Hvorki stjórnarskrá né EES koma í veg fyrir hömlur á jarðakaup Heimir Már Pétursson skrifar 8. október 2019 19:00 Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín. Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira
Forsætisráðherra segir hvorki stjórnarskrá né samninginn um Evrópska efnahagssvæðið setja stjórnvöldum skorður í lagasetningu varðandi eignarhald á jörðum. Alþingi þurfi að sýna meiri djörfung í lagasetningu til að verja vatnsréttindi og aðrar auðlindir. Líneik Anna Sævarsdóttir þingmaður Framsóknarflokksins hóf sérstaka umræðu á Alþingi í dag um eignarhald á jörðum á Íslandi. Kveikjan að umræðunni er augljóslega kaup breska fjárfestisins James Ratcliffe á um fjörutíu jörðum fyrir austan. „Mig langar því að spyrja hver er staðan í vinnu á vegum forsætisráðuneytisins við gerð skýrari lagaramma fyrir jarða og landaviðskipti. Er vinnan sem fram fer bundin við jarða- og ábúðarlög eða falla fleiri aðgerðir og verkefni þar undir,“ spurði Líneik Anna. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði málið ekki snúast um einn lagabálk þannig að hugsanlega yrði lagður fram bandormur um breytingar á nokkrum lögum, vonandi síðar á haustþingi. Hvorki eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar né EES samningurinn útiloki að löggjafinn setji reglur um eignarhald og nýtingu fasteigna í þágu almannahagsmuna. „Við erum með fjöldamörg dæmi frá okkar samstarfslöndum innan EES, hvort sem það er Danmörk, Noregur, Írland og ég gæti haldið áfram. Sem hafa heimildir til handa stjórnvöldum í hverju landi til þess að grípa til ráðstafana ef um er að ræða of mikla samþjöppun á landi. Til að mynda landi sem ætlað er til landbúnaðarnota,“ sagði forsætisráðherra og bætti við að það ætti einnig við um land sem stjórnvöld teldu mikilvægt fyrir fullveldishagsmuni. Katrín sagði Alþingi hins vegar ekki hafa nálgast málið af nógu mikilli sókndirfsku á undanförnum árum. Þingmenn allra flokka tóku almennt vel í að skýra lög um landareign en vilja ganga mislangt hvað varðar hömlur eftir þjóðerni eigenda lands eða varðandi kröfur um ábúð. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar sagði einnig erfitt að setja hömlur á kaup á landi eftir ríkidæmi þeirra sem í hlut ættu. Það yrði erfitt að skilgreina það. „Helsta hættan sem blasir við í þeim efnum sem um ræðir er samþjöppun eignarhalds. Hún getur á þessu sviði, nákvæmlega eins og á öllum örðum, orðið of mikil og um leið dregið úr samkeppni og hamlað um leið frumkvölakrafti,“ sagði Þorgerður Katrín.
Jarðakaup útlendinga Stjórnarskrá Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Hraunflæði áfram mest til austurs Ákvörðunar Höllu líklega að vænta í dag Sjá meira