Milljónir barna í hættu vegna skorts á bólusetningum 25. maí 2020 12:24 UNICEF Hefðbundnar bólusetningar barna hafa raskast víðs vegar um heiminn í yfirstandandi heimsfaraldri, bæði meðal ríkra þjóða og fátækra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ásamt UNICEF og alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI kallað eftir átaki til að koma nauðsynlegum bólusetningum aftur í réttan farveg. Ákallið kemur í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu um bólusetningar, Global Vaccine Summit, sem haldin verður í byrjun næsta mánaðar með þátttöku margra þjóðarleiðtoga. Samkvæmt gögnum sem WHO, UNICEF, Gavi og Sabin Vaccine Institute tóku saman hafa hefðbundnar bólusetningar barna dregist verulega saman í að minnsta kosti 68 ríkjum vegna heimsfaraldursins. Óttast er að 80 milljónir barna á fyrsta ári hafi misst af bólusetningu. „Rask á bólusetningarverkefnum vegna COVID-19 heimsfaraldursins ógnar framförum og vinnu síðustu áratuga við að vinna á sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, í sameiginlegri tilkynningu stofnananna. Seth Berkley forstjóri Gavi segir að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið varin gegn sjúkdómum en nú. Hins vegar sé þessi árangur í hættu. „Við horfum fram á hættuna að mislingar og mænusótt brjótist út að nýju. Með því að viðhalda bólusetningaráformum fyrirbyggjum við ekki aðeins slíkan faraldra heldur tryggjum jafnframt þá innviði sem við þurfum á að halda þegar bóluefni við COVID-19 verður tilbúið.“ „Við megum ekki láta baráttu okkar við einn sjúkdóm koma niður á langtímabaráttu okkar við aðra,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Aðstæður hafa kallað á hlé á aðgerðum en við verðum að hefja þær að nýju eins fljótt og auðið er ef við viljum ekki að annar faraldur taki við af þessum og þannig koll af kolli,“ segir Fore. Í næstu viku gefur WHO út ráðleggingar um hvernig koma megi á nauðsynlegri þjónustu á ný meðan heimsfaraldurinn geisar, þar á meðal öryggisráðleggingar um hvernig megi taka upp bólusetningar á nýjan leik. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent
Hefðbundnar bólusetningar barna hafa raskast víðs vegar um heiminn í yfirstandandi heimsfaraldri, bæði meðal ríkra þjóða og fátækra. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) hefur ásamt UNICEF og alþjóðlega bólusetningarsjóðnum GAVI kallað eftir átaki til að koma nauðsynlegum bólusetningum aftur í réttan farveg. Ákallið kemur í aðdraganda alþjóðlegrar ráðstefnu um bólusetningar, Global Vaccine Summit, sem haldin verður í byrjun næsta mánaðar með þátttöku margra þjóðarleiðtoga. Samkvæmt gögnum sem WHO, UNICEF, Gavi og Sabin Vaccine Institute tóku saman hafa hefðbundnar bólusetningar barna dregist verulega saman í að minnsta kosti 68 ríkjum vegna heimsfaraldursins. Óttast er að 80 milljónir barna á fyrsta ári hafi misst af bólusetningu. „Rask á bólusetningarverkefnum vegna COVID-19 heimsfaraldursins ógnar framförum og vinnu síðustu áratuga við að vinna á sjúkdómum sem hægt er að koma í veg fyrir,“ segir Tedros Adhanom Ghebreyesus, forstjóri WHO, í sameiginlegri tilkynningu stofnananna. Seth Berkley forstjóri Gavi segir að aldrei í sögunni hafi fleiri börn verið varin gegn sjúkdómum en nú. Hins vegar sé þessi árangur í hættu. „Við horfum fram á hættuna að mislingar og mænusótt brjótist út að nýju. Með því að viðhalda bólusetningaráformum fyrirbyggjum við ekki aðeins slíkan faraldra heldur tryggjum jafnframt þá innviði sem við þurfum á að halda þegar bóluefni við COVID-19 verður tilbúið.“ „Við megum ekki láta baráttu okkar við einn sjúkdóm koma niður á langtímabaráttu okkar við aðra,“ segir Henrietta Fore, framkvæmdastjóri UNICEF. „Aðstæður hafa kallað á hlé á aðgerðum en við verðum að hefja þær að nýju eins fljótt og auðið er ef við viljum ekki að annar faraldur taki við af þessum og þannig koll af kolli,“ segir Fore. Í næstu viku gefur WHO út ráðleggingar um hvernig koma megi á nauðsynlegri þjónustu á ný meðan heimsfaraldurinn geisar, þar á meðal öryggisráðleggingar um hvernig megi taka upp bólusetningar á nýjan leik. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Gera hlé á leitinni í Tálknafirði Innlent Hellti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Innlent Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent