Glæpasamtök verða að hryðjuverkasamtökum: Mexíkóum líst ekki á ætlanir Trump og segja Bandaríkjamenn hræsnara Samúel Karl Ólason skrifar 29. nóvember 2019 09:45 Frá Culiacan í síðasta mánuði, þar sem glæpamenn gengu berserksgang. Vísir/EPA Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill og ætlar sér að skilgreina stærstu glæpasamtök Mexíkó sem hryðjuverkasamtök. Þó þessi samtök og meðlimir þeirra eigi það án efa skilið að vera skilgreind á þann máta fyrir ýmis ódæði og fjöldamorð, hafa yfirvöld í Mexíkó mótmælt ætlunum bandaríska forsetans og óttast að samband ríkjanna muni versna til muna. Almennir borgarar hafa einnig líst áhyggjum af mögulegri innrás bandarískra hermanna eða að Bandaríkin fari að varpa sprengjum úr lofti á Mexíkó, þó telja megi verulega ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Að miklu leyti má rekja þessa viðleitni til morða á níu konum og börnum í Mexíkó í byrjun mánaðarins. Allir hinir látnu voru bandarískir ríkisborgarar. Fjölskylda fórnarlambanna hefur hvatt forsetann til að grípa til þess að skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Sú viðleitni hefur ekki fallið í kramið í Mexíkó og hafa fjölmargir íbúar krafist þess á samfélagsmiðlum að fjölskyldunni verði vísað úr landi. Meðlimir fjölskyldunnar segjast þó ekki vera að kalla eftir innrás í Mexíkó, heldur aukinni samvinnu á milli ríkjanna tveggja. Ekki eingöngu til að stöðva flutning fíkniefna til norðurs, heldur til þess að stöðva flæði skotvopna til suðurs og draga úr eftirspurn fíkniefna í Bandaríkjunum.No abogamos por “invasion,” ya estamos invadidos por Carteles Terroristas en territorio Mexicano... EXIGIMOS Coordinacion REAL entre ambos paises!... ambos paises son responsables del trafico de drogas, armas, dinero, y consumo en ascenso. https://t.co/WZi5RawXpu — LeBaron (@AlexLebaron1) November 27, 2019 Trump sagði í viðtali í vikunni að hann hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir síðustu þrjá mánuði. Þar að auki sagðist hann hafa gert Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó, það ljóst að Bandaríkin væru tilbúin í aðgerðir gegn glæpasamtökum innan landamæra Mexíkó. Hingað til hefði Obrador sett sig upp á móti því. Trump sagði einnig að hundrað þúsund Bandaríkjamenn létu lífið á ári hverju vegna þessara samtaka. „Á einhverjum tímapunkti verður þó að gera eitthvað,“ sagði Trump í viðtalinu. Þáttastjórnandinn spurði Trump sérstaklega út í möguleikann á því að gera árásir á glæpasamtökin með drónum en forsetinn svaraði því ekki með beinum hætti.Það er utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem heldur utan um lista yfirvalda yfir hryðjuverkasamtök. Verði glæpasamtökunum bætt við þann lista munu meðlimir samtakanna ekki geta ferðast til Bandaríkjanna. Bankar og aðrar fjármálastofnanir mega ekki eiga í viðskiptum við þá og bandarískir ríkisborgarar sem veita hryðjuverkasamtökum stuðning verða ákærðir. Þar að auki myndi það gera öryggissveitum Bandaríkjanna kleift að berjast af mun meiri hörku gegn meðlimum samtakanna.Máttur glæpasamtaka augljós Máttur glæpasamtakanna kom bersýnilega í ljós í síðasta mánuði þegar þungvopnaðir glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna og hermenn til að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi. Eftir að Guzman var handtekinn ríkti algjör óreiða á götum Culiacan þar sem glæpamenn réðust á öryggissveitir og brenndu bíla, svo eitthvað sé nefnt.Sjá einnig: Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El ChapoÞá umkringdu þeir og sátu um þá sem handtekið höfðu Guzman þar til honum var sleppt. Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýndu meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tóku við stjórnartaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman, var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig: Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökumVill grafa undan stoðum glæpa Obrador segist tilbúinn til samvinnu með Bandaríkjunum en hann þvertók þó fyrir inngrip Bandaríska hersins í Mexíkó. Hann var að miklu leyti kjörinn á grundvelli loforða um að bæta öryggi í Mexíkó. Obrador vill þó ekki eiga í endalausum átökum við þessi stóru glæpasamtök og þess í stað vill hann bæta úr fátækt og spillingu. Það muni á endanum vinna verulega gegn glæpasamtökum. Obrador sagði í fyrradag að íbúar Mexíkó þyrftu ekki að óttast komu bandarískra hermanna til landsins og að utanríkisráðherra Mexíkó myndi ræða málið við yfirvöld Bandaríkjanna eftir helgina. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra, segist þó þegar hafa haft samband við ríkisstjórn Trump og ítrekað fyrir þeim fullveldi Mexíkó, samkvæmt frétt BBC.Auk þess að óttast mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Mexíkó, óttast yfirvöld ríkisins, eins og áður hefur komið fram, að samband ríkjanna verði eins og það var á níunda áratug síðustu aldar. Þá beittu Bandaríkin yfirvöld í Mexíkó miklum og sífelldum þrýstingi til að fá þá til að berjast af meiri krafti gegn flutningi fíkniefna til Bandaríkjanna. Mexíkóum var sífellt hótað refsiaðgerðum og stöðvun fjárhagslegrar aðstoðar.Samkvæmt frétt NPR óttast sérfræðingar einnig að slík skilgreining gæti komið verulega niður á fjárfestingu í Mexíkó og þá sérstaklega á svæðum sem umrædda glæpasamtök stjórna í rauninni.Þessi umræða Trump hefur þegar komið niður á sambandi Mexíkó og Bandaríkjanna, sem var ekki upp á marga fiska fyrir. Trump hefur ítrekað gagnrýnt Mexíkó harðlega, meðal annars með þeirri innihaldslausu yfirlýsingu að yfirvöld landsins sendu glæpamenn eins og nauðgara til Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er vill hann einnig byggja múr á landamærum ríkjanna og sagðist hann á sínum tíma ætla að þvinga Mexíkó til að greiða fyrir smíðina. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað yfir ætlunum Obrador í baráttunni gegn glæpum og sakað hann um linkind. Þá hafa þeir hvatt Trump til að grípa til aðgerða í Mexíkó. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir þessi ummæli Trump og bandamanna hans ekki eingöngu snúast um fíkniefni. Markmiðið sé að koma slæmri mynd á Mexíkó.Þannig mætti herða aðgerðir frekar gegn innflytjendum og réttlæta byggingu múrsins, svo eitthvað sé nefnt.Segja Bandaríkjamenn hræsnara Það er þó hæpið að líta á uppgang glæpasamtaka í Mexíkó sem vandamál Mexíkó og engra annarra. Mest af þeim fíkniefnum sem þessi samtök selja, selja þau í Bandaríkjunum og þau vopn sem samtökin kaupa fyrir meðlimi sína, koma að mestu þaðan einnig og um hágæðavopn er að ræða. Peningar og vopn samtakanna koma frá Bandaríkjunum. Í sumar komust yfirvöld Bandaríkjanna og Mexíkó að samkomulagi um að reyna að koma hömlum á flutning skotvopna yfir landamærin. Þá hafði orðið gífurleg aukning í uppgötvun sendinga skotvopna til Mexíkó, eða um 122 prósent á milli ára. Í samtali við Vox segir Jana nelson, sem sérhæfir sig í málefnum Mexíkó, að margir Mexíkóar telji rætur glæpavanda landsins liggja í Bandaríkjunum.Blaðamaður CNN vísar til dæmis í bókina „The State and Security in Mexico“ þar sem rifjað er upp samtal Gustavo Díaz Ordaz, forseta Mexíkó á árunum 1964 til 1970, og Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.Samkvæmt bókinni kvartaði Johnson til Ordaz yfir því að viðleitni yfirvalda Mexíkó til að stöðva flutning fíkniefna til Bandaríkjanna væri eins og „trampólín“. Á spænsku þýðir það orð „stökkbretti“ og Ordaz svaraði á þá leið að Johnson ætti bara að loka sundlauginni sinni. Þá væri engin þörf á stökkbrettinu. Það er skoðun margra Mexíkóa að ásakanir Bandaríkjamanna vegna glæpaöldunnar þar í landi sé hræsni. Hún sé að mestu leyti Bandaríkjamönnum að kenna. Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill og ætlar sér að skilgreina stærstu glæpasamtök Mexíkó sem hryðjuverkasamtök. Þó þessi samtök og meðlimir þeirra eigi það án efa skilið að vera skilgreind á þann máta fyrir ýmis ódæði og fjöldamorð, hafa yfirvöld í Mexíkó mótmælt ætlunum bandaríska forsetans og óttast að samband ríkjanna muni versna til muna. Almennir borgarar hafa einnig líst áhyggjum af mögulegri innrás bandarískra hermanna eða að Bandaríkin fari að varpa sprengjum úr lofti á Mexíkó, þó telja megi verulega ólíklegt að sú verði niðurstaðan. Að miklu leyti má rekja þessa viðleitni til morða á níu konum og börnum í Mexíkó í byrjun mánaðarins. Allir hinir látnu voru bandarískir ríkisborgarar. Fjölskylda fórnarlambanna hefur hvatt forsetann til að grípa til þess að skilgreina samtökin sem hryðjuverkasamtök. Sú viðleitni hefur ekki fallið í kramið í Mexíkó og hafa fjölmargir íbúar krafist þess á samfélagsmiðlum að fjölskyldunni verði vísað úr landi. Meðlimir fjölskyldunnar segjast þó ekki vera að kalla eftir innrás í Mexíkó, heldur aukinni samvinnu á milli ríkjanna tveggja. Ekki eingöngu til að stöðva flutning fíkniefna til norðurs, heldur til þess að stöðva flæði skotvopna til suðurs og draga úr eftirspurn fíkniefna í Bandaríkjunum.No abogamos por “invasion,” ya estamos invadidos por Carteles Terroristas en territorio Mexicano... EXIGIMOS Coordinacion REAL entre ambos paises!... ambos paises son responsables del trafico de drogas, armas, dinero, y consumo en ascenso. https://t.co/WZi5RawXpu — LeBaron (@AlexLebaron1) November 27, 2019 Trump sagði í viðtali í vikunni að hann hafi verið að undirbúa þessar aðgerðir síðustu þrjá mánuði. Þar að auki sagðist hann hafa gert Andrés Manuel López Obrador, forseta Mexíkó, það ljóst að Bandaríkin væru tilbúin í aðgerðir gegn glæpasamtökum innan landamæra Mexíkó. Hingað til hefði Obrador sett sig upp á móti því. Trump sagði einnig að hundrað þúsund Bandaríkjamenn létu lífið á ári hverju vegna þessara samtaka. „Á einhverjum tímapunkti verður þó að gera eitthvað,“ sagði Trump í viðtalinu. Þáttastjórnandinn spurði Trump sérstaklega út í möguleikann á því að gera árásir á glæpasamtökin með drónum en forsetinn svaraði því ekki með beinum hætti.Það er utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sem heldur utan um lista yfirvalda yfir hryðjuverkasamtök. Verði glæpasamtökunum bætt við þann lista munu meðlimir samtakanna ekki geta ferðast til Bandaríkjanna. Bankar og aðrar fjármálastofnanir mega ekki eiga í viðskiptum við þá og bandarískir ríkisborgarar sem veita hryðjuverkasamtökum stuðning verða ákærðir. Þar að auki myndi það gera öryggissveitum Bandaríkjanna kleift að berjast af mun meiri hörku gegn meðlimum samtakanna.Máttur glæpasamtaka augljós Máttur glæpasamtakanna kom bersýnilega í ljós í síðasta mánuði þegar þungvopnaðir glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna og hermenn til að sleppa Ovidio Guzman, syni El Chapo, úr haldi. Eftir að Guzman var handtekinn ríkti algjör óreiða á götum Culiacan þar sem glæpamenn réðust á öryggissveitir og brenndu bíla, svo eitthvað sé nefnt.Sjá einnig: Glæpamenn þvinguðu lögregluþjóna til að sleppa syni El ChapoÞá umkringdu þeir og sátu um þá sem handtekið höfðu Guzman þar til honum var sleppt. Myndbönd sem birt voru á samfélagsmiðlum sýndu meðal annars glæpamenn sem umkringt höfðu hóp hermanna, sem virtust hafa gefist upp. Annað myndband sýndi glæpamann á baki brynvarins pallbíls með stóra vélbyssu. Um niðurlægjandi ósigur fyrir ríkisstjórn Mexíkó er að ræða. Ovidio Guzman stýrir hluta Sinaloa-glæpasamtakanna ásamt eldri bróður sínum Ivan Archivaldo Guzman Salazar. Þeir tóku við stjórnartaumunum eftir að faðir þeirra, Joaquin „El Chapo” Guzman, var framseldur til Bandaríkjanna árið 2017. Hann hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi.Sjá einnig: Árásin þykir til marks um vanmátt yfirvalda gagnvart glæpasamtökumVill grafa undan stoðum glæpa Obrador segist tilbúinn til samvinnu með Bandaríkjunum en hann þvertók þó fyrir inngrip Bandaríska hersins í Mexíkó. Hann var að miklu leyti kjörinn á grundvelli loforða um að bæta öryggi í Mexíkó. Obrador vill þó ekki eiga í endalausum átökum við þessi stóru glæpasamtök og þess í stað vill hann bæta úr fátækt og spillingu. Það muni á endanum vinna verulega gegn glæpasamtökum. Obrador sagði í fyrradag að íbúar Mexíkó þyrftu ekki að óttast komu bandarískra hermanna til landsins og að utanríkisráðherra Mexíkó myndi ræða málið við yfirvöld Bandaríkjanna eftir helgina. Marcelo Ebrard, utanríkisráðherra, segist þó þegar hafa haft samband við ríkisstjórn Trump og ítrekað fyrir þeim fullveldi Mexíkó, samkvæmt frétt BBC.Auk þess að óttast mögulegar hernaðaraðgerðir Bandaríkjanna í Mexíkó, óttast yfirvöld ríkisins, eins og áður hefur komið fram, að samband ríkjanna verði eins og það var á níunda áratug síðustu aldar. Þá beittu Bandaríkin yfirvöld í Mexíkó miklum og sífelldum þrýstingi til að fá þá til að berjast af meiri krafti gegn flutningi fíkniefna til Bandaríkjanna. Mexíkóum var sífellt hótað refsiaðgerðum og stöðvun fjárhagslegrar aðstoðar.Samkvæmt frétt NPR óttast sérfræðingar einnig að slík skilgreining gæti komið verulega niður á fjárfestingu í Mexíkó og þá sérstaklega á svæðum sem umrædda glæpasamtök stjórna í rauninni.Þessi umræða Trump hefur þegar komið niður á sambandi Mexíkó og Bandaríkjanna, sem var ekki upp á marga fiska fyrir. Trump hefur ítrekað gagnrýnt Mexíkó harðlega, meðal annars með þeirri innihaldslausu yfirlýsingu að yfirvöld landsins sendu glæpamenn eins og nauðgara til Bandaríkjanna. Eins og kunnugt er vill hann einnig byggja múr á landamærum ríkjanna og sagðist hann á sínum tíma ætla að þvinga Mexíkó til að greiða fyrir smíðina. Íhaldsmenn í Bandaríkjunum hafa kvartað yfir ætlunum Obrador í baráttunni gegn glæpum og sakað hann um linkind. Þá hafa þeir hvatt Trump til að grípa til aðgerða í Mexíkó. Sérfræðingur sem AP ræddi við segir þessi ummæli Trump og bandamanna hans ekki eingöngu snúast um fíkniefni. Markmiðið sé að koma slæmri mynd á Mexíkó.Þannig mætti herða aðgerðir frekar gegn innflytjendum og réttlæta byggingu múrsins, svo eitthvað sé nefnt.Segja Bandaríkjamenn hræsnara Það er þó hæpið að líta á uppgang glæpasamtaka í Mexíkó sem vandamál Mexíkó og engra annarra. Mest af þeim fíkniefnum sem þessi samtök selja, selja þau í Bandaríkjunum og þau vopn sem samtökin kaupa fyrir meðlimi sína, koma að mestu þaðan einnig og um hágæðavopn er að ræða. Peningar og vopn samtakanna koma frá Bandaríkjunum. Í sumar komust yfirvöld Bandaríkjanna og Mexíkó að samkomulagi um að reyna að koma hömlum á flutning skotvopna yfir landamærin. Þá hafði orðið gífurleg aukning í uppgötvun sendinga skotvopna til Mexíkó, eða um 122 prósent á milli ára. Í samtali við Vox segir Jana nelson, sem sérhæfir sig í málefnum Mexíkó, að margir Mexíkóar telji rætur glæpavanda landsins liggja í Bandaríkjunum.Blaðamaður CNN vísar til dæmis í bókina „The State and Security in Mexico“ þar sem rifjað er upp samtal Gustavo Díaz Ordaz, forseta Mexíkó á árunum 1964 til 1970, og Lyndon B. Johnson, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.Samkvæmt bókinni kvartaði Johnson til Ordaz yfir því að viðleitni yfirvalda Mexíkó til að stöðva flutning fíkniefna til Bandaríkjanna væri eins og „trampólín“. Á spænsku þýðir það orð „stökkbretti“ og Ordaz svaraði á þá leið að Johnson ætti bara að loka sundlauginni sinni. Þá væri engin þörf á stökkbrettinu. Það er skoðun margra Mexíkóa að ásakanir Bandaríkjamanna vegna glæpaöldunnar þar í landi sé hræsni. Hún sé að mestu leyti Bandaríkjamönnum að kenna.
Bandaríkin Mexíkó Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira