Mikil fjölgun dauðsfalla heimilislausra Kristinn Haukur Guðnason skrifar 31. október 2019 07:30 Heimilislaus maður á götum Parísarborgar. Nordicphotos/Getty 612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum. Árið 2017 létust 511 og er þetta mesta fjölgun sem mælst hefur á milli ára. Hér er einungis um staðfest tilvik að ræða en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að tölurnar séu mun hærri. „Að eiga heimili er lífsnauðsynlegt,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við sjáum glögglega hvaða áhrif það hefur á fólk að búa á götunni, bæði andlega og líkamlega. Þegar fólk hefur búið lengi á götunni verður erfitt eða jafnvel ómögulegt að aðlagast venjulegu heimilishaldi að nýju.“ Samtökin hafa greint þessar tölur enn frekar. Um 30 prósent heimilislausra Frakka þjást af alkóhólisma eða fíkn og stór hluti þeirra af öðrum veikindum eða fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig mun hærri en hjá öðrum. Lífslíkur heimilislausra karla eru aðeins tæp 49 ár, á meðan heildarmeðaltalið í Frakklandi eru 82 ár. Karlar eru mikill meirihluti heimilislausra, 90 prósent. Á síðasta ári létust 13 heimilislaus börn. 50 prósent heimilislausra eru innflytjendur og 50 prósent deyja þegar annað fólk er nálægt en skiptir sér ekki af. Eitt af kosningaloforðum Emmanuel Macron fyrir forsetakosningarnar árið 2017 var að allir Frakkar fengju þak yfir höfuðið. Það hefur ekki enn gengið eftir en Morts de la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði verði nýtt, bæði neyðarskýli, skammtímahúsnæði og úrræði til lengri tíma. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira
612 heimilislausir Frakkar létust árið 2018 samkvæmt góðgerðarsamtökunum Morts de la Ruse, sem skrásett hafa dauðsföllin á undanförnum árum. Árið 2017 létust 511 og er þetta mesta fjölgun sem mælst hefur á milli ára. Hér er einungis um staðfest tilvik að ræða en heilbrigðisyfirvöld í Frakklandi telja að tölurnar séu mun hærri. „Að eiga heimili er lífsnauðsynlegt,“ segir í tilkynningu samtakanna. „Við sjáum glögglega hvaða áhrif það hefur á fólk að búa á götunni, bæði andlega og líkamlega. Þegar fólk hefur búið lengi á götunni verður erfitt eða jafnvel ómögulegt að aðlagast venjulegu heimilishaldi að nýju.“ Samtökin hafa greint þessar tölur enn frekar. Um 30 prósent heimilislausra Frakka þjást af alkóhólisma eða fíkn og stór hluti þeirra af öðrum veikindum eða fötlunum. Sjálfsvígstíðni er einnig mun hærri en hjá öðrum. Lífslíkur heimilislausra karla eru aðeins tæp 49 ár, á meðan heildarmeðaltalið í Frakklandi eru 82 ár. Karlar eru mikill meirihluti heimilislausra, 90 prósent. Á síðasta ári létust 13 heimilislaus börn. 50 prósent heimilislausra eru innflytjendur og 50 prósent deyja þegar annað fólk er nálægt en skiptir sér ekki af. Eitt af kosningaloforðum Emmanuel Macron fyrir forsetakosningarnar árið 2017 var að allir Frakkar fengju þak yfir höfuðið. Það hefur ekki enn gengið eftir en Morts de la Ruse beita sér fyrir að öll úrræði verði nýtt, bæði neyðarskýli, skammtímahúsnæði og úrræði til lengri tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Launmorð á götum New York Erlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Sjá meira