Undrast meint samráðsleysi um samgönguáætlun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 29. október 2019 17:00 Líneik Anna Sævarsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins. vísir/vilhelm Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til ársins 2034 á opnum fundi þann 17. október síðastliðinn og er hún nú í samráðsgátt. Ekki voru allir þingmenn sáttir þann stutta aðdraganda sem var að kynningunni en uppfærð samgönguáætlun hafði til að mynda ekki verið kynnt þingflokkum eða í ríkisstjórn.Sjá einnig: Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Líneik Anna Sævarsdóttir, flokksystir samgönguráðherra í Framsóknarflokknum og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, kveðst hissa yfir öllu tali um samráðsleysi. Ferlinu sé þannig háttað að málið fari fyrst í opið samráð í samráðsgátt, áður en það kemur til kasta þingsins. „Samgönguáætlun má segja að sé allt að því samfellt samráðsferli sem gengur bara hring eftir hring,“ segir Líneik. Eins og lögin geri ráð fyrir núna sé lögð fram samgönguáætlun til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fimm ára. Áætlunin sé endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti, jafnvel oftar. Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrr í mánuðinum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Fyrsta skrefið þegar það á að endurskoða samgönguáætlun er að ráðherra leggur fjárhagsramma fyrir samgönguráð,“ segir Líneik en í ráðinu sitja fulltrúar bæði ráðherra og fagstofnana. Ráðið vinni tillögu að samgönguáætlun og skili tillögu til ráðherra sem svo fer yfir tillöguna og gerir hana að sínu ef honum sýnist sem svo. Að því búnu fari hún svo í samráð við almenning. „Þar erum við stödd núna. Þriðji liðurinn er svo eftir þetta samráð, þá fer samgönguráðherra og hans ráðuneyti aftur yfir áætlunina, gerir hugsanlega einhverjar breytingar vegna ábendinga sem koma fram í samráðinu og eftir það verður áætlunin lögð fyrir þingið,“ segir Líneik.Ólíklegt að takist að klára fyrir áramót Drög að samgönguáætlun til ársins 2034 eru líkt og áður segir nú í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. október sem er á fimmtudaginn. Þá á eftir að vinna úr umsögnum og eftir atvikum gera breytingar áður en áætlunin kemur til kasta þingsins. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er síðasti þingfundur fyrir jólafrí föstudaginn 13. desember. „Ég á von á því að áætlunin verði lögð fyrir þingið eftir svona mánuð. Ég get ekki fullyrt að það verði hægt að ljúka vinnunni fyrir áramót,“ segir Líneik.Töluverð vinna framundan „Við komum því mjög skýrt á framfæri að það væri ekki nægjanlegt fjármagn ætlað í samgöngur og það náttúrlega hefur skilað því að það eru komnir fjórir milljarðar til viðbótar árlega,“ segir Líneik, spurð hvar helstu átakalínurnar liggi í umhverfis- og samgöngunefnd um áætlunina. Þegar nefndin var með málið til skoðunar í fyrra átti eftir að ganga frá samkomulaginu um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er komið fram. „Við erum komin með ristastór skref frá því að við lukum vinnunni við síðustu áætlun í janúar. Við erum svo að fá inn flugstefnu í fyrsta skipti og heildarstefnu í almenningssamgöngum og ég sé fyrir mér að það verði töluverð vinna að fara í gegnum það,“ segir Líneik. Alþingi Framsóknarflokkurinn Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. 17. október 2019 12:00 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Þingmaður Framsóknarflokksins kveðst undrandi yfir umræðu um meint samráðsleysi við kynningu endurskoðaðrar samgönguáætlunar. Ólíklegt þykir að það takist að afgreiða málið fyrir áramót. Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun til ársins 2034 á opnum fundi þann 17. október síðastliðinn og er hún nú í samráðsgátt. Ekki voru allir þingmenn sáttir þann stutta aðdraganda sem var að kynningunni en uppfærð samgönguáætlun hafði til að mynda ekki verið kynnt þingflokkum eða í ríkisstjórn.Sjá einnig: Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Líneik Anna Sævarsdóttir, flokksystir samgönguráðherra í Framsóknarflokknum og nefndarmaður í umhverfis- og samgöngunefnd, kveðst hissa yfir öllu tali um samráðsleysi. Ferlinu sé þannig háttað að málið fari fyrst í opið samráð í samráðsgátt, áður en það kemur til kasta þingsins. „Samgönguáætlun má segja að sé allt að því samfellt samráðsferli sem gengur bara hring eftir hring,“ segir Líneik. Eins og lögin geri ráð fyrir núna sé lögð fram samgönguáætlun til fimmtán ára og framkvæmdaáætlun til fimm ára. Áætlunin sé endurskoðuð á minnst þriggja ára fresti, jafnvel oftar. Sigurður Ingi Jóhannsson kynnti uppfærða og endurskoðaða samgönguáætlun fyrr í mánuðinum.Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson„Fyrsta skrefið þegar það á að endurskoða samgönguáætlun er að ráðherra leggur fjárhagsramma fyrir samgönguráð,“ segir Líneik en í ráðinu sitja fulltrúar bæði ráðherra og fagstofnana. Ráðið vinni tillögu að samgönguáætlun og skili tillögu til ráðherra sem svo fer yfir tillöguna og gerir hana að sínu ef honum sýnist sem svo. Að því búnu fari hún svo í samráð við almenning. „Þar erum við stödd núna. Þriðji liðurinn er svo eftir þetta samráð, þá fer samgönguráðherra og hans ráðuneyti aftur yfir áætlunina, gerir hugsanlega einhverjar breytingar vegna ábendinga sem koma fram í samráðinu og eftir það verður áætlunin lögð fyrir þingið,“ segir Líneik.Ólíklegt að takist að klára fyrir áramót Drög að samgönguáætlun til ársins 2034 eru líkt og áður segir nú í samráðsgátt og er umsagnarfrestur til 31. október sem er á fimmtudaginn. Þá á eftir að vinna úr umsögnum og eftir atvikum gera breytingar áður en áætlunin kemur til kasta þingsins. Samkvæmt starfsáætlun Alþingis er síðasti þingfundur fyrir jólafrí föstudaginn 13. desember. „Ég á von á því að áætlunin verði lögð fyrir þingið eftir svona mánuð. Ég get ekki fullyrt að það verði hægt að ljúka vinnunni fyrir áramót,“ segir Líneik.Töluverð vinna framundan „Við komum því mjög skýrt á framfæri að það væri ekki nægjanlegt fjármagn ætlað í samgöngur og það náttúrlega hefur skilað því að það eru komnir fjórir milljarðar til viðbótar árlega,“ segir Líneik, spurð hvar helstu átakalínurnar liggi í umhverfis- og samgöngunefnd um áætlunina. Þegar nefndin var með málið til skoðunar í fyrra átti eftir að ganga frá samkomulaginu um samgönguuppbyggingu á höfuðborgarsvæðinu sem nú er komið fram. „Við erum komin með ristastór skref frá því að við lukum vinnunni við síðustu áætlun í janúar. Við erum svo að fá inn flugstefnu í fyrsta skipti og heildarstefnu í almenningssamgöngum og ég sé fyrir mér að það verði töluverð vinna að fara í gegnum það,“ segir Líneik.
Alþingi Framsóknarflokkurinn Samgöngur Tengdar fréttir Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15 Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. 17. október 2019 12:00 Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55 Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37 Mest lesið Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að hengja sig með nærfötunum sínum Erlent Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Fleiri fréttir Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hafa sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Sjá meira
Ráðherra hafi ekki sýnt fram á fjármögnun varaflugvalla Varaformaður samgöngunefndar og þingmenn segja brýnt að byggja upp varaflugvallakerfið en neyðarástand varð í gær þegar þremur flugvélum var beint frá Keflavíkurflugvelli til Akureyrar vegna óhapps. 29. október 2019 06:15
Horfa til Færeyja við fjármögnun jarðganga Gert er ráð fyrir að alltaf verði yfirstandandi einhverjar framkvæmdir við jarðgöng í uppfærðri samgönguáætlun til ársins 2034. 17. október 2019 12:00
Eina kynningin á uppfærðri samgönguáætlun „örkynning“ með litlum fyrirvara Þingmenn eru margir hverjir ósátir við skort á fyrirvara við kynningu uppfærðrar og endurskoðaðar samgönguáætlunar. 17. október 2019 21:55
Framkvæmdum flýtt og ný flugstefna í endurskoðaðri samgönguáætlun Gert er ráð fyrir að fjölmörgum framkvæmdum verði flýtt og framlög til vegagerðar verði aukin í uppfærðri og endurskoðaðri samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034. 17. október 2019 10:37