Við erum sammála þér, Greta Guðmundur Steingrímsson skrifar 30. september 2019 07:00 Ég held að för Gretu Thunberg til Bandaríkjanna verði lengi í minnum höfð. Kannski fer frammistaða hennar á fundi Sameinuðu þjóðanna í sögubækurnar sem einn af þessum viðburðum sem hafa haft einhvers konar úrslitaáhrif á þróun heimsmála. Að því gefnu að það verði yfir höfuð sögubækur í framtíðinni. Eða heimsmál. Hér er hún vissulega í húfi, sem slík. Framtíðin. Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil ógn við mannkyn hamfarahlýnunin er. Hvort sem ríkisstjórnir lýsa yfir formlegu neyðarástandi eða ekki er óþarfi að velkjast í vafa. Aðgerðir þarf og það fljótt. Annars fer allt til fjandans. Þessar myndir greyptust í hugann: Greta að láta leiðtoga heimsins heyra það. Sextán ára stelpa í uppnámi. Hvernig vogið þið ykkur? Og hin augljósa viðurstyggð Gretu á Trump. Svipur hennar þegar hún stóð við hliðina á honum fangaði tilfinningu milljóna gagnvart þeim þrjóti. Frumkrafturinn sprakk í andlitið á leiðtogum heims. Raunveruleikinn barði í borðið, án allra formlegheita og fundarskapa, í líki sextán ára stelpu með fléttu. Boðskapurinn ofureinfaldur en lagður fram á grunni allra bestu vísinda og vitneskju: Nú þarf að hysja upp um sig brækurnar.Líf hennar Eitt sló mig í reiðilestri Gretu. Hún fór skilmerkilega yfir það hversu ósanngjarnt það væri að hún, unglingurinn, gæti ekki átt áhyggjulaust líf. Hún gæti ekki farið í skólann eins og aðrir unglingar, heldur þyrfti hún að verja tíma sínum í að reyna að afstýra því að framtíð hennar og jafnaldra hennar yrði rænt. Hún þyrfti að skrópa í skólanum. Efna til mótmæla. Fara um heiminn. Halda upplýsta reiðilestra. Sparka í rassinn á þjóðarleiðtogum. Yggla sig við Bandaríkjaforseta. Þá fór ég að hugsa eins og líklega urmull annarra: Auðvitað er þetta ekki sanngjarnt. Baráttan fyrir framtíð mannkyns og lífvænlegum skilyrðum á jörðu getur ekki verið á herðunum á sextán ára unglingi. Það er eiginlega fáránlegt þegar maður hugsar út í það. Greta Thunberg þarf að fara að komast í skólann. Hún þarf að fá að hanga með vinum sínum. Stara á símann sinn í frímínútum. Fara á ball. Stunda íþróttir. Fara í bíó. Taka til í herberginu sínu.Sagan mikilvæga En svona er þetta. Mannfólk lifir í skáldskap. Til þess að hlutir gerist þarf áhrifamikil saga að vera sögð. Það að miðaldra karl í flauelsbuxum og prjónavesti hafi varið ævi sinni við að rannsaka loftslagsbreytingar og haldi síðan langt yfirvegað erindi með slæðusýningu á ráðstefnu er ekki krassandi saga. Hundrað þannig sögur eiga sér stað á hverjum degi og hreyfa við fáum. Fólk dottar. Og ef maðurinn brjálaðist og héldi tilfinningaþrungna eldmessu yrði það líklega heldur ekki góð saga. Æ, slappaðu af, yrði sagt. Hver ert þú? Það, hins vegar, að sextán ára krakki frá Svíþjóð taki kastið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, það er góð saga. Veruleikinn nær skáldlegum hæðum. Klassísk minni sem alltaf munu hreyfa við fólki birtast hér kristaltær. Davíð glímir við Golíat og upp gýs rótsterk aðdáun okkar á hugrekki þess minni í baráttunni við hina stóru. Barnið úr Nýju fötum keisarans er hér líka mætt til að segja okkur hvernig hlutirnir eru, í veröld þar sem enginn virðist ætla að segja neitt eða gera. Ofurstelpan Lína Langsokkur lyftir hér hesti sínum. Það er allt í þessu. Það glittir í Jöhönnu af Örk.Næsti kafli Ég held að það sé mikilvægt að horfast í augu við það að svona virkar mannlífið. Auðvitað er Greta Thunberg ekki sú eina sem hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Milljónir manna um allan heim hafa miklar áhyggjur. Til eru þjóðarleiðtogar sem telja ekkert mikilvægara en umhverfismál og vísindamenn sem vinna dag og nótt við að finna lausnir. Einu sinni fór Al Gore um veröldina og flutti erindi fyrir troðfullum sölum. Faðir minn var með umhverfismál á heilanum á efri árum. Ég sjálfur – og ég hugsa að þetta gildi um gríðarlega marga aðra – mun láta áherslur í umhverfismálum algjörlega ráða atkvæði mínu í næstu þingkosningum. Ég myndi kjósa hreinan græningjaflokk, kæmi hann fram. Viðureignin við hamfarahlýnun er einfaldlega langmikilvægasta viðfangsefni samtímans. Sífellt fleira fólk áttar sig á þessu og lífsstílsbreytingar eru að skjóta rótum á öllum sviðum samfélagsins. Við keppum við tímann. Vonandi vinnum við. Það sem ég vildi því sagt hafa við Gretu Thunberg er þetta: Mikið óendanlega getum við verið þakklát þér fyrir að hafa fórnað æsku þinni og unglingsárum til þess að hreyfa við heimsbyggðinni. Ég held að undir niðri lúmi önnur saga sem ekki síður mun hreyfa við fólki. Hún er sú hvað margir eru í liði með þér. Þegar fjöldinn vaknar og brýst fram eins og herir Gandálfs úr suðri í stríðinu við Orkana í Hringadróttinssögu. Það er næsti kafli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðmundur Steingrímsson Loftslagsmál Mest lesið „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki nóg að vera klár stelpa/strákur/stálp Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Kosningum lokið og hvað nú? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun „Þetta er ekki hægt, en það verður samt að gera þetta“ Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Mýtan um sæstreng! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Kvennaárið 2025 Drífa Snædal skrifar Skoðun Bíp Bíp Bíp Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Milljónerí Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er borgaraleg pólitík? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn verðmætasköpunar Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Þorlákshöfn - byggð á tímamótum Anna Kristín Karlsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunamál fyrirtækjanna í stjórnarsáttmála Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar Skoðun Lýðræði hinna sterku Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Bleikir hvolpar Darri Gunnarsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Lifandi dauð! Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég held að för Gretu Thunberg til Bandaríkjanna verði lengi í minnum höfð. Kannski fer frammistaða hennar á fundi Sameinuðu þjóðanna í sögubækurnar sem einn af þessum viðburðum sem hafa haft einhvers konar úrslitaáhrif á þróun heimsmála. Að því gefnu að það verði yfir höfuð sögubækur í framtíðinni. Eða heimsmál. Hér er hún vissulega í húfi, sem slík. Framtíðin. Það þarf ekki að fjölyrða um það hversu mikil ógn við mannkyn hamfarahlýnunin er. Hvort sem ríkisstjórnir lýsa yfir formlegu neyðarástandi eða ekki er óþarfi að velkjast í vafa. Aðgerðir þarf og það fljótt. Annars fer allt til fjandans. Þessar myndir greyptust í hugann: Greta að láta leiðtoga heimsins heyra það. Sextán ára stelpa í uppnámi. Hvernig vogið þið ykkur? Og hin augljósa viðurstyggð Gretu á Trump. Svipur hennar þegar hún stóð við hliðina á honum fangaði tilfinningu milljóna gagnvart þeim þrjóti. Frumkrafturinn sprakk í andlitið á leiðtogum heims. Raunveruleikinn barði í borðið, án allra formlegheita og fundarskapa, í líki sextán ára stelpu með fléttu. Boðskapurinn ofureinfaldur en lagður fram á grunni allra bestu vísinda og vitneskju: Nú þarf að hysja upp um sig brækurnar.Líf hennar Eitt sló mig í reiðilestri Gretu. Hún fór skilmerkilega yfir það hversu ósanngjarnt það væri að hún, unglingurinn, gæti ekki átt áhyggjulaust líf. Hún gæti ekki farið í skólann eins og aðrir unglingar, heldur þyrfti hún að verja tíma sínum í að reyna að afstýra því að framtíð hennar og jafnaldra hennar yrði rænt. Hún þyrfti að skrópa í skólanum. Efna til mótmæla. Fara um heiminn. Halda upplýsta reiðilestra. Sparka í rassinn á þjóðarleiðtogum. Yggla sig við Bandaríkjaforseta. Þá fór ég að hugsa eins og líklega urmull annarra: Auðvitað er þetta ekki sanngjarnt. Baráttan fyrir framtíð mannkyns og lífvænlegum skilyrðum á jörðu getur ekki verið á herðunum á sextán ára unglingi. Það er eiginlega fáránlegt þegar maður hugsar út í það. Greta Thunberg þarf að fara að komast í skólann. Hún þarf að fá að hanga með vinum sínum. Stara á símann sinn í frímínútum. Fara á ball. Stunda íþróttir. Fara í bíó. Taka til í herberginu sínu.Sagan mikilvæga En svona er þetta. Mannfólk lifir í skáldskap. Til þess að hlutir gerist þarf áhrifamikil saga að vera sögð. Það að miðaldra karl í flauelsbuxum og prjónavesti hafi varið ævi sinni við að rannsaka loftslagsbreytingar og haldi síðan langt yfirvegað erindi með slæðusýningu á ráðstefnu er ekki krassandi saga. Hundrað þannig sögur eiga sér stað á hverjum degi og hreyfa við fáum. Fólk dottar. Og ef maðurinn brjálaðist og héldi tilfinningaþrungna eldmessu yrði það líklega heldur ekki góð saga. Æ, slappaðu af, yrði sagt. Hver ert þú? Það, hins vegar, að sextán ára krakki frá Svíþjóð taki kastið á ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, það er góð saga. Veruleikinn nær skáldlegum hæðum. Klassísk minni sem alltaf munu hreyfa við fólki birtast hér kristaltær. Davíð glímir við Golíat og upp gýs rótsterk aðdáun okkar á hugrekki þess minni í baráttunni við hina stóru. Barnið úr Nýju fötum keisarans er hér líka mætt til að segja okkur hvernig hlutirnir eru, í veröld þar sem enginn virðist ætla að segja neitt eða gera. Ofurstelpan Lína Langsokkur lyftir hér hesti sínum. Það er allt í þessu. Það glittir í Jöhönnu af Örk.Næsti kafli Ég held að það sé mikilvægt að horfast í augu við það að svona virkar mannlífið. Auðvitað er Greta Thunberg ekki sú eina sem hefur áhyggjur af loftslagsbreytingum. Milljónir manna um allan heim hafa miklar áhyggjur. Til eru þjóðarleiðtogar sem telja ekkert mikilvægara en umhverfismál og vísindamenn sem vinna dag og nótt við að finna lausnir. Einu sinni fór Al Gore um veröldina og flutti erindi fyrir troðfullum sölum. Faðir minn var með umhverfismál á heilanum á efri árum. Ég sjálfur – og ég hugsa að þetta gildi um gríðarlega marga aðra – mun láta áherslur í umhverfismálum algjörlega ráða atkvæði mínu í næstu þingkosningum. Ég myndi kjósa hreinan græningjaflokk, kæmi hann fram. Viðureignin við hamfarahlýnun er einfaldlega langmikilvægasta viðfangsefni samtímans. Sífellt fleira fólk áttar sig á þessu og lífsstílsbreytingar eru að skjóta rótum á öllum sviðum samfélagsins. Við keppum við tímann. Vonandi vinnum við. Það sem ég vildi því sagt hafa við Gretu Thunberg er þetta: Mikið óendanlega getum við verið þakklát þér fyrir að hafa fórnað æsku þinni og unglingsárum til þess að hreyfa við heimsbyggðinni. Ég held að undir niðri lúmi önnur saga sem ekki síður mun hreyfa við fólki. Hún er sú hvað margir eru í liði með þér. Þegar fjöldinn vaknar og brýst fram eins og herir Gandálfs úr suðri í stríðinu við Orkana í Hringadróttinssögu. Það er næsti kafli.
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir skrifar
Skoðun Er lausnin í leikskólamálum að grafa undan atvinnuþátttöku og jafnrétti? Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Jólaskreytingafyllerí: Eru takmörk fyrir því hversu langt má ganga í jólaskreytingum? Hildur Ýr Viðarsdóttir Skoðun
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Samviskufrelsi heilbrigðisstarfsmanna ekki vandamál þegar kemur að dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun