Er lyfjalaxinn sem Whole Foods vill ekki seldur í íslenskum verslunum? Freyr Frostason skrifar 14. maí 2020 12:00 Aðeins þrjú ár eru frá því að fulltrúar opinberra eftirlitsstofnana töldu að laxa- og fiskilús yrði ekki vandamál í sjókvíaeldi hér við land. Það reyndist heldur betur rangt mat. Nú er svo komið að margsinnis hefur verið eitrað fyrir lús í sjókvíum. Síðast á sjö eldissvæðum við sunnanverða Vestfirði fyrir fáeinum mánuðum. Þetta er grafalvarlegt mál því lyfin og eiturefnin, sem notuð eru, skaða umhverfið og lífríkið. Eins staðan er í dag vita neytendur ekki hvort sá eldislax sem seldur er í verslunum hér hafi hlotið þessa meðhöndlun. Úr þessu þarf að bæta. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund höfum því sent Neytendasamtökunum fyrirspurn um hvort samtökin hafi kannað hvort eldislax sem hefur verið með lúsaeitri eða lyfjum sé seldur í íslenskum verslunum. Vantar merkingar á umbúðum Í aðdraganda breytinga á lögum um fiskeldi í fyrra kom fram tillaga í nefndaráliti minnihluta atvinnuveganefndar að „rekstraraðilum verði gert skylt að merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á.“ Því miður varð þessi tillaga ekki að hluti af lögunum sem voru samþykkt Alþingi í júní 2019. Merkingar sem þessi er engu síður mikilvæg af tveimur grundvallarástæðum: Neytendur eiga að hafa þann rétt að vita hvaða meðhöndlun matvara hefur fengið áður en þeir neyta hennar. Í því samhengi má benda á að Whole Foods, einn helsti kaupandi eldislax frá Arnarlaxi ( stærsta sjókvíaeldisfyritæki landsins), tekur ekki við laxi sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri/lúsalyfjum. Þetta kom meðal annars fram í frétt RÚV frá 2017 um að lax sem hefur þurft meðhöndlun út af lúsinni stenst ekki kröfur Whole Foods. Lúsaeitur/lúsalyf hafa slæm áhrif á lífríkið. Neytendur eiga að hafa rétt á að hafa val um að sniðganga vöru þar sem þessum efnum er beitt við framleiðsluna, jafnvel þó svo kunni að vera að neysla viðkomandi vöru sé ekki talin heilsuspillandi. Vísindin eru afdráttarlaus Á sínum tíma sýndu Íslendingar meiri framsýni en ýmsar aðrar þjóðir með því að loka ákveðnum hlutum strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi með það fyrir augum að vernda villta lax- og silungsstofna landsins. Var þá eingöngu horft til lax- og silungsveiðiáa sem gáfu af sér veiðihlunnindi og tilgangurinn fyrst og fremst að draga úr áhrifum erfðablöndunar eldisfisks við laxastofna. Lax- og fiskilús voru þá ekki teknar með í reikninginn þar sem þessi sníkjudýr voru þá svotil óþekkt vandamál í sjókvíaeldið við landið. Frá því ákvörðun um lokun hluta strandlengjunnar var tekin hefur hins vegar komið í ljós að sjávarlús er orðin viðvarandi og alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið leyfi fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta vandamál í sjókvíaeldinu vegur að villtum fiski. Þannig staðfestir nýleg íslensk meistaraverkefnisrannsókn að villtir laxfiskar á sjókvíeldissvæðum á Vestfjörðum eru meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Í rannsókninni kom jafnframt fram vísbending um neikvæð áhrif á þessa stofna Í umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 2018 um umsókn Arnarlax um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði er bent á að það komi „skýrt fram í gögnum framkvæmdaraðila að laxalús sé orðin vandamál í fiskeldi hér á landi. Hafrannsóknastofnun bendir á að aflúsunarefni hafi áhrif á hamskipti laxalúsa og að rannsóknir hafi sýnt fram á skaðleg áhrif efnanna á önnur krabbadýr. Þar sem áætlað sé að kvíar séu í nálægð við rækju í Arnarfirði leggi Hafrannsóknastofnun til að „bannað verði að nota aflúsunarefni í nágrenni rækjusvæða.“ Sjá: Framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði – Ákvörðun um matsskyldu. Skipulagsstofnun, birt 5. júlí 2018.Hér má svo lesa um norska rannsókn um skaðsemi lúsaeitursins á rækjustofna. Ómetanlegar auðlindir í hættu Fjölmargar ár með sérstökum villtum stofnum eru á svæðum þar sem sjókvíaeldið hefur margfaldast í íslenskum fjörðum. Þessir stofnar hafa þegar skaðast af þeirri starfsemi þó þeir að eigi sjálfstæðan tilverurétt í náttúru landsins ættu samkvæmt lögum um náttúruvernd og samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir. Þeir sem vilja stunda fiskeldi hér við land eiga ekki að komast upp með að spilla náttúru landsins. Og neytendur eiga að geta séð á umbúðum matvara hvort notuð séu eiturefni við framleiðsluna. Fyrir hönd stjórnar Íslenska náttúruverndarsjóðsins -IWF. Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar IWF. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Aðeins þrjú ár eru frá því að fulltrúar opinberra eftirlitsstofnana töldu að laxa- og fiskilús yrði ekki vandamál í sjókvíaeldi hér við land. Það reyndist heldur betur rangt mat. Nú er svo komið að margsinnis hefur verið eitrað fyrir lús í sjókvíum. Síðast á sjö eldissvæðum við sunnanverða Vestfirði fyrir fáeinum mánuðum. Þetta er grafalvarlegt mál því lyfin og eiturefnin, sem notuð eru, skaða umhverfið og lífríkið. Eins staðan er í dag vita neytendur ekki hvort sá eldislax sem seldur er í verslunum hér hafi hlotið þessa meðhöndlun. Úr þessu þarf að bæta. Við hjá Íslenska náttúruverndarsjóðnum - The Icelandic Wildlife Fund höfum því sent Neytendasamtökunum fyrirspurn um hvort samtökin hafi kannað hvort eldislax sem hefur verið með lúsaeitri eða lyfjum sé seldur í íslenskum verslunum. Vantar merkingar á umbúðum Í aðdraganda breytinga á lögum um fiskeldi í fyrra kom fram tillaga í nefndaráliti minnihluta atvinnuveganefndar að „rekstraraðilum verði gert skylt að merkja sérstaklega umbúðir þeirra afurða sem lúsaeitur hafi verið notað á.“ Því miður varð þessi tillaga ekki að hluti af lögunum sem voru samþykkt Alþingi í júní 2019. Merkingar sem þessi er engu síður mikilvæg af tveimur grundvallarástæðum: Neytendur eiga að hafa þann rétt að vita hvaða meðhöndlun matvara hefur fengið áður en þeir neyta hennar. Í því samhengi má benda á að Whole Foods, einn helsti kaupandi eldislax frá Arnarlaxi ( stærsta sjókvíaeldisfyritæki landsins), tekur ekki við laxi sem hefur verið meðhöndlaður með lúsaeitri/lúsalyfjum. Þetta kom meðal annars fram í frétt RÚV frá 2017 um að lax sem hefur þurft meðhöndlun út af lúsinni stenst ekki kröfur Whole Foods. Lúsaeitur/lúsalyf hafa slæm áhrif á lífríkið. Neytendur eiga að hafa rétt á að hafa val um að sniðganga vöru þar sem þessum efnum er beitt við framleiðsluna, jafnvel þó svo kunni að vera að neysla viðkomandi vöru sé ekki talin heilsuspillandi. Vísindin eru afdráttarlaus Á sínum tíma sýndu Íslendingar meiri framsýni en ýmsar aðrar þjóðir með því að loka ákveðnum hlutum strandlengjunnar fyrir sjókvíaeldi með það fyrir augum að vernda villta lax- og silungsstofna landsins. Var þá eingöngu horft til lax- og silungsveiðiáa sem gáfu af sér veiðihlunnindi og tilgangurinn fyrst og fremst að draga úr áhrifum erfðablöndunar eldisfisks við laxastofna. Lax- og fiskilús voru þá ekki teknar með í reikninginn þar sem þessi sníkjudýr voru þá svotil óþekkt vandamál í sjókvíaeldið við landið. Frá því ákvörðun um lokun hluta strandlengjunnar var tekin hefur hins vegar komið í ljós að sjávarlús er orðin viðvarandi og alvarlegt vandamál í sjókvíaeldi við Ísland. MAST hefur á hverju ári frá 2017 gefið leyfi fyrir notkun kemískra efna eða lyfja til að meðhöndla lúsasmitaðan eldislax í sjókvíum á Vestfjörðum. Þetta vandamál í sjókvíaeldinu vegur að villtum fiski. Þannig staðfestir nýleg íslensk meistaraverkefnisrannsókn að villtir laxfiskar á sjókvíeldissvæðum á Vestfjörðum eru meira smitaðir af sjávarlús, einna helst laxalús, heldur en svæðum án eldis. Í rannsókninni kom jafnframt fram vísbending um neikvæð áhrif á þessa stofna Í umsögn Hafrannsóknastofnunar frá 2018 um umsókn Arnarlax um aukið sjókvíaeldi í Arnarfirði er bent á að það komi „skýrt fram í gögnum framkvæmdaraðila að laxalús sé orðin vandamál í fiskeldi hér á landi. Hafrannsóknastofnun bendir á að aflúsunarefni hafi áhrif á hamskipti laxalúsa og að rannsóknir hafi sýnt fram á skaðleg áhrif efnanna á önnur krabbadýr. Þar sem áætlað sé að kvíar séu í nálægð við rækju í Arnarfirði leggi Hafrannsóknastofnun til að „bannað verði að nota aflúsunarefni í nágrenni rækjusvæða.“ Sjá: Framleiðsluaukning á laxi um 4.500 tonn á vegum Arnarlax í Arnarfirði – Ákvörðun um matsskyldu. Skipulagsstofnun, birt 5. júlí 2018.Hér má svo lesa um norska rannsókn um skaðsemi lúsaeitursins á rækjustofna. Ómetanlegar auðlindir í hættu Fjölmargar ár með sérstökum villtum stofnum eru á svæðum þar sem sjókvíaeldið hefur margfaldast í íslenskum fjörðum. Þessir stofnar hafa þegar skaðast af þeirri starfsemi þó þeir að eigi sjálfstæðan tilverurétt í náttúru landsins ættu samkvæmt lögum um náttúruvernd og samningi Sameinuðu þjóðanna um líffræðilega fjölbreytni sem leggur áherslu á að vernda lífríki á öllum skipulagsstigum þess, þar með talið þeirra erfðaauðlinda sem lífríkið býr yfir. Þeir sem vilja stunda fiskeldi hér við land eiga ekki að komast upp með að spilla náttúru landsins. Og neytendur eiga að geta séð á umbúðum matvara hvort notuð séu eiturefni við framleiðsluna. Fyrir hönd stjórnar Íslenska náttúruverndarsjóðsins -IWF. Höfundur er arkitekt og formaður stjórnar IWF.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar