Hvað þarf Ísland? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 26. maí 2020 08:00 Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Skilur Kristrún ekki, að stærð kökunnar er mál nr. 1? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvar ertu Auddi Blö: Opið bréf til Bjarna Ben frá sérfræðingi Ásta Kristín Pjetursdóttir Skoðun Greinin sem þú verður að lesa áður en þú ferð á kjörstað Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Er einhver að hlusta? Hópur 143 Seyðfirðinga Skoðun Ekki láta Sjálfstæðisflokkinn ljúga að þér Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi að danskri fyrirmynd? Jónas Már Torfason Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Ísland þarf fjárfestingaáætlun. Metnaðarfulla áætlun þar sem við lítum til framtíðar. Í síðasta hruni setti ríkisstjórn Samfylkingarinnar, fram sérstaka fjárfestingaáætlun fyrir Ísland. Áherslan var á grænt hagkerfi nýsköpunar, hagvaxtar og fjölbreytni í atvinnulífi. Þessi áætlun var meðal annars fjármögnuð með auðlindagjöldum. Núna þarf þjóðin að fá áætlun og aukinn arð af sínum eigin auðlindum. Ef ekki núna, hvenær þá? 6 atriði Hins vegar bólar ekkert á slíkri framtíðarsýn hjá þessari ríkisstjórn. Þar virðist einn maður stjórna, formaður Sjálfstæðisflokksins, og restin klappar honum lof í lófa. Förum yfir sex atriði: Eitt helsta úrræði ríkisstjórnarinnar núna er að niðurgreiða uppsagnir á fólki og setja fólk á atvinnuleysisbætur. Það er engin sýn hjá þessari ríkisstjórn í að búa til störf. Þegar ég nefndi að við ættum að gera eins og allir aðrir gera í nágrannalöndunum, það er að fjölga opinberum störfum, eins og hjúkrunarfræðingum, sjúkraliðum, kennurum, lögreglumönnum, vísindafólki o.s.frv. kallaði formaður Sjálfstæðisflokksins það „verstu hugmynd sem hann hefði heyrt“. Þetta er hins vegar hugmynd sem The Economist, IMF og Financial Times hafa öll nýverið sett fram. Sem betur fer er Sjálfstæðisflokkurinn ekki við stjórnvölinn annars staðar en því miður er hann það hér. Minna en 5% af aðgerðum ríkisstjórnarinnar fer í nýsköpun. Það er nær ekkert. Ríkisstjórnarflokkarnir fella ítrekað tillögur Samfylkingarinnar um að setja meira í rannsóknir, sóknaráætlanir, nýsköpun og tækniþróun. Með auknum stuðningi við nýsköpun styðjum við einmitt einkaframtakið og búum í haginn fyrir framtíðina. Við vitum ekkert hvert næsta Marel eða Meniga verður. Fjáraukarnir tveir sem ríkisstjórnin er búin að afgreiða auka ríkisútgjöldin einungis um 4%. Þar af var flýting framkvæmda minna en 2% aukning á ríkisútgjöldum. Það er allt of sumt. Í hvaða heimi er það nóg til að mæta dýpstu kreppu í 100 ár? Þegar eftirspurnin á einkamarkaði hrynur á hið opinbera að skapa eftirspurn á móti. Það styrkir atvinnulífið og einkaframtakið. Sá lærdómur fékkst fyrir 100 árum en virðist ekki hafa borist upp í Valhöll. Ríkisstjórnin hlustaði loks á hugmynd Samfylkingarinnar að fjölga listamannalaunum en betur má ef duga skal. Flokkarnir höfnuðu þó að fjölga enn meira í þeim hópi eins og ég lagði til og vilja þeir frekar að fólk fari á atvinnuleysisbætur í stað þess að vinna við listsköpun. Einnig felldu ríkisstjórnarflokkarnir tillögur okkar um aukna fjármuni í Kvikmyndasjóð en það hefði bókstaflega búið til pening fyrir ríkið í fjölgun starfa og auknum umsvifum. Hinn svokallaði félagslegi pakki þessarar ríkisstjórnar vegna faraldursins nemur lægri upphæð en fyrirhuguð lækkun veiðileyfagjalda ríkisstjórnarinnar á kjörtímabilinu. Þessir flokkar keyrðu meira að segja í gegn í síðustu viku lækkun skatta á fyrirtæki sem „kaupa stór skip“. Þessari ríkisstjórn fannst ekkert mál að fella á svipuðum tíma tillögu þess efnis að námsmenn gætu fengið atvinnuleysisbætur þetta sumarið. Námsmenn eru auðvitað ekki stórútgerðarmenn. Til að toppa vitleysuna hjá ríkistjórnarflokkunum þremur felldu þeir tillögu á Alþingi um hér væri tryggt að fyrirtæki sem eru með eignarhald í skattaskjóli nytu ekki opinber stuðnings. Af hverju ætli það sé? Kusu kjósendur VG og Framsóknar sína flokka með þetta í huga? Fjárfestingaáætlun fyrir Ísland Í síðasta hruni þurftu jafnaðarmenn að taka til eftir óstjórn Sjálfstæðismanna. Það verður án efa það sama upp á teningnum núna. Það er nauðsynlegt að hér taki við stjórnmálaflokkar sem hafi framtíðarsýn í uppbyggingu til framtíðar. Samfylkingin vill búa til störf en ekki tala þau niður eða bara niðurgreiða uppsagnir á störfum. Samfylkingin vill fjárfesta í nýsköpun og list í stað skattalækkana til stórútgerðarinnar og hugsanlegs stuðnings til skattaskjóla. Samfylkingin vill græna og metnaðarfulla fjárfestingaáætlun sem tekur til almannahagsmuna en ekki sérhagsmuna. Nú er tíminn fyrir það. Höfundur er alþingismaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar