Starfsmenn Boeing vissu af göllum 737 Max þotanna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2019 09:48 Tvær Boeing Max 737 þotur hröpuðu áður en allar þotur þeirrar gerðar voru kyrrsettar. getty/Stephen Brashear Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í skjölum sem Boeing hefur nú sent dómstólum kemur fram að flugmaður hafi skrifað að hann hafi lent í vandræðum þegar verið var að prófa vélarnar. Hann sagði að hann hafi í raun „logið að eftirlitsaðilum [ómeðvitað].“ Vankantar öryggiskerfisins hafa verið tengdir tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Flugmálaeftirlit Bandaríkjanna (FAA) sagði skjölin áhyggjuefni og sagði að Boeing væri krafið svara um hvers vegna gögnin hafi ekki verið birt fyrr. Boeing birti dómstólum skjölin fyrr í mánuðinum áður en réttarhöld hófust. Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg mun sitja fyrir svörum fyrir dóminum. Honum var nýlega sagt upp sem stjórnarformaður fyrirtækisins þótt hann sé enn forstjóri þess.Kyrrsettar Boeing Max 737 vélar í Seattle.getty/Stephen BrashearBoeing sagði að fyrirtækið væri samvinnuþýtt í rannsókninni sem snýr að 737 Max þotunum en þær hafa verið kyrrsettar um allan heim síðan í mars, eftir að flugvélarnar hröpuðu. Fyrirtækið tilkynnti nýlega að stofnuð hafi verið öryggisnefnd sem mun fylgjast með nýjustu vendingum, framleiðslu og starfsemi flugvéla fyrirtækisins og starfsemi. „Við munum halda áfram að fylgja leiðbeiningum FAA og annarra alþjóðlegra eftirlitsstofnanna á meðan við vinnum að því að koma 737 Max vélunum klakklaust aftur í loftið,“ sagði Boeing í yfirlýsingu. Rannsóknaraðilar á slysunum í Eþíópíu og Indónesíu hafa lagt áherslu á hlutverk öryggiskerfisins, sem kallað er MCAS (Manoeuvring Characteristics Augmentation System), sem hannað var til að gera flugvélum auðveldara að fljúga. Rannsóknir sýna að öryggiskerfið og bilanir skynjara hafi að hluta til valdið því að flugmenn gátu ekki stjórnað vélinni. Boeing hefur kennt röngum upplýsingum um slysin. Þá sé verið að endurskoða öryggiskerfið til að bæta það. Heimildir segja að Boeing hafi komist að skilaboðunum, sem eru frá árinu 2016, fyrir nokkrum mánuðum. Flugmaðurinn sem sendi þau vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið. Eftir að yfirlýsing flugmannsins var birt sagði hinn starfsmaðurinn, sem fékk skilaboðin, að „þetta hafi ekki verið lygi, enginn sagði okkur að þetta væri málið.“ Verðmæti eignarhluta í félaginu lækkaði um meira en 5% á föstudag eftir að þessar fregnir bárust. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23 Minntust látins félaga með lágflugi Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. 16. ágúst 2019 07:37 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Starfsmenn Boeing grunaði að sjálfvirkt öryggiskerfi 737 Max vélanna væri ekki í lagi en nokkrir starfsmenn sendu skilaboð um málið sín á milli árið 2016. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Í skjölum sem Boeing hefur nú sent dómstólum kemur fram að flugmaður hafi skrifað að hann hafi lent í vandræðum þegar verið var að prófa vélarnar. Hann sagði að hann hafi í raun „logið að eftirlitsaðilum [ómeðvitað].“ Vankantar öryggiskerfisins hafa verið tengdir tveimur flugslysum sem urðu 346 manns að bana. Fyrra slysið varð í Indónesíu í október 2018 þegar Boeing Max 737 vél Lion Air hrapaði í sjóinn stuttu eftir flugtak frá Jakarta. Í því slysi létust 189. Síðara slysið varð í Eþíópíu þegar vél Ethiopian Airlines hrapaði nokkrum mínútum eftir að vélin tók á loft og létust allir 157 um borð. Flugmálaeftirlit Bandaríkjanna (FAA) sagði skjölin áhyggjuefni og sagði að Boeing væri krafið svara um hvers vegna gögnin hafi ekki verið birt fyrr. Boeing birti dómstólum skjölin fyrr í mánuðinum áður en réttarhöld hófust. Forstjóri Boeing, Dennis Muilenburg mun sitja fyrir svörum fyrir dóminum. Honum var nýlega sagt upp sem stjórnarformaður fyrirtækisins þótt hann sé enn forstjóri þess.Kyrrsettar Boeing Max 737 vélar í Seattle.getty/Stephen BrashearBoeing sagði að fyrirtækið væri samvinnuþýtt í rannsókninni sem snýr að 737 Max þotunum en þær hafa verið kyrrsettar um allan heim síðan í mars, eftir að flugvélarnar hröpuðu. Fyrirtækið tilkynnti nýlega að stofnuð hafi verið öryggisnefnd sem mun fylgjast með nýjustu vendingum, framleiðslu og starfsemi flugvéla fyrirtækisins og starfsemi. „Við munum halda áfram að fylgja leiðbeiningum FAA og annarra alþjóðlegra eftirlitsstofnanna á meðan við vinnum að því að koma 737 Max vélunum klakklaust aftur í loftið,“ sagði Boeing í yfirlýsingu. Rannsóknaraðilar á slysunum í Eþíópíu og Indónesíu hafa lagt áherslu á hlutverk öryggiskerfisins, sem kallað er MCAS (Manoeuvring Characteristics Augmentation System), sem hannað var til að gera flugvélum auðveldara að fljúga. Rannsóknir sýna að öryggiskerfið og bilanir skynjara hafi að hluta til valdið því að flugmenn gátu ekki stjórnað vélinni. Boeing hefur kennt röngum upplýsingum um slysin. Þá sé verið að endurskoða öryggiskerfið til að bæta það. Heimildir segja að Boeing hafi komist að skilaboðunum, sem eru frá árinu 2016, fyrir nokkrum mánuðum. Flugmaðurinn sem sendi þau vinnur ekki lengur fyrir fyrirtækið. Eftir að yfirlýsing flugmannsins var birt sagði hinn starfsmaðurinn, sem fékk skilaboðin, að „þetta hafi ekki verið lygi, enginn sagði okkur að þetta væri málið.“ Verðmæti eignarhluta í félaginu lækkaði um meira en 5% á föstudag eftir að þessar fregnir bárust.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23 Minntust látins félaga með lágflugi Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. 16. ágúst 2019 07:37 Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28 Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19 Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
MAX-þoturnar ekki í notkun á þessu ári Icelandair gerir ekki ráð fyrir að Boeing 737 MAX-vélar verði teknar aftur í rekstur fyrir árslok, að því er fram kemur í tilkynningu frá flugfélaginu. 16. ágúst 2019 19:23
Minntust látins félaga með lágflugi Þrjár Boeing-farþegaþotur á vegum Icelandair flugu lágflug yfir höfuðborgarsvæðið í gær. 16. ágúst 2019 07:37
Icelandair og Boeing hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um bætur Icelandair Group og flugvélaframleiðandinn Boeing hafa náð samkomulagi um bætur fyrir hluta þess tjóns sem félagið varð fyrir vegna kyrrsetningar Boeing 737-MAX vélanna. 20. september 2019 17:28
Boeing greiðir bætur til aðstandenda Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing mun greiða aðstandendum þeirra sem létust í tveimur mannskæðum flugslysum í Eþíópíu og Indónesíu á þessu ári og hinu síðasta 144,5 þúsund dollara í skaðabætur. 23. september 2019 21:19