Skoðun

Endur­speglun sam­fé­lagsins

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Það er ávallt notalegt þegar fjölmiðlar sinna ætluðu hlutverki sínu sem fjórða valdið og endurspegla samfélagið á raunsannan máta. Þetta tókst með eindæmum vel í Markaðnum, viðskiptablaði Fréttablaðsins, 27. desember sl. þegar birtur var listi yfir dómnefnd blaðsins. Dómnefndin var skipuð sex konum og fjörtíuogtveimur karlmönnum. 6:42.

14% hlutfall kvenna er mögulega í eðlilegu samræmi við konur í stjórnum fyrirtækja í einkaeigu en engan veginn endurspeglandi fyrir hlutfall kvenna í stjórnum eða framkvæmdastjórastöðum fyrirtækja skráðum á markaði. Þar er konum engan veginn fyrir að fara. Ekki fyrir neinum. Ekki til staðar.

Þakkir færast hér með Markaðnum fyrir að vekja okkur til umhugsunar hvernig raddir kvenna í atvinnulífinu eiga að komast að, ef aðgengi er ekki til staðar.

Þakkir fyrir að minna þær yfirgnæfandi fleiri ungu konur sem stunda nám og útskrifast úr háskóla á Íslandi í dag – og munu aldrei sætta sig við þessa birtingarmynd – hvernig staðan í raun og veru er. Tær endurspeglun á samfélagið.

Ennfremur þakkir fyrir að leiða breytinguna og leyfa röddum kvenna markvisst að hljóma í viðskiptalífinu, því fjölbreytni skapar grósku og er samfélaginu til góða. 

Hjartans þakkir.

Höfundur er ritari stjórnar FKA, í eigin rekstri og fjögurra barna móðir.




Skoðun

Skoðun

Nálgunarbann

Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar

Sjá meira


×