Forseti Evrópuráðsþingsins svarar bréfi Ásmundar: Hefur ekki áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu á vettvangi Evrópuráðsins Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 20. desember 2019 12:42 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vísir/Vilhelm Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nýverið sendi forseta þingsins bréf þar sem vakin er athygli á því að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund í Slifrinu fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Í svarbréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum þakkar Liliane Maury Pasquier, forseti Evrópuráðsþingsins, Ásmundi fyrir að vekja athygli sína á málinu. Aftur á móti sé ekkert sem bendi til þess Þórhildur Sunna hafi gerst sek um einhvers konar spillta háttsemi eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins. „Þar kemur fram að miðað við þær upplýsingar sem hún hefur þá sé ekkert sem gefi til kynna að ég hafi gerst sek um nokkurs konar spillta háttsemi eða neitt annað sem að telst til brota á siðareglum í Evrópuráðsþinginu,“ segir Þórhildur Sunna. „Þar af leiðandi þá leiðir það ekki af sér að það verði neinar aðgerðir af hennar hálfu eða Evrópuráðsþingsins gagnvart mér. Og hún tekur það sérstaklega fram að siðareglur og hvatning Evrópuráðsins til aðildarríkja sinna um að setja sér siðareglur hafi sérlega snúið að því að setja upp varnir gegn spillingu.“ Það þýði að bréf Ásmundar hafi engin áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu innan Evrópuráðsþingsins þar sem hún á sæti fyrir hönd Alþingis. Hún er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. „Nema náttúrulega það að nú er náttúrlega búið að vekja athygli Evrópuráðsþingsins á því að það var takmarkað tjáningarfrelsi kjörins fulltrúa í stjórnarandstöðu fyrir tjáningu um spillingu,“ segir Þórhildur Sunna, en hún hefur frá upphafi sagst ósammála niðurstöðu siðanefndar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur með ummælum sínum. Misræmi í orðum Ásmundar Morgunblaðið greindi fyrst frá bréfi Ásmundar fyrr í þessari viku en þá sagði Ásmundur að honum þætti mikilvægt að gera forseta Evrópuráðsþingsins viðvart um brot Þórhildar Sunnu. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudaginn sagði Ásmundur meðal annars að hann hafi kallað eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf upplýsa Evrópuráðið um að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum Alþingis. Það hafi hún ekki gert og því hafi hann sent bréfið til forseta Evrópuráðsþingsins.Sjá einnig: Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Í viðtalinu var Ásmundur spurður hvort hann væri að fara fram á að þingið grípi til einhvers konar aðgerða gegn Þórhildi Sunnu. Því svaraði Ásmundur neitandi. Það stangast aftur á móti á við það sem fram kemur í bréfi Ásmundar til forseta Evrópuráðsþingsins sem fréttastofa hefur einnig undir höndum. Þar segir að það sé hans skoðun að taka ætti til skoðunar hvort brot Þórhildar Sunnu á siðareglum Alþingis ættu að sæta viðurlögum, „til dæmis tímabundinnar sviptingar réttinda á vettvangi Evrópuráðsþingsins,“ að því er segir meðal annars í bréfi Ásmundar. Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir hefur fengið afrit af svarbréfi forseta Evrópuráðsþingsins til Ásmundar Friðrikssonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, sem nýverið sendi forseta þingsins bréf þar sem vakin er athygli á því að Þórhildur Sunna hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis með ummælum sínum um Ásmund í Slifrinu fyrr á þessu ári.Sjá einnig: Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Í svarbréfinu sem fréttastofa hefur undir höndum þakkar Liliane Maury Pasquier, forseti Evrópuráðsþingsins, Ásmundi fyrir að vekja athygli sína á málinu. Aftur á móti sé ekkert sem bendi til þess Þórhildur Sunna hafi gerst sek um einhvers konar spillta háttsemi eða brot á reglum Evrópuráðsþingsins. „Þar kemur fram að miðað við þær upplýsingar sem hún hefur þá sé ekkert sem gefi til kynna að ég hafi gerst sek um nokkurs konar spillta háttsemi eða neitt annað sem að telst til brota á siðareglum í Evrópuráðsþinginu,“ segir Þórhildur Sunna. „Þar af leiðandi þá leiðir það ekki af sér að það verði neinar aðgerðir af hennar hálfu eða Evrópuráðsþingsins gagnvart mér. Og hún tekur það sérstaklega fram að siðareglur og hvatning Evrópuráðsins til aðildarríkja sinna um að setja sér siðareglur hafi sérlega snúið að því að setja upp varnir gegn spillingu.“ Það þýði að bréf Ásmundar hafi engin áhrif á stöðu Þórhildar Sunnu innan Evrópuráðsþingsins þar sem hún á sæti fyrir hönd Alþingis. Hún er varaformaður Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins og formaður laga- og mannréttindanefndar Evrópuráðsþingsins. „Nema náttúrulega það að nú er náttúrlega búið að vekja athygli Evrópuráðsþingsins á því að það var takmarkað tjáningarfrelsi kjörins fulltrúa í stjórnarandstöðu fyrir tjáningu um spillingu,“ segir Þórhildur Sunna, en hún hefur frá upphafi sagst ósammála niðurstöðu siðanefndar um að hún hafi gerst brotleg við siðareglur með ummælum sínum. Misræmi í orðum Ásmundar Morgunblaðið greindi fyrst frá bréfi Ásmundar fyrr í þessari viku en þá sagði Ásmundur að honum þætti mikilvægt að gera forseta Evrópuráðsþingsins viðvart um brot Þórhildar Sunnu. Í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni á miðvikudaginn sagði Ásmundur meðal annars að hann hafi kallað eftir því að Þórhildur Sunna myndi sjálf upplýsa Evrópuráðið um að hún hafi verið fundin sek um brot á siðareglum Alþingis. Það hafi hún ekki gert og því hafi hann sent bréfið til forseta Evrópuráðsþingsins.Sjá einnig: Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Í viðtalinu var Ásmundur spurður hvort hann væri að fara fram á að þingið grípi til einhvers konar aðgerða gegn Þórhildi Sunnu. Því svaraði Ásmundur neitandi. Það stangast aftur á móti á við það sem fram kemur í bréfi Ásmundar til forseta Evrópuráðsþingsins sem fréttastofa hefur einnig undir höndum. Þar segir að það sé hans skoðun að taka ætti til skoðunar hvort brot Þórhildar Sunnu á siðareglum Alþingis ættu að sæta viðurlögum, „til dæmis tímabundinnar sviptingar réttinda á vettvangi Evrópuráðsþingsins,“ að því er segir meðal annars í bréfi Ásmundar.
Alþingi Píratar Tengdar fréttir Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36 Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10 Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26 Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23 Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Segir Ásmund mannleysu og bréf hans viðbjóð Björn Leví Gunnarsson segir orði sín fram sett af yfirvegun. 18. desember 2019 12:36
Ásmundur tilkynnti brot Þórhildar Sunnu til Evrópuráðsþingsins Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, hefur vakið athygli Evrópuráðsþingsins á því að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 10:10
Annaðhvort sé Ásmundur með sig á heilanum eða Sjálfstæðisflokkurinn að hefna sín Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur upplýst Evrópuráðsþingið um að Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmanns Pírata, hafi gerst brotleg við siðareglur Alþingis. 18. desember 2019 11:26
Ásmundur segir að sér hafi verið ráðlagt að lesa ekki pistil Björns Levís Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að vinir og vandamenn hafi ráðlagt honum að lesa ekki pistil Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, þar sem sá síðarnefndi vandar þeim fyrrnefnda ekki kveðjurnar. 18. desember 2019 18:23