Maður finnur að fólk er virkilega óttaslegið Björn Þorfinnsson skrifar 21. október 2019 06:00 Loft er lævi blandið í Santiago, höfuðborg Chile. Nordic Photos/Getty Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín. Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Fordæmalausar óeirðir hafa staðið yfir í Santiago, höfuðborg Chile. Harpa Elín Haraldsdóttir hefur verið búsett í borginni í rúman áratug og segist upplifa þá einkennilegu tilfinningu að borgin hennar hafi breyst á einni nóttu. Um áratugaskeið hefur Chile verið stöðugasta ríki Suður-Ameríku. Á yfirborðinu hefur hagsældin verið mikil en undir niðri kraumar óánægja hins þögla meirihluta vegna spillingar og misskiptingar. Kveikjan að mótmælunum í Santiago var hækkun stjórnvalda á miðum í neðanjarðarlestakerfi borgarinnar. Miðinn hækkaði aðeins um 5 krónur á hverja ferð en það var þó nóg til þess að allt varð vitlaust í höfuðborginni. „Það er mikil stéttaskipting í Santiago. Það er ákveðinn hluti borgarbúa mjög efnaður og síðan er stór hluti borgarbúa sem nær varla endum saman. Þetta fólk býr oft á ódýrari svæðum lengra frá miðborginni og sækir vinnu eða skóla inn í borgina. Það treystir því mjög neðanjarðarlestakerfið. Þessi hækkun fór því mjög illa í fólk og varð til þess að mótmælin sprungu út. Fljótlega brutust út skelfilegar óeirðir,“ segir Harpa Elín.Harpa Elín HaraldsdóttirAð hennar sögn er farmiðahækkunin þó bara toppurinn á ísjakanum. „Maður upplifir gjá milli stjórnmálamanna og almennings. Undanfarið hafa einnig komið upp nokkur svæsin spillingamál meðal grunnstofnana ríkisins, til dæmis innan lögreglunnar og hersins, sem hefur reitt fólk til reiði. Eitt málið var leyst þannig að hinir seku voru látnir sitja siðfræðitíma sem fór ekki vel í fólk. Þessi mótmæli eiga sér því mjög langan aðdraganda,“ segir Harpa Elín. Að hennar sögn hafi stúdentar hafið mótmælin með því neita að borga hið hækkaða miðaverð og stökkva yfir gjaldahlið neðanjarðarstöðvanna. Síðan hafi þau breiðst hratt út og orðið að stjórnlausum óeirðum í borginni. Tugir neðanjarðarlestarstöðva hafa verið brenndar og um sextíu útibú verslunarkeðjunnar Lider, sem er í eigu Walmart, hafa orðið eldi að bráð. Forseti landsins, Sebastián Piñera, lýsti yfir neyðarástandi og dró síðan fargjaldahækkunina til baka. Þegar það dugði ekki til var tilkynnt um algjört útgöngubann í höfuðborginni. „Það bann var virt að vettugi af stórum hluta borgarbúa. Í hverfinu sem ég bý í safnaðist fólk út á svalir og út á götur til að berja í potta og pönnur. Þetta var friðsamlegt en mjög áhrifaríkt.“ Harpa Elín segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig ástandið muni þróast. „Neðanjarðarlestakerfið er lamað og þar með samgöngur í borginni allri. Skólar hafa verið felldir niður á morgun og í fréttum heyrir maður að mótmælin séu að breiðast út til annarra borga í landinu. Þetta er mjög einkennilegt ástand því þrátt fyrir friðsæld í mínu nærumhverfi þá finnur maður að fólk er virkilega óttaslegið,“ segir Harpa Elín.
Birtist í Fréttablaðinu Chile Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira