Fyrsta samkynja parið gengur í það heilaga á Kosta Ríka Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. maí 2020 21:41 Þjóðfáni Kosta Ríka og Hinseginfáninn blöktu við hún eftir að samkynja hjónabönd voru lögleitt í landinu. EPA-EFE/Jeffrey Arguedas Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin. Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira
Fyrsta samkynja parið gifti sig á K0sta Ríka í dag en Kosta Ríka er fyrsta land Mið-Ameríku til að lögleiða hjónabönd samkynja para. Konurnar sem gengu fyrstar í það heilaga samkynja para giftust rétt eftir miðnætti í nótt þegar lögin tóku gildi. Hjónavígslan var sýnd í beinni útsendingu hjá ríkissjónvarpi landsins. Carlos Alvarado, forseti landsins, sagði að lagabreytingin þýddi að Kósta Ríka viðurkenndi nú réttindin sem hinsegin fólk hefði alltaf átt skilin. Hann tísti að „samkennd og ást ættu héðan í frá að vera leiðbeinandi meginreglur sem myndu leyfa landinu að stíga framfaraskref og byggja land sem viðurkenndi tilvist allra.“ Marco Castillo (t.v.) 76 ára aðgerðasinni og eiginmaður hans Rodrigo Campos (t.h.) giftu sig í dag.EPA/JEFFREY ARGUEDAS Fyrsta hjónavígslan samkynja pars var send út í beinni útsendingu og var hún hápunktur þriggja klukkutíma dagskrárliðar sem hélt upp á jafnrétti allra til að gifta sig. Lögum landsins um hjónabönd var breytt eftir að stjórnarskrárdómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu í ágúst 2018 að bann á samkynja hjónaböndum væri stjórnarskrárbrot og stuðlaði að ójöfnuði. Dómstóllinn gaf þjóðþinginu 18 mánuði til að breyta lögunum. Enrique Sanchez, fyrsti opinberlega samkynhneigði þingmaður landsins, sagði breytinguna velkomna og hrósaði þeim sem höfðu varið áratugum í að berjast fyrir breyttum lögum. Nokkur lönd í Suður-Ameríku heimila hjónaband samkynja para, það er Argentína, Brasilía, Kólumbía, Ekvador og Úrúgvæ. Þá eru hjónaböndin einnig leyfileg í sumum ríkjum Mexíkó en Kosta Ríka er fyrsta landið í Mið-Ameríku sem hefur lögleitt hjónaböndin.
Kosta Ríka Hinsegin Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Innlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Fleiri fréttir Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Fær ekki að breyta skilmálum fjölskyldusjóðsins Erlend ríki keppast við að tryggja hagsmuni sína í Sýrlandi Þetta er maðurinn sem er grunaður um launmorðið Í skýrslutöku í tengslum við morðið í New York Norski hryðjuverkamaðurinn telur brotið á sér í fangelsi Myrtu fleiri en hundrað meintar nornir og galdrakarla Handtóku vopnaðan málaliðahóp í Rúmeníu Vörpuðu sprengjum á hergögn og efnavopn í Sýrlandi Með fingraför og lífsýni til rannsóknar Sýrlenska þjóðin á krossgötum: Hver er Abu Mohammed al-Jolani? Fyrsta árið sem fer yfir einnar og hálfrar gráðu múrinn Sjá meira