Elías Már: Velti því fyrir hvort það hefði ekki þurft sterkara dómarapar á þennan leik Svava Kristín Gretarsdóttir skrifar 6. október 2019 18:53 Elías Már Halldórsson þjálfar HK vísir/daníel Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson. Olís-deild karla Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira
Elías Már Halldórsson, þjálfari HK, fékk beint rautt spjald í leik HK og KA í kvöld. Eftirlitsdómari leiksins kallaði eftir því að Elíasi yrði vísað uppí stúku. „Við vorum sjálfum okkur verstir í dag, klikkuðum á alltof mörgum dauðafærum og fórum ekki eftir planinu. Við vorum að gera alltof mikið af klaufa mistökum sem kostuðu okkur leikinn,“ sagði Elías Már, en liðið er enn á stiga í deildinni. HK tapaði 24-28 fyrir KA á heimavelli sínum. „Það var hátt spennustig í þessum leik og það framkallar töluvert meira af mistökum en það sem gengur og gerist, enn það er alveg klárt mál að þetta er alltof mikið af mistökum ef við ætlum að vinna einhverja leiki í þessari deild.“ Elías fékk beint rautt spjald í upphafi síðari hálfleiks. Dómarar leiksins höfðu fyrr í leiknum haft afskipti af Elíasi og hans mönnum þar sem þeir stóðu of margir og létu í sér heyra á hliðarlínunni. Elías benti síðan eftirlitsdómara á að fylgjast með KA bekknum líka „Ég sagði ekkert við hann, dómarinn hafði síendurtekið komið að bekknum hjá okkur svo þegar ég benti honum á KA bekkinn þá hristi hann bara hausinn. Ég sagði Stebba þjálfara bara að hugsa um sjálfan sig, hann var alltaf að garga og góla eitthvað yfir á mig. Ég veit ekki hvort þetta sé hans hlutverk en þetta er eitthvað sem honum fannst of mikið“ sagði Elías um eftirlitsdómarann „Stebbi var búinn að vera gólandi allan leikinn, ég veit ekki af hverju hann kemst upp með það enn ekki ég“ sagði Elías um rauða spjaldið en hann gat ekki tjáð sig um seinna rauða spjald leiksins „Nei ég sá það brot ekki en þegar ég var hvað ósáttastur er þegar þeir dæma ruðning hérna megin en ekki hér, svo sleppa þér bakhrindingu sem er mjög augljós. Í staðinn fyrir að lesa leikinn þá fannst mér eftirlitsdómarinn og allir fylgja með. Ég velti því bara fyrir mér hvort það hefði ekki þurft að setja sterkara dómarapar á þennan leik. Ekki það að þeir hafi farið með leikinn, þeir dæmdu hjá okkur síðasta leik og gerðu það vel, en þeir voru mjög slakir í dag.“ sagði Elías Már um dómara leiksins, þá Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson.
Olís-deild karla Mest lesið „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Íslenski boltinn Hesturinn losaði sig við knapann í kappreiðum og endaði niðri í bæ Sport Arne Slot var reiður eftir leikinn: Allt annað en ánægður Enski boltinn Barcelona í kapphlaupi við tímann Fótbolti Körfuboltakonan gnæfir yfir aðra leikmenn Körfubolti Time valdi Caitlin Clark Íþróttamann ársins Körfubolti Tryggði titilinn með marki beint úr aukaspyrnu Fótbolti Dagskráin: Meistaradeildin, Körfuboltakvöld og NBA inn í nóttina Sport Aston Villa henti RB Leipzig út úr Meistaradeildinni Fótbolti Rio: Vonandi jafn vægðarlausir gagnvart leikmönnunum sem ekkert geta Enski boltinn Fleiri fréttir Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Stelpurnar hans Þóris unnu Dani Öruggt hjá FH og Fram en endurkoma hjá ÍR á Nesinu Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-25 | Mosfellingar unnu stórleikinn Arnar Birkir áfram heitur í öðrum sigri Amo í röð Haukur kom að níu mörkum gegn PSG Heimsmeistararnir tóku fram úr undir lokin Þýskaland áfram á flugi eftir sigurinn gegn Íslandi Stjarnan kærir eftir að dómarar kíktu í símann Sjá meira