Gert ráð fyrir halla á fjárlögum í fyrsta skipti í sjö ár Heimir Már Pétursson skrifar 12. nóvember 2019 13:00 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, og Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar. vísir/vilhelm Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson. Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að fjárlög fyrir næsta ár verði afgreidd með tæplega tíu milljarða króna halla. Það yrði í fyrsta skipti í sjö ár fjárlagafrumvarp yrði afgreitt án afgangs. Önnur umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefst á Alþingi eftir hádegi og munu talsmenn einstakra álita fá klukkustund hver til að fara yfir álit sín. Í áliti meirihluta fjárlaganefndar er gert ráð fyrir að 9,7 milljaðra halli verði á fjárlögum næsta árs en fjárlagafrumvarp hefur ekki verið afgreitt með halla undanfarin sjö ár. Willum Þór Þórsson, formaður fjárlaganefndar, segir ríkissjóð taka á sig þann skell sem fylgi minni hagvexti. „Það má segja að ríkisfjármálastefnan sé hönnuð til lað veita viðspyrnu í hagkerfinu. Í hjaðnandi hagvexti kemur aðeins högg í tekjurnar. En ríkissjóður stendur sterkt og tekur þetta í raun og veru á sig,“ segir Willum. Samfylkingin kynnti breytingartillögur sínar á fjárlagafrumvarpinu í morgun um 20 milljarða útgjaldaauka sem flokkurinn segir fjármagnaðar. Logi Einarsson, formaður flokksins, segir ríkisstjórnina ekki hafa brugðist rétt við í uppsveiflunni undanfarin ár. „Já tíu milljarða halli í fyrsta skipti frá 2013. Við höfðum varað við þessu, að ríkisstjórnin sinnti ekki að afla tekna í uppganginum til að mæta þeim óhjákvæmilega halla sem yrði einhvern tíma,“ segir Logi. Willum Þór segir hins vegar að áætlanir muni standa þannig að hægt verði að halda uppi öflugri þjónustu og til að mynda mikilli uppbyggingu í vegaframkvæmdum. „Gleymum ekki því að það er spáð hóflegum hagvexti enn sem komið er á næsta ári. Þannig að það er allt útlit fyrir að við náum vopnum okkar tiltölulega hratt,“ segir Willum. Þannig verði enn greiddar niður skuldir upp á um 72 milljarða á næsta ári og skuldir séu nú þegar komnar langt undir viðmiðunarmörk. Samfylkingin gagnrýnir að gert sé ráð fyrir að tekjur af veiðigjaldi verði 2,1 milljarði lakari vegna rekstrarafkomu útgerðanna á síðasta ári en gjaldið er tengt afkomu. „Við viljum að þeir sem eru aflögufærir borgi og þeir njóti sem þurfa. Það þýðir í rauninni að 90 prósent þjóðarinnar verði varinn fyrir fjármagnstekjuskatti. En þau tíu prósent sem fá nánast allar fjármagnstekjur borgi hærra. Auðlegðarskattur mínus íbúð. Við tölum um að það sé auðvitað galið að veiðileyfagjöld hafa lækkað svo að þau standa ekki einu sinni undir rannsóknum og eftirliti með greininni sjálfri,“ segir Logi Einarsson.
Alþingi Efnahagsmál Fjárlagafrumvarp 2020 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Sjá meira