Skutu niður þriðju orrustuþotuna yfir Sýrlandi Samúel Karl Ólason skrifar 3. mars 2020 11:31 F16 orrustuþotu tyrkneska flughersins flogið yfir Tyrklandi. Getty/Anadolu Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu. Tyrkland Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira
Tyrkir skutu í morgun niður þriðju orrustuþotu stjórnarhers Bashar al-Assad, forseta Sýrlands, yfir Idlib-héraði í Sýrlandi. Orrustuþotan var af gerðinni L-39 en undanfarna daga hafa Tyrkir gert fjölmargar árásir í Idlib sem beinst hafa gegn stjórnarhernum og vopnuðum sveitum sem studdar eru af Íran og styðja stjórnarherinn. Þessar nýjustu aðgerðir Tyrkja hófust eftir að 35 tyrkneskir hermenn voru felldir í loftárásum í héraðinu og hafa þær valdið Assad-liðum gífurlegum skaða. Á síðasta sólarhring hafa Tyrkir grandað einni orrustuþotu, einum dróna, sex skriðdrekum, fimm fallbyssu, tveimur loftvarnarkerfum, þremur brynvörðum farartækjum, fimm vopnuðum pallbílum, 6 herbílum og einni birgðageymslu þar sem skotfæri voru geymd. Þar að auki hafi 327 hermenn og vígamenn verið felldir, samkvæmt varnarmálaráðuneyti Tyrklands. Tyrkir kalla hernaðaraðgerðir sínar í Idlib „Vorskjöld“. Hér má sjá myndefni sem varnarmálaráðuneyti Tyrklands hefur birt og sýnir árásir þeirra í Idlib. Vert er að vara viðkvæma við myndefninu. Undanfarin ár hafa vígamenn hliðhollir al-Qaeda nýtt sér óreiðuna í Idlib og stjórna þeir nú héraðinu. Að einhverju leyti hafa þeir gert það með stuðningi Tyrkja. Sókn stjórnarhersins, sem hefur notið stuðnings Rússa, hefur verið ætlað að koma þessum hópum frá völdum þarna á svæðinu. Stjórnarherinn og Rússar hafa þó verið harðlega gagnrýndir fyrir árásir þeirra í héraðinu, eins og annarsstaðar í Sýrlandi í gegnum árin, þar sem þær hafa komið verulega niður á almennum borgurum og jafnvel beinst gegn þeim. Sameinuðu þjóðirnar sökuðu Rússa til dæmis nýverið um stríðsglæpi í Sýrlandi í fyrra. Um milljón manna, þar af lang mest konur og börn, hafa flúið heimili sín vegna sóknarinnar og fjöldinn gæti aukist til muna á skömmum tíma. Tyrkir hafa þó lokað landamærum sínum og segjast ekki geta tekið á móti fleiri flóttamönnum. Um 3,7 milljónir sýrlenskra flóttamanna halda til í Tyrklandi. Yfirvöld Tyrklands hafa nú tekið þá ákvörðun að hætta að stöðva flóttafólk sem vill komast til Evrópu.
Tyrkland Sýrland Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Sjá meira