Jólavættir allt um kring Elín Albertsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 11:00 Valgeir og Ásta taka á móti aðventunni með mikilli gleði. Hún klæðist kjól frá ömmu sinni og hann er með biskupstrefil um hálsinn. Þau lifa sig inn í þjóðsögurnar með gestum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður hafa fallið fyrir þjóðmenningarsögu Íslendinga og tengja hana ýmsum vættum, siðum og venjum. Þessa dagana leggjast þau yfir gamla jólasiði með gestum sínum. Ásta Kristrún og Valgeir byrjuðu á þjóðmenningarstundum á heimili sínu í Reykjavík en eftir að þau fluttu til Eyrarbakka hafa þau gengið alla leið í því að rifja upp kynjaverur og vætti úr íslenskum þjóðsögum. „Þegar við Valgeir hófum að bjóða árstíðatengdar menningarstundir eins og rökkur-aðventu og nýársdagskrár varð bók Árna Björnssonar, Saga daganna, eins konar biblía fyrir okkur. Þegar við tölum um hefðir á þessum árstíma sem tengjast aðvenunni og nýju ári leika rökkrið og kuldinn stór hlutverk," upplýsir Ásta. „Árstíðirnar búa allar yfir sértækum siðum og venjum sem byggja að stórum hluta á náttúrunni og gangi himintunglanna. Við getum til dæmis farið langt aftur í aldir til að forvitnast og fræðast um jólahefðir, jafnt í öðrum heimsálfum sem hér heima á Íslandi. Áhrif trúarbragða bæði í öðrum löndum og hjá okkur á tímum heiðni og ásatrúar er fróðlegur kafli að skyggnast inn í,“ bætir Ásta við en þau hjónin hafa unnið með Húsinu, Byggðasafni Árnesinga, Eyrarbakkakirkju og Rauða húsinu. Þau fá hópa í heimsókn, jafnt Íslendinga sem erlenda ferðamenn.Hér er mynd af Ólöfu Árnadóttur sem nú er látin að virða fyrir sér jólatré frá æskuheimili sínu, Oddgeirshólum í Flóa. Myndin er tekin í Hrunakirkju en móðir Ólafar, Elín Briem Steindórsdóttir húsfreyja, gaf safninu tréð.Elsta jólatréð„Undirbúningur og gerð þessara stunda hafa skilað sér í aukinni þekkingu á þjóðfræði. Við vissum til að mynda ekki að hugsanlega megi rekja tilurð jólatrjáa til Skilningstrésins úr Biblíunni og að hið sígræna eðli barrtrjáa framkallaði dulúð sem leiddi til ákveðins heilagleika þeirra. Við vissum heldur ekki hvað jólatréshefðin er samt ung. Til að byrja með var það aðeins fyrirfólk í útlöndum sem kom slíkum djásnum fyrir á heimilum sínum. Á Íslandi var fátt um barrtré og þegar hefðin hófst í þéttbýli voru það gervitré sem hófu innreið sína inn á heimilin. Til sveita var erfitt um vik að kaupa slíkan munað og þá hófst jólatrjáasmíðin. Upphár lurkur var þá jafnan tálgaður og í hann gerð göt sem prik eða greinar voru sett í og þar sem lyng var að finna var það tekið til að auka á trjástemminguna,“ útskýrir Ásta en árlega er haldin jólatréssýning Hússins á Eyrarbakka þar sem er jólatré sem talið er vera það elsta á landinu. Jólasveinarnir hafa líka verið þeim hjónum hugleikin. Sérstaklega eftir að þau áttuðu sig á því að þeir væru mun fleiri en talið var. Þeir voru eitt sinn jólasveinar einn og átta en síðan þrettán þegar við teljum fram til jóla. Árni Björnsson telur hæglega eina sjötíu og þá er ljóst að þeir sem eru hvað mest hrollvekjandi hafa lotið í lægra haldi í þjóðarsáttinni um hina þrettán sem við meðtökum sem haldbæra fulltrúa. Lungnaslettir er einna óhugnanlegastur af þeim sem voru látnir víkja og svo er Faldafeykir auðvitað engan veginn við hæfi á tímum MeToo-byltingarinnar,“ segir Ásta.Jólaskrautið er gamalt og virðulegt.Fangar í jólasveinavinnuSvo skemmtilega vill til að með stuðningi Árborgar ætla Eyrbekkingar að lífga við 15-20 jólasveina eða vætti með því að birta nöfn þeirra á jafnmörgum ljósastaurum í þorpinu. „Fangelsið verður okkar jólasveinaverkstæði og þar verða trjáskilti smíðuð og í þau greipt nöfn sem verða fyrir valinu í fyrstu umferð. Sveinkana munum við setja á heimasíður samstarfsaðila Bakkastofu í þorpinu og segja frá hvaða hlutverkum þessir skelfandi jólasveinar gegndu til að hafa hemil á landanum í myrkri fyrr á tímum,“ segir Ásta en verkefnið er afar áhugavert og ætti að draga Íslendinga í bíltúr til að skoða djásnin.Jólatré í stofu stendur og bíður hátíðarinnar og allra vættana sem svífa í kring.Álfar og huldufólkÁsta og Valgeir eru með rökkur- og aðventudagskrá í Bakkastofu og ætla að halda áfram yfir nýárið þegar álfar og huldufólkið taka við. „Þá erum við ekki að tala um einhverja búra heldur verur sem líkjast fríðu og tígulegu mannfólki og býr í klettum, hólum og steinum. Birtingarmynd og hegðan þeirra er önnur en okkar. Til dæmis eru þessar verur ekki sýnilegar nema sumum eða þegar þær kjósa að láta sjá sig. Öll þjóðtrú býr þó yfir markmiðum því eins og við þekkjum þá reynast álfar og huldufólk vel þeim sem veita þeim aðstoð en vinna mein þeim sem híbýlum þeirra raska. Búseta þeirra er sjálf náttúran og til varnar henni er okkur innrætt að skaða hana ekki því ella getum við kallað yfir okkur alls kyns ógæfu. Hér er því skýrt náttúruverndarsjónarmið fólgið í trú okkar á álfa- og huldufólk,“ segir Ásta en nánar má skoða dagskrá á heimasíðu Bakkastofu. Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Góð bók og nart Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól
Ásta Kristrún Ragnarsdóttir og Valgeir Guðjónsson tónlistarmaður hafa fallið fyrir þjóðmenningarsögu Íslendinga og tengja hana ýmsum vættum, siðum og venjum. Þessa dagana leggjast þau yfir gamla jólasiði með gestum sínum. Ásta Kristrún og Valgeir byrjuðu á þjóðmenningarstundum á heimili sínu í Reykjavík en eftir að þau fluttu til Eyrarbakka hafa þau gengið alla leið í því að rifja upp kynjaverur og vætti úr íslenskum þjóðsögum. „Þegar við Valgeir hófum að bjóða árstíðatengdar menningarstundir eins og rökkur-aðventu og nýársdagskrár varð bók Árna Björnssonar, Saga daganna, eins konar biblía fyrir okkur. Þegar við tölum um hefðir á þessum árstíma sem tengjast aðvenunni og nýju ári leika rökkrið og kuldinn stór hlutverk," upplýsir Ásta. „Árstíðirnar búa allar yfir sértækum siðum og venjum sem byggja að stórum hluta á náttúrunni og gangi himintunglanna. Við getum til dæmis farið langt aftur í aldir til að forvitnast og fræðast um jólahefðir, jafnt í öðrum heimsálfum sem hér heima á Íslandi. Áhrif trúarbragða bæði í öðrum löndum og hjá okkur á tímum heiðni og ásatrúar er fróðlegur kafli að skyggnast inn í,“ bætir Ásta við en þau hjónin hafa unnið með Húsinu, Byggðasafni Árnesinga, Eyrarbakkakirkju og Rauða húsinu. Þau fá hópa í heimsókn, jafnt Íslendinga sem erlenda ferðamenn.Hér er mynd af Ólöfu Árnadóttur sem nú er látin að virða fyrir sér jólatré frá æskuheimili sínu, Oddgeirshólum í Flóa. Myndin er tekin í Hrunakirkju en móðir Ólafar, Elín Briem Steindórsdóttir húsfreyja, gaf safninu tréð.Elsta jólatréð„Undirbúningur og gerð þessara stunda hafa skilað sér í aukinni þekkingu á þjóðfræði. Við vissum til að mynda ekki að hugsanlega megi rekja tilurð jólatrjáa til Skilningstrésins úr Biblíunni og að hið sígræna eðli barrtrjáa framkallaði dulúð sem leiddi til ákveðins heilagleika þeirra. Við vissum heldur ekki hvað jólatréshefðin er samt ung. Til að byrja með var það aðeins fyrirfólk í útlöndum sem kom slíkum djásnum fyrir á heimilum sínum. Á Íslandi var fátt um barrtré og þegar hefðin hófst í þéttbýli voru það gervitré sem hófu innreið sína inn á heimilin. Til sveita var erfitt um vik að kaupa slíkan munað og þá hófst jólatrjáasmíðin. Upphár lurkur var þá jafnan tálgaður og í hann gerð göt sem prik eða greinar voru sett í og þar sem lyng var að finna var það tekið til að auka á trjástemminguna,“ útskýrir Ásta en árlega er haldin jólatréssýning Hússins á Eyrarbakka þar sem er jólatré sem talið er vera það elsta á landinu. Jólasveinarnir hafa líka verið þeim hjónum hugleikin. Sérstaklega eftir að þau áttuðu sig á því að þeir væru mun fleiri en talið var. Þeir voru eitt sinn jólasveinar einn og átta en síðan þrettán þegar við teljum fram til jóla. Árni Björnsson telur hæglega eina sjötíu og þá er ljóst að þeir sem eru hvað mest hrollvekjandi hafa lotið í lægra haldi í þjóðarsáttinni um hina þrettán sem við meðtökum sem haldbæra fulltrúa. Lungnaslettir er einna óhugnanlegastur af þeim sem voru látnir víkja og svo er Faldafeykir auðvitað engan veginn við hæfi á tímum MeToo-byltingarinnar,“ segir Ásta.Jólaskrautið er gamalt og virðulegt.Fangar í jólasveinavinnuSvo skemmtilega vill til að með stuðningi Árborgar ætla Eyrbekkingar að lífga við 15-20 jólasveina eða vætti með því að birta nöfn þeirra á jafnmörgum ljósastaurum í þorpinu. „Fangelsið verður okkar jólasveinaverkstæði og þar verða trjáskilti smíðuð og í þau greipt nöfn sem verða fyrir valinu í fyrstu umferð. Sveinkana munum við setja á heimasíður samstarfsaðila Bakkastofu í þorpinu og segja frá hvaða hlutverkum þessir skelfandi jólasveinar gegndu til að hafa hemil á landanum í myrkri fyrr á tímum,“ segir Ásta en verkefnið er afar áhugavert og ætti að draga Íslendinga í bíltúr til að skoða djásnin.Jólatré í stofu stendur og bíður hátíðarinnar og allra vættana sem svífa í kring.Álfar og huldufólkÁsta og Valgeir eru með rökkur- og aðventudagskrá í Bakkastofu og ætla að halda áfram yfir nýárið þegar álfar og huldufólkið taka við. „Þá erum við ekki að tala um einhverja búra heldur verur sem líkjast fríðu og tígulegu mannfólki og býr í klettum, hólum og steinum. Birtingarmynd og hegðan þeirra er önnur en okkar. Til dæmis eru þessar verur ekki sýnilegar nema sumum eða þegar þær kjósa að láta sjá sig. Öll þjóðtrú býr þó yfir markmiðum því eins og við þekkjum þá reynast álfar og huldufólk vel þeim sem veita þeim aðstoð en vinna mein þeim sem híbýlum þeirra raska. Búseta þeirra er sjálf náttúran og til varnar henni er okkur innrætt að skaða hana ekki því ella getum við kallað yfir okkur alls kyns ógæfu. Hér er því skýrt náttúruverndarsjónarmið fólgið í trú okkar á álfa- og huldufólk,“ segir Ásta en nánar má skoða dagskrá á heimasíðu Bakkastofu.
Birtist í Fréttablaðinu Jólaskraut Mest lesið Góð bók og nart Jól Hreindýraundirföt eiginmannsins gleðja Jól Allir voru velkomnir í Tryggvaskála Jól Rotaður í fjósi á jólanótt! Jól Svona gerirðu graflax Jól Stöðumælavörður sektaði jólasvein Jól Gerðu mikið úr aðventunni Jól Marsipan-nougat smákökur Jól Hrærður yfir viðtökunum Jól Jólasveinninn gefur gjafirnar Jól