hann fengið nóg af fótbolta. „Þetta hafði verið í hausnum á mér í nokkurn tíma. Ég var úti í Portúgal, kominn með nóg af þessu andlega og vildi fara að gera eitthvað annað. Ég hafði ekki gaman af þessu eins og áður,“ sagði Helgi. Haustið 2014 samdi hann við AGF og lék með liðinu í dönsku B-deildinni í eitt tímabil. Hann á ekkert sérstakar minningar frá þeim tíma. Það kom tækifæri til að fara til Danmerkur og ég ákvað að gefa þessu einn séns í viðbót. En það ár var alveg skelfilegt persónulega, þótt við höfum farið upp og ég spilað helling af leikjum. Það má segja að ég hafi pínt mig í gegnum þetta tímabil og ég var alveg tilbúinn að hætta eftir það. Helgi sér ekki eftir því að hafa lagt skóna á hilluna á þessum tíma. „Áhuginn kom aftur og mér finnst gaman að spila. Það er erfitt að útskýra þetta. Á þessum tíma var ég alveg búinn á því og gerði það rétta held ég. En sem betur fer átti ég eitthvað eftir og gat byrjað aftur.“ Menntaði sig með fótboltanum Helgi nýtti tímann meðan hann var fjarri fótboltanum til að klára að mennta sig en hann er lyfja- og efnafræðingur. Helgi Valur í baráttu við Maraoune Fellaini í vináttulandsleik Íslands og Belgíu 2014.getty/William Van Hecke „Áður en ég fór til Svíþjóðar var ég í háskólanum hér og svo kláraði ég þetta í fjarnámi. Svo lauk ég meistaranámi eftir að ég hætti í fótbolta,“ sagði Helgi. Hann segir að það hafi ekki verið svo flókið að mennta sig meðfram ferli sem atvinnumaður í fótbolta. „Maður hefur mikinn frítíma og ég gerði þetta á mínum eigin hraða. Það var hægt að púsla þessu saman og það var ágætt að hafa eitthvað annað til að hugsa um.“ Helgi starfar núna hjá Landsspítalanum, við að framleiða geislalyf fyrir jáeindaskannann sem var tekinn í notkun í september 2018. Spennandi starf á rannsóknarstofunni „Þetta var tiltölulega nýkomið þegar ég kom heim þannig ég var heppinn að fá vinnu þegar verið var að setja þetta upp og þetta var nýtt. Þetta er komið á fullt núna og ég hef verið í þessu undanfarin tvö ár,“ sagði Helgi. Helgi Valur er í góðri vinnu á Landsspítalanum meðfram fótboltanum.vísir/bára Hann starfaði áður hjá stofnun í Portúgal sem hafði eftirlit með lyfjafíkn. Að hans sögn var það meira skrifstofustarf en núna er hann á rannsóknarstofunni. „Þetta var Evrópustofnun sem fylgist með því sem var að gerast á mörkuðum, fíkn og öllu því sem tengist fíkniefnum. Við vorum að safna gögnum frá öllum löndunum og skrifa skýrslur,“ sagði Helgi. Núna er ég með hendurnar í þessu. Þetta er mjög spennandi starf, að hjálpa við að koma þessu í gagnið. Þetta er frábær þjónusta fyrir sjúklinga. Áður voru 200 manns á ári sendir til Danmerkur í jáeindarannsóknir en núna önnum við eftirspurninni hér. Helgi segir að í vinnunni séu fullt af verkefnum sem þarf að leysa úr. „Þetta er skemmtilegt, því þetta er nýtt eru mikið af vandamálum og alls konar hlutum sem þarf að leysa. Við þurfum að grúska og ég hef alltaf haft gaman að því.“
Pepsi Max-spáin: Sama sagan í Árbænum Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir Fylki 8. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. 4. júní 2020 10:00