Mygluskáli Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands Kristmann Magnússon og Björn Hjartarson skrifa 12. maí 2020 15:00 Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Halldór 07.12.2024 Halldór Skoðun Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir skrifar Sjá meira
Tilkynningum og fréttum vegna myglu í íslensku húsnæði hefur fjölgað mikið á síðustu árum enda samfélagið orðið mun meðvitaðra um vandamálið. Á málþingum sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands hefur staðið fyrir hefur m.a. komið fram að samfélagslegur kostnaður vegna myglunnar sé farinn að hlaupa á milljörðum og gæti verið af stærðargráðunni tíu milljarðar á ári. Hér er því á ferðinni vandamál sem farið er að valda samfélagslegum skaða og mætti jafnvel flokka sem samfélagslegan bagga. Nýsköpunarmiðstöð hefur staðið fyrir málþingum um áhrif rakaskemmda þar sem læknar, fræðimenn og verkfræðingar voru með erindi um myglu og afleiðingar hennar. Ef minnka má fjárhagslegt tjón af áhrifum rakaskemmda og myglu um t.d. fimmtíu prósent þ.e. frá tíu milljörðum niður í fimm milljarða á ári, með vissu átaki og rannsóknum í málaflokknum þá myndu niðurstöður verkefnisins skila vel mælanlegum fjárhagslegum árangri með miklum þjóðhagslegum sparnaði samfélaginu í hag. Mygluskálinn.Nýsköpunarmiðstöð Rannsóknir í Mygluskála Fjölmargar rannsóknir hafa nú verið framkvæmdar í Mygluskála Rb við Nýsköpunarmiðstöð Íslands en um 300 sýni voru rannsökuð og greind á árinu. Þetta er fyrsti opinberi mygluskáli landsins en til stendur að nota hann í a.m.k. nokkur ár til þess að rannsaka áhrif myglu á byggingarefni sem notað er á Íslandi. Húsnæði Mygluskála Rb var upprunalega reist sem tilraunahús árið 1991 með það að markmiði að álagsprófa mismunandi gerðir af gluggum við raunaðstæður til lengri tíma undir stjórn Jóns Sigurjónssonar, þáverandi yfirverkfræðings Rb. Eftir að því verkefni lauk og rannsóknir á endingu glugga á Íslandi færðust alfarið yfir í nýjan slagregnsprófunarskáp Rb var skálinn ónotaður en hefur nú tekið við nýju hlutverki. Úr Mygluskálanum Sýni úr sýktum byggingum og áhrif raka á endingu byggingarefna Mygluskálinn er málmklæddur að innan og er svæðisskiptur niður í tvö aðskilin vinnusvæði. Á fremra svæðinu eru ný sýni tekin inn og þau undirbúin undir frekar rannsóknir á innra svæði Mygluskálans. Á innra svæðinu eru sýnin geymd í lokuðum glerbúrum við mismunandi rakastig og þróun mygluvaxtar í sýnunum svo skoðuð sem fall af tíma til að meta næmi byggingarefna við íslenskar aðstæður. Innst í Mygluskálanum er aðstaða fyrir sveppasérfræðing til að greina myglutegundir og áætla umfang mygluvaxtar í sýnunum með smásjá og víðsjá og eru allar greiningar myndaðar jafnóðum. Rannsóknir á áhrifum myglu Fyrsti hluti rannsóknarinnar fól í sér að taka fjölmörg sýni af nýjum krossvið, spónaplötum, gipsplötum og ýmsum öðrum byggingarefnum. Sýnin eru síðan sett í mismunandi rakastig og geymd þar í nokkra mánuði og mygluvöxtur á yfirborði þeirra rannsakaður og skráður niður af sveppasérfræðingi með reglubundnu millibili. Flest sýnin mygla fyrr eða síðar, en rakastigið hefur mikil áhrif á hvenær mygluvöxtur hefst og þá dafnar í framhaldinu. Rannsóknirnar hafa hingað til leitt í ljós að við verstu aðstæður geta fjölmargar ólíkar tegundir myglu þrifist í hverju sýni. Þessi hluti verkefnisins er sá fyrsti af mörgum en ljóst er að hér er um að ræða margra ára tilraun þar sem taka þarf fleiri sýnir til að fá nákvæmari niðurstöður. Höfundar eru starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar