Fjölskyldufríið breyttist í óskiljanlegan harmleik Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. október 2019 08:39 Frá vettvangi slyssins á laugardag. Vísir/LHG Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl. Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Hrint hefur verið af stað söfnun fyrir bandaríska fjölskyldu sem lenti í bílslysi á Snæfellsnesi á laugardag. Einn fjölskyldumeðlimanna, hinn sautján ára Zachary Zabatta, lést í slysinu. Vefmiðillinn Patch.com greinir frá og vísar í GoFundMe-söfnun sem efnt var til í gær. Þar segir að Zabatta-fjölskyldan, fimm manna fjölskylda sem búsett er í bænum New Hyde Park í New York-ríki, hafi verið í fríi á Íslandi þegar hún lenti í hryllilegu bílslysi á laugardag. „12. október 2019 var sorgardagur í lífi Zabatta-fjölskyldunnar. Fjölskyldufríið til Íslands breyttist í óskiljanlegan harmleik.“ Slysið varð á Snæfellsnesvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi síðdegis á laugardag. Sjúkrabílar frá Akranesi, Borgarnesi, Grundarfirði, Ólafsvík og Stykkishólmi voru kallaðir út og í kjölfarið var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar. Sonurinn Zachary, sem var á lokaári sínu í framhaldsskóla, lést í slysinu og yngsta dóttirin er jafnframt sögð alvarlega slösuð. Þá segir á söfnunarsíðunni að Zabatta-hjónin og dætur þeirra tvær hafi enn ekki verið útskrifuð af sjúkrahúsi eftir slysið og óljóst sé hvenær þau komist heim. Þá sé fjölskyldan jafnframt í miklum metum í samfélaginu heima fyrir. Því hafi verið ákveðið að hrinda söfnuninni af stað til að standa straum af kostnaði, m.a. vegna læknisþjónustu, ferðarinnar heim og jarðarfarar. Þegar hafa safnast nær áttatíu þúsund Bandaríkjadalir, eða um tíu milljónir íslenskra króna. Vísir hefur sent skipuleggjendum söfnunarinnar fyrirspurn vegna málsins.Skólinn í áfalli Zachary gekk í Saint Mary‘s-framhaldsskólann í New Hyde Park. Skólinn minnist hans í færslu sem birt var á Facebook í fyrradag. Þar er Zachary lýst sem framúrskarandi nemenda og mikilvægum samfélagsþegn. „Við erum öll í áfalli þessa stundina. Þessi harmleikur er skelfilegur missir, sérstaklega fyrir unga fólkið okkar.“ Lögregla á Vesturlandi varðist allra fregna af slysinu þegar Vísir leitaði eftir því í morgun. Samkvæmt fyrri fréttum af slysinu voru fjórir í bílnum fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á sjúkrahús í Reykjavík, þar af tveir alvarlega slasaðir. Sá fimmti var fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl.
Eyja- og Miklaholtshreppur Samgönguslys Tengdar fréttir Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32 Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52 Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56 Mest lesið Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent "Borgin er ekki að veita Bíó Paradís styrk“ Innlent Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlent Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Erlent Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Innlent Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Innlent Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Innlent Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Innlent Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Vill aukinn viðbúnað á Íslandi til að bregðast við ófyrirséðum árásum Áhrif hallareksturs ríkissjóðs á stjórnarmyndun og jólaskrautsgerð fanga Fráfarandi stjórn skilji eftir verra bú en haldið er fram Afkomuhorfur ríkissjóðs lakari en áður Grétar Snær höfuðkúpubrotnaði í Taílandi Sjálfstæðismenn í sérflokki hvað útstrikanir varðar Birta nöfn og vörumerki tengd SVEIT í mótmælaskyni „Sannleikurinn oft fyrsta fórnarlambið“ Evrópuþingmenn hvetja yfirvöld til að láta af hvalveiðum „Mikilvægt fyrir dalinn að það sé komin ákvörðun“ Kannabissérfræðingurinn kom að ræktun á öðrum sveitabæ Lýsa eftir vitnum að meintri líkamsárás á Ísafirði Hundarnir áttu ekki að vera saman Þrír hópar vinna að málefnum fyrir nýja ríkisstjórn Stjórnarmyndun og árásargjarnir hundar í Laugardal BSRB og BHM taka undir gagnrýni á stéttarfélagið Virðingu Um 61 þúsund hillumetrar af pappírsskjölum í vörslu ríkisins Sex verslanir fá sautján milljónir í ríkisstyrk Sjá meira
Fimm alvarlega slösuð eftir slys á Snæfellsvegi Alvarlegt umferðarslys varð á Snæfellsvegi á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 14:32
Slysið á Snæfellsvegi var banaslys Einn hefur verið úrskurðaður látinn en ástand hinna fjögurra sem í bifreiðinni voru liggur ekki fyrir. 13. október 2019 12:52
Sjúkrabílar kallaðir út frá fimm stöðum vegna slyssins Fimm slösuðust og þar af tveir alvarlega þegar bíll erlendra ferðamanna fór út af Snæfellsvegi nærri bænum Gröf við Kleifá á sunnanverðu Snæfellsnesi í dag. 12. október 2019 17:56