Margt hefur breyst en sem betur fer ekki allt Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. maí 2020 14:01 Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Vilhjálmsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landbúnaður Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Það hefur margt breyst í samfélaginu okkar eftir COVID-19 en sem betur fer ekki allt. Í janúar gátum við gert allt sem okkur sýndist, frelsið var framar öllu og allir máttu gera það sem þeim fannst rétt á hverjum tíma. Ferðalög voru skipulögð og landamærin við umheiminn voru ekki til. Innflytjendur matvæla töluðu um frelsi og valkost neytenda og gerðu lítið úr umræðu bænda um mikilvægi fæðuöryggis og hvað þá matvælaöryggis. Eins og hendi var veifað þá kom upp staða í heiminum þar sem allar þjóðir þurftu að standa vörð um fæðuöryggi sinnar þjóðar. Verkefnið snéri að því að halda uppi matvælaframleiðslu þrátt fyrir fjöldatakmarkanir og þá snéru aðgerðir að því að tryggja fyrst og fremst fæðu fyrir þegna hvers lands. Útflutningur var aukaatriði á þessum tímapunkti og innflutningur nánast lagðist af. Íslendingar fundu fyrir þessu og þá sérstaklega í sjávarútvegi. Allar þjóðir litu inn á við. Hér á Íslandi var það sama upp á teningnum innflutningur minnkaði verulega og þjóðin gat reytt sig íslenska bændur og matvælaframleiðendur. Auðvelt er að leiða hugann að því hvernig staðan væri ef við værum háðari innflutningi en raunin er. Ef markaðsumhverfið hér á landi væri eins og blautur draumur innflytjenda þá værum við án efa í erfiðari stöðu sem þjóð. Bara lítið dæmi um það er íslenska krónan og verðlag. Frá því í byrjun Janúar þá hefur Evran hækkað úr 137 kr. upp í 157 kr. Sem þýðir að innfluttar matvörur hefðu hækkað á neytendur um ein 15%. Annað dæmi er sá veikleiki að vera háður innflutningi á nauðsynjavörum. Það er von að við munum og lærum af þessu ástandi. Munum mikilvægi þess að standa vörð um fæðuöryggi þjóðarinnar og lærum af því að þegar öllu er á botninn hvolft þá þurfum við að sjá um okkur sjálf. Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggja-, svína- og kjúklingabænda á Íslandi.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun