Hæfileikaríkur og vinsæll Sandra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar 24. október 2019 07:30 Mariano Di Vaio (t.v.) er andlit nýs herrailms frá Dolce & Gabbana. Hér sýnir hann föt frá þeim þegar herrastískan 2019 var kynnt. NORDICPHOTOS/GETTY Mariano di Vaio er tískubloggari, leikari, fyrirsæta og fatahönnuður. Hann er með flesta fylgjendur á Instagram af öllum karlkyns tískubloggurunum þar eða 6,1 milljón talsins. Mariano di Vaio er með sína eigin fatalínu og hefur einnig unnið með stórum nöfnum á borð við Hugo Boss og Maserati auk þess sem hann hefur skrifað bók um aðkomu sína að tískuiðnaðinum.Mariano Di Vaio er fjölhæfur og með fjölda fylgjenda á Instagram. NORDICPHOTOS/GETTYMariano di Vaio er þrítugur, fæddur á Ítalíu í maí árið 1989. Átján ára gamall flutti di Vaio til London og vann þar fyrir sér sem fyrirsæta í eitt ár. Eftir það hélt hann til New York að læra leiklist. Árið 2012 opnaði hann eigin tískubloggsíðu, www.mdvstyle.com, sem er í dag er eins konar veftímarit fyrir karlmenn. Þar skrifar hann um tísku, íþróttir, ferðalög, tónlist og kvikmyndir. Stíll di Vaio er frekar klassískur og hann notar gjarnan gæðaföt frá ítölskum hönnuðum. Hann setti nýlega á markað línu í gamaldags stíl sem hann segir minna á fatnaðinn í þáttunum Peaky Blinders sem gerast snemma á síðustu öld en þættirnir eru í miklu uppáhaldi hjá di Vaio. Sniðin í línunni er klassísk og fáguð. Hún inniheldur glæsilega klæðskerasniðna jakka úr þægilegum og hlýjum efnum. Fötin eru í hlutlausum litum, einlit eða með látlausu mynstri. Til að toppa útlitið eru sixpensararar nauðsyn að sögn di VaioMariano Di Vaio ásamt eiginkonu sinni, Eleonoru Brunacci. Di Vaio setur fjölskylduna í fyrsta sæti. NORDICPHOTOS/GETTYTískutímaritið GQ heiðraði di Vaio við verðlaunaafhendingu á manni ársins sem tímaritið velur árlega. Hann gerði einnig nýlega samning við Dolce&Gabbana og verður andlit nýja ilmsins K sem tískurisinn hefur nýlega sett á markað. Það er því nóg að gera hjá þessum athafnamanni en auk þess að sitja fyrir í auglýsingaherferð fyrir Dolce & Gabbana, hanna skartgripi, skó, föt og gleraugu og sinna leiklistinni eignaðist hann nýlega þriðja son sinn með eiginkonu sinni Eleonoru Brunacci. Hann talaði um það í nýlegu viðtali við GQ að fjölskyldan væri í fyrsta sæti hjá honum og hann vildi ekki missa af neinu í uppvexti barna sinna. En á sama tíma væri tilnefningin hjá GQ og samningurinn við Dolce & Gabbana tækifæri sem hann yrði að grípa. Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Samfélagsmiðlar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Mariano di Vaio er tískubloggari, leikari, fyrirsæta og fatahönnuður. Hann er með flesta fylgjendur á Instagram af öllum karlkyns tískubloggurunum þar eða 6,1 milljón talsins. Mariano di Vaio er með sína eigin fatalínu og hefur einnig unnið með stórum nöfnum á borð við Hugo Boss og Maserati auk þess sem hann hefur skrifað bók um aðkomu sína að tískuiðnaðinum.Mariano Di Vaio er fjölhæfur og með fjölda fylgjenda á Instagram. NORDICPHOTOS/GETTYMariano di Vaio er þrítugur, fæddur á Ítalíu í maí árið 1989. Átján ára gamall flutti di Vaio til London og vann þar fyrir sér sem fyrirsæta í eitt ár. Eftir það hélt hann til New York að læra leiklist. Árið 2012 opnaði hann eigin tískubloggsíðu, www.mdvstyle.com, sem er í dag er eins konar veftímarit fyrir karlmenn. Þar skrifar hann um tísku, íþróttir, ferðalög, tónlist og kvikmyndir. Stíll di Vaio er frekar klassískur og hann notar gjarnan gæðaföt frá ítölskum hönnuðum. Hann setti nýlega á markað línu í gamaldags stíl sem hann segir minna á fatnaðinn í þáttunum Peaky Blinders sem gerast snemma á síðustu öld en þættirnir eru í miklu uppáhaldi hjá di Vaio. Sniðin í línunni er klassísk og fáguð. Hún inniheldur glæsilega klæðskerasniðna jakka úr þægilegum og hlýjum efnum. Fötin eru í hlutlausum litum, einlit eða með látlausu mynstri. Til að toppa útlitið eru sixpensararar nauðsyn að sögn di VaioMariano Di Vaio ásamt eiginkonu sinni, Eleonoru Brunacci. Di Vaio setur fjölskylduna í fyrsta sæti. NORDICPHOTOS/GETTYTískutímaritið GQ heiðraði di Vaio við verðlaunaafhendingu á manni ársins sem tímaritið velur árlega. Hann gerði einnig nýlega samning við Dolce&Gabbana og verður andlit nýja ilmsins K sem tískurisinn hefur nýlega sett á markað. Það er því nóg að gera hjá þessum athafnamanni en auk þess að sitja fyrir í auglýsingaherferð fyrir Dolce & Gabbana, hanna skartgripi, skó, föt og gleraugu og sinna leiklistinni eignaðist hann nýlega þriðja son sinn með eiginkonu sinni Eleonoru Brunacci. Hann talaði um það í nýlegu viðtali við GQ að fjölskyldan væri í fyrsta sæti hjá honum og hann vildi ekki missa af neinu í uppvexti barna sinna. En á sama tíma væri tilnefningin hjá GQ og samningurinn við Dolce & Gabbana tækifæri sem hann yrði að grípa.
Birtist í Fréttablaðinu Ítalía Samfélagsmiðlar Mest lesið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Lífið Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Lífið Höll sumarlandsins komin á sölu Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Lífið Fleiri fréttir Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira