Starfslok Finns og Guðmundar kosta Haga vel yfir 300 milljónir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. maí 2020 08:59 Finnur Árnason og Guðmundur Marteinsson munu láta af störfum hjá Högum á næstunni. Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins. Verslun Markaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Starfslok þeirra Finns Árnasonar, forstjóra Haga, og Guðmundar Marteinsson, framkvæmdastjóra Bónus, munu kosta Haga vel yfir 300 milljónir króna. Tilkynnt var um það í liðinni viku að þeir hefðu óskað eftir því að láta af störfum hjá fyrirtækinu en þeir munu starfa hjá Högum þar til ráðið hefur verið í störf þeirra. Guðmundur hefur starfað hjá Bónus í tæp þrjátíu ár og er með þriggja ára uppsagnarfrest samkvæmt starfssamningi. Finnur, sem hefur verið forstjóri Haga í fimmtán ár, er með árs uppsagnarfrest. Þetta kemur fram í Markaðnum í dag en þar segir að Finnur hafi síðustu ár verið einn launahæsti forstjórinn í Kauphöllinni. Laun hans og hlunnindi á síðasta rekstrarári, sem lauk í febrúar 2019, voru alls 72,2 milljónir króna eða rúmar sex milljónir á mánuði. Þá var Guðmundur með um fimm milljónir í laun á mánuði á árinu 2018 samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar. Að því er segir í Markaðnum eru ákvæði í starfssamningum Finns og Guðmundar þar sem kemur fram að ekki skipti máli varðandi uppsagnarfrest hvort þeir hafi sjálfir látið af störfum eða verið sagt upp. Hagar munu því þurfa að gjaldfæra hjá sér talsverðan kostnað vegna starfsloka þessara tveggja stjórnenda. Þannig megi varlega áætla að starfslok Guðmundar kosti Haga um 250 milljónir vegna launa, lífeyrisgreiðslna og annarra launatengdra gjalda en starfslok Finns um 100 milljónir króna að því er fram kemur í Markaðnum. Vísir hafði samband við Ernu Gísladóttur, stjórnarformann Haga, fyrr í vikunni og falaðist eftir upplýsingum um kostnað fyrirtækisins vegna starfsloka þeirra Guðmundar og Finns. Hún kvaðst ekki geta veitt slíkar upplýsingar þar sem Hagar væru félag á markaði. Þessar upplýsingar yrðu veittar á hluthafafundi. Í skriflegu svari Haga við fyrirspurn Markaðarins um kostnaðinn segir að verði þær tölur á einhverjum tímapunkti birtar opinberlega, verði það samhliða birtingu reikningsskila félagsins.
Verslun Markaðir Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira