Þingmenn segja starfslokasamning við ríkislögreglustjóra furðulegan Heimir Már Pétursson skrifar 4. desember 2019 18:35 Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Þingmennirnir Helga Vala Helgadóttir Samfylkingu og Helgi Hrafn Gunnarsson Pírötum undruðust bæði starfslokasamninginn við Harald Jóhannesson ríkislögreglustjóra og þau störf sem hann ætti að taka að sér fyrir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra. Ekki síst í ljósi þess að átta af níu lögreglustjórum og Landssamband lögreglumanna hafi lýst vantrausti á ríkislögreglustjórann. Þá hefði umboðsmaður Alþingis sent fyrirspurn til ráðuneytisins um hvers vegna hann hefði ekki verið áminntur í starfi vegna bréfs sem hann skrifaði á bréfsefni embættisins til blaðamanns til að kvarta undan umfjöllun. Helga Vala sagði löngu hafa verið tímabært að Haraldur viki og að því leyti væri starfslokasamningurinn góður. „En nú hefur hæstvirtur dómsmálaráðherra gert fordæmalaust samkomulag við umræddan embættismann. Samkomulag sem hefur vakið furðu, undrun og jafnvel regin hneykslan um samfélagið,“ sagði Helga Vala. Hún spurði ráðherra hvort eðlilegt væri að Haraldur leiddi stefnumótunarvinnu um löggæslumál í ráðuneytinu og hvort meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt við ákvörðun um greiðslur til hans. Dómsmálaráðherra sagði að Haraldur myndi ekki leiða stefnumótunarvinnu, heldur vinna sérstök verkefni þar sem reynsla hans nýttist henni, meðal annars á sviði alþjóða lögreglumála. „Heldur leiði ég þá vinnu sem fer fram í ráðuneytinu um lögreglumál nú sem áður,“ sagði Áslaug Arna. „Og ég tel já að meðalhófs og jafnræðis hafi verið gætt. Það er auðvitað umdeilanlegt að gera starfslokasamning. Það er auðvitað ekki bæði hægt að hafa ströng lög um opinbera starfsmenn og enga heimild um starfslokasamninga. Helgi Hrafn tók undir gagnrýni Helgu Völu. Hann sagði eðlilegt að greiða ríkislögreglustjóra laun út skipunartíma hans ef honum hefði verið sagt upp störfum. „Ef ríkislögreglustjóri sjálfur sagði upp finnst mér skrýtið að hann fái tveggja ára laun. Ofan á það sérverkefni í lögreglumálum í mánuði í viðbót sem mér finnst ekki hafa verið skilgreind mjög vel,“ sagði Helgi Hrafn. Áslaug Arna áréttaði að það hefði skort á samvinnu og samstarf innan lögreglunnar og þar gæti lögregluráð sem stofnað verði um áramót. „Ríkislögreglustjóri sagði ekki upp, sagði ekki stöðu sinni lausri. Heldur kom hann að máli við mig um möguleg starfslok og mögulegan starfslokasamning,“ sagði dómsmálaráðherra.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43 Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15 Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23 Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49 Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59 Mest lesið Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Innlent „Þetta er bara komið til að vera“ Innlent Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Innlent Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grautfúl að tapa forsetakosningunum Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara komið til að vera“ Dómurinn sé vonbrigði og sendi röng skilaboð Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Sjá meira
Óþolandi að pólitísk forréttindastétt lúti öðrum lögmálum Óboðlegt er að aðrar leikreglur gildi um embættismenn hjá ríkinu en annað vinnandi fólk að sögn formanns VR. Hann fordæmir háa starfslokagreiðslu til ríkislögreglustjóra. 4. desember 2019 11:43
Ríkislögreglustjóri á launum í 24 mánuði eftir að hann hættir Ríkislögreglustjóri verður í sérverkefnum í dómsmálaráðuneytinu í þrjá mánuði eftir að hann lætur af embætti um áramót 3. desember 2019 19:15
Haraldur fær minnst 31,5 milljón til ársins 2022 Haraldur Johannessen, fráfarandi ríkislögreglustjóri, verður á óskertum launum og starfskjörum sem hann hefur haft til 30. júní 2021. Í kjölfar þess verður hann á biðlaunum til loka sama árs. 3. desember 2019 18:23
Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri Haraldur Johannessen hættir sem ríkislögreglustjóri um áramótin. 3. desember 2019 11:49
Sveitamaður í húð og hár en til í að bjarga málunum í tvo mánuði Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra en Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, tilkynnti á blaðamannafundi í hádeginu að Haraldur Johannessen hefði sagt af sér. 3. desember 2019 14:59