Arngrímur skipstjóri Heinaste laus úr haldi í Namibíu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. nóvember 2019 12:15 Togarinn Heinaste var á sínum tíma að stórum hluta í eigu Samherja. Nú á Samherji hlut í félaginu sem á togaranum. Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Björgólfur Jóhannsson, starfandi forstjóri Samherja, segir Arngrím Brynjólfsson skipstjóra lausan úr varðhaldi í Namibíu. Þetta kom fram í máli Björgólfs í hádegisfrétum Bylgjunnar.Greint var frá því í morgun að Arngrímur hefði verið handtekinn vegna meintra ólöglegra veiða innan 200 sjómílna landhelgi í Namibíu. Dómari krafðist tryggingagjalds upp á 830 þúsund krónur vegna Arngríms sem mun vera einn fimm skipstjóra sem hafa verið handteknir undanfarnar vikur í aðgerðum yfirvalda í Namibíu.Klippa: Íslenskur skipstjóri Heineste handtekinn í Namibíu - Viðtal við Björgólf Jóhannsson „Þetta er reyndar ekki mál sem er í sjálfu sér á vegum Samherja. Þetta er namibískt félag sem Arngrímur er að starfa hjá,“ segir Björgólfur. Það sé þó þannig að hann sé skipstjóri á skipinu Heinaste sem er í eigu félags sem Samherji er stór hluthafi í. „Það voru ásakanir um að hann hefði farið inn fyrir línu. Ég veit ekki annað en að hann mótmæli því. Arngrímur mun örugglega svara fyrir þetta. Ég hef þekkt hann í langan tíma og hann mun svara fyrir þetta þegar hann verður og kemst til landsins,“ segir Björgólfur. Dómari lagði hald á vegabréf Arngríms og krafðist þess að hann gæfi sig fram við lögreglu á þriggja vikna fresti. Fram kom í namibískum miðlum í morgun að lögmaður Arngríms hefði krafist afhendingar vegabréfsins svo hann gæti farið til Íslands og sinnt veikindum í fjölskyldu sinni.Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri, og Björgólfur Jóhannsson, nýskipaður forstjóri Samherja.Björgólfur segir að vel sé haldið utan um Arngrím í Namibíu, hann sé laus úr varðhaldi og muni svara fyrir sig. Fréttastofa náði tali af Arngrími í morgun en hann vildi ekkert ræða málið. Nokkuð er síðan hið meinta brot hafi átt sér stað, að sögn Björgólfs. Hann þekki málið þó ekki í þaula.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Innlent Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi Innlent Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Innlent Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Innlent Fleiri fréttir „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Stefnir enn í hríðarveður á Austfjörðum á kjördag Erfiðara að manna í frístund í austurhluta borgarinnar „Talandi um að skila ekki til samfélagsins“ Ný kosningaspá: Sjö flokkar sem næðu inn manni Svona gullhnullungar finnast hvergi lengur nema í Grænlandi „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Sjá meira
Íslenskur skipstjóri handtekinn í Namibíu Arngrímur Brynjólfsson, íslenskur skipstjóri sem siglt hefur skipum fyrir Samherja um árabil, er í varðhaldi í Namibíu ásamt rússneskum skipstjóra. Báðir eru sakaðir um ólöglegar veiðar undan ströndum Namibíu. 21. nóvember 2019 10:37