Nýtur lífsins á Spáni á lífeyrinum en saknar vina sinna Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2019 10:59 Hilmar B. Jónsson var lengi forseti Klúbbs matreiðslumeistara og sá um matseld í veislum forseta Íslands. Fréttablaðið/Pjetur/Getty Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar. Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira
Hilmar B. Jónsson matreiðslumeistari er einn þeirra Íslendinga sem hafa selt sitt og flust búferlum til Spánar til að njóta efri áranna. Hann segist lifa góðu lífi á Spáni á lífeyrisgreiðslum og greiðslum frá Tryggingastofnun – alls 234 þúsund krónur á mánuði – framfærsla sem myndi aldrei duga eins vel heima á Íslandi. Hilmar var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann ræddi við þáttastjórnendurna Gulla og Heimi. Hann segist búa í íbúð í bæ og í nálægð við fjölda annarra Íslendinga. Telji hann að um helmingur íbúa bæjarins séu aðfluttir útlendingar. Hilmar ákvað að flytja til Spánar fyrir rúmu ári, nokkru eftir að eftir að hafa komist á eftirlaun. Hafi hann gert það eftir samtal við son sinn þar sem hann nefndi að hann sæi fram á að þurfa að lifa á lífeyrisgreiðslum einum saman á Íslandi. „Og hann sagði: „Ekkert mál, pabbi minn. Þú bara flytur til Spánar.“ Við ræddum málið pínulítið. Hann þekkir nokkra Íslendinga sem búa hérna. Ég þekkti nú enga, sem ég vissi um. En allavega, þá kom það upp úr kafinu að það er hægt að lifa á ellilaunum á Spáni og hafa það töluvert gott,“ segir Hilmar. Aðspurður um veðrið segist hann ekki geta kvartað. „Það er sól hérna á hverjum degi. Ég er búinn að vera hérna síðan í júní í fyrra og það er búið að rigna átján sinnum.[…] Stysta rigningin var tíu mínútur en síðan hafa komið rigningar sem voru meiriháttarflóð og vesen.“Þarf ekki að borga til að ræða við lækni Hilmar segist hafa flutt lögheimili sitt til Spánar og sé „algerlega löglegur“ þar. Auðvelt hafi verið að komast inn í kerfið í landinu. „Um leið og ég er búinn að fá löglegt heimilisfang hér er ég kominn með mjög, þokkalega gott heilbrigðiskerfi hér. Ég þarf ekki einu sinni að borga fyrir að tala við lækni hér.“ Á Íslandi hafi hann verið með veikan maka í fjölda ára og það hafi kostað þau tugi þúsunda á ári, bara að fá að ræða við lækni. Fyrir utan svo lyfjakostnað og annað. „Ég get lofað þeim sem eru að hluta að þú ert ekkert verr settur hér á Spáni heldur en í heilbrigðiskerfinu á Íslandi.“ Hverjir eru helstu ókostirnir að vera þarna?„Stærsti ókosturinn, sem mér finnst, er að ég á mjög stóran vinahóp á Íslandi. Hann er náttúrulega ekki í næsta húsi lengur. Að öðru leyti þá lifir maður mjög góðu lífi hér. Ég var svo heppinn að hafa efni á að kaupa íbúð sem er ljómandi góð. Og bíl.“ Á strípuðum eftirlaunum – það er þú ert bara með þau til ráðstöfunar – þá lifir þú góðu lífi.„Já. Og ég get nefnt sem dæmi að ég fer út að borða svona fimm sinnum í viku að meðaltali hérna. Stundum oftar. Og ég er að borga fyrir alveg ljómandi kjöt- eða fiskmáltíð og tvö glös af rauðvíni, ég að borga 10 evrur,“ segir Hilmar.
Bítið Eldri borgarar Húsnæðismál Íslendingar erlendis Spánn Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Erlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Fleiri fréttir Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sjá meira