Rúðubrot skyggði á pallbílakynningu Tesla Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. nóvember 2019 06:56 Elon Musk drekkur í sig fagnaðarlætin eftir að Cybertruck var afhjúpaður. Getty/ FREDERIC J. BROWN Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins, þar sem óvenjulegt útlit hans og vandræðalegt rúðubrot þykja hafa stolið senunni. Bíllinn ber heitið Cybertruck, er rafdrifinn og klæddur með ryðfríu stáli. „Líkist helst brynvörðum framtíðarbíl,“ eins og greinandi Guardian kemst að orði. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði.Elon Musk's one more thing at the Tesla #Cybertruck event...an ATV pic.twitter.com/3fP245mZSr— Mashable (@mashable) November 22, 2019 „Við þurfum endurnýjanlega orkugjafa núna,“ sagði Musk í gær. „Þrír mest seldu bílar í Bandaríkjunum eru pallbílar og til þess að koma endurnýjanlegri orku á koppinn þá þurfum við pallbíl.“ Ef marka má kynninguna í gær þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Musk áætlar að afhending bílanna geti farið fram árið 2021 en sérfræðingar taka þeirri tímasetningu með fyrirvara. Tesla hafi áður átt erfitt með að standa við loforð í þessum efnum.Cybertruck á ferð og flugi.TeslaKynningu gærkvöldsins verður þó án efa minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. „Guð minn fokking góður,“ sagði Musk. „Þetta þýðir víst bara að það sé svigrúm til bætinga.“ Samantekt tækniritsins The Verge af fundi gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um Cybertruck má nálgast á vef Tesla. Bílar Tesla Tengdar fréttir Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla, kynnti í gærkvöldi nýjan pallbíl fyrirtækisins, þar sem óvenjulegt útlit hans og vandræðalegt rúðubrot þykja hafa stolið senunni. Bíllinn ber heitið Cybertruck, er rafdrifinn og klæddur með ryðfríu stáli. „Líkist helst brynvörðum framtíðarbíl,“ eins og greinandi Guardian kemst að orði. Pallbílar eru mest seldu bílarnir í Norður-Ameríku og er Cybertruck fyrsta tilraun Tesla til að hasla sér völl á þeim markaði.Elon Musk's one more thing at the Tesla #Cybertruck event...an ATV pic.twitter.com/3fP245mZSr— Mashable (@mashable) November 22, 2019 „Við þurfum endurnýjanlega orkugjafa núna,“ sagði Musk í gær. „Þrír mest seldu bílar í Bandaríkjunum eru pallbílar og til þess að koma endurnýjanlegri orku á koppinn þá þurfum við pallbíl.“ Ef marka má kynninguna í gær þá á ódýrasta útgáfa Cybertruck að vera sex sæta og um 6 sekúndur að ná 100 kílómetra hraða, með rúmlega 3,5 tonna dráttargetu og næstum 1600 kílóa burðargetu. Hann er afturhjóladrifinn og á að geta komist rúmlega 400 kílómetra á einni hleðslu. Ódýrasta útgáfan kostar frá 39,900 bandaríkjadölum, tæplega 5 milljónum króna á gengi dagsins í dag, og er forsalan þegar hafin. Musk áætlar að afhending bílanna geti farið fram árið 2021 en sérfræðingar taka þeirri tímasetningu með fyrirvara. Tesla hafi áður átt erfitt með að standa við loforð í þessum efnum.Cybertruck á ferð og flugi.TeslaKynningu gærkvöldsins verður þó án efa minnst fyrir heldur vandræðlega tilraun til að sýna fram á höggþol bílsins. Eftir að hafa barið hurð hans með sleggju, án þess að nokkuð sæist á henni, var komið að rúðum bílsins. Aðstoðarmaður Musk gerði sér lítið fyrir og braut báðar rúðurnar sem hann prófaði, eftir yfirlýsingar um að þær væru óbrjótanlegar. „Guð minn fokking góður,“ sagði Musk. „Þetta þýðir víst bara að það sé svigrúm til bætinga.“ Samantekt tækniritsins The Verge af fundi gærkvöldsins má sjá hér að neðan. Nánari upplýsingar um Cybertruck má nálgast á vef Tesla.
Bílar Tesla Tengdar fréttir Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Tesla kynnir pallbíl Elon Musk, framkvæmdastjóri bandaríksa rafbílaframleiðandas Tesla hefur sagt að pallbíll verði kynntur 21. nóvember næstkomandi. Pallbíllinn hefur fengið vinnuheitið Cybertruck. 7. nóvember 2019 14:00