Borga tíu milljarða fyrir Icelandair hótelin Eiður Þór Árnason skrifar 20. desember 2019 20:00 Vincent Tan er stofnandi og stjórnarformaður Berjaya Group. Hann á ráðandi hlut í félaginu og er eigandi velska knattspyrnuliðsins Cardiff. Vísir/Getty Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan. Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Gert er ráð fyrir því að gengið verði frá sölu Icelandair Group á Icelandair Hotels til dótturfélags malasíska félagsins Berjaya Land Berhad í lok febrúar árið 2020 en ekki árslok 2019 líkt og áður var stefnt að. Fram kemur í tilkynningu frá Icelandair að þau skilyrði sem samið hafi verið um vegna sölunnar séu nú að mestu uppfyllt. Heildargreiðslur til Icelandair Group vegna kaupanna eru 84 milljónir Bandaríkjadala eða sem nemur um 10,1 milljarði króna. Þann 13. júlí sl. skrifaði stjórn Icelandair Group undir samning við dótturfélag Berjaya Land Berhad um kaup á 75% hlut í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum. Eitt af skilyrðum kaupanna var endurfjármögnun hótelfélagsins, er fram kemur í tilkynningunni. Stjórn Icelandair Hotels skrifaði í dag undir samning við Arion banka um 8 milljarða króna lán þess efnis. Berjaya hefur nú þegar greitt Icelandair Group 15 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,8 milljarð króna sem nemur um það bil 30% af kaupverði félagsins. Segir í tilkynningunni að 29 milljónir Bandaríkjadala eða um 3,4 milljarðar króna verði nú greiddir í kjölfar endurfjármögnunar. Dagsetning lokagreiðslu, sem nemur 40 milljónum Bandaríkjadala, verður þann 28. febrúar 2020 en þessi tveggja mánaða seinkun er sögð koma til vegna gjaldeyrishafta í Malasíu. Komi til þess að eftirstöðvarnar verði ekki greiddar er til staðar samkomulag um vanefndagreiðslu af hálfu kaupanda. Myndi hann þá þurfa að greiða 10 milljónir Bandaríkjadala eða um 1,2 milljarð króna af því sem þegar hefur verið greitt. Getur Icelandair Group þá rift kaupunum. Berjaya Land Berhad er skráð félag í Malasíu og starfar meðal annars í hótelrekstri, smásölu og fasteignaþróun. Stofnandi og stjórnarformaður móðurfélagsins Berjaya Group er malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan.
Ferðamennska á Íslandi Icelandair Malasía Tengdar fréttir Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00 Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49 Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06 Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Malasíski risinn gengur frá kaupunum á Geirsgötu 11 Dótturfélag malasísku fyrirtækjasamsteypunnar Berjaya Corporation, sem keypti í sumar 75 prósent hlutafjár í Icelandair Hotels, hefur gengið frá kaupum á fasteigninni að Geirsgötu 11 á Miðbakka við Gömlu höfnina í Reykjavík. 23. október 2019 06:00
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34
Eigandi Icelandair Hotels vill reisa lúxushótel í hjarta Nuuk Aðaleigandi Icelandair-Hotels, malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, hefur kynnt áform um að reisa lúxushótel í hjarta Nuuk, höfuðstaðar Grænlands. 8. desember 2019 22:49
Eigandi Cardiff kaupir Icelandair Hotels Berjaya,félag í eigu Vincent Tan, kaupir 75 prósent hlut í Icelandair Hotels. 13. júlí 2019 19:06
Þarf nýjar tryggingar við sölu Icelandair Hotels til Berjaya Við kaup Berjaya á meirihluta í íslensku hótelkeðjunni virkjast ákvæði í samningunum um breytingar á eignarhaldi í félaginu (e. change of control) og við það fellur úr gildi móðurfélagsábyrgð Icelandair. 2. október 2019 07:00