Namibíumenn móðguðust vegna íslenska lambakjötsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. nóvember 2019 09:55 Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Twitter/The Namibian Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt. Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Svo virðist sem að þáverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu, Bernhard Esau, og aðrir embættismenn hafi móðgast þegar þeir fengu íslenskt lambakjöt að borða í heimsókn sinni um borð í togara Samherja, Heinaste, í maí árið 2016. Þetta má lesa út úr tölvupósti Sharon Neumbo, stjórnarformanns Sinco Fishing sem starfað hefur með Samherja í Namibíu, til Jóhannesar Stefánssonar sem hún sendi þann 20. maí 2016. Jóhannes starfaði sem rekstrarstjóri Samherja í Namibíu en hefur nú ljóstrað upp um starfsemi félagsins í landinu og meint brot þess, meðal annars varðandi mútugreiðslur til namibískra embættismanna og skattaundanskot. Í tölvupósti Neumbo til Jóhannesar segir hún að þótt það hafi verið stolt stund fyrir Jóhannes og Íslendingana í áhöfn Heinaste að bjóða upp á íslenskt lamb þá hafi það ekki fallið í kramið hjá namibísku embættismönnunum þar sem það hafi gefið til kynna að það væru ekki nein namibísk matvæli um borð. „Í rauninni á Namibía nóg af lambi til þess að fæða alla þjóðina,“ segir í pósti Neumbo. Þá segir Neumbo að embættismennirnir hafi einnig skoðað áhafnarlista togarans og tekið eftir því að það hafi vantað namibíska áhafnarmenn í grunnstöður. Gerir Neumbo athugasemdir við þetta og segir að þarna séu útlendingar að óþörfu í störfum sem Namibíumenn geti sinnt.
Namibía Samherjaskjölin Tengdar fréttir Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15 Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41 Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Innlent Fleiri fréttir Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Sjá meira
Óttast ekki fangelsi Þorsteinn Már Baldvinsson leggur mikla áherslu á þá innri rannsókn sem Samherji hefur blásið til í tengslum við umfjöllun um starfsemi fyrirtækisins í Namibíu, sannleikurinn muni koma í ljósi. 14. nóvember 2019 16:15
Gunnar Bragi sakar RÚV um æsifréttamennsku Miðflokkurinn boðar nýjar hugmyndir um stuðning við miðla á markaði. 15. nóvember 2019 09:41
Segir erfið verkefni bíða sín sem forstjóri Samherja Stjórn Samherja óskaði eftir því að Björgólfur tæki starfið að sér á meðan Þorsteinn Már Baldvinsson stígur til hliðar sem forstjóri þar til helstu niðurstöður yfirstandandi innri rannsóknar á ætluðum brotum dótturfélags í Namibíu liggja fyrir. 14. nóvember 2019 18:30