Nancy Pelosi, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Ferlið sem nú fer af stað er bæði flókið og fornt en á vef New York Times og á Guardian er reynt að útskýra fyrir lesendum hvernig rannsóknar- og ákæruferlið virkar. Þessi útskýring er að mestu leyti byggð á þessum tveimur greinum. Málið snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Hefur þetta verið gert áður? Stjórnarskrá Bandaríkjanna heimilar Bandaríkjaþingi að fjarlægja forseta Bandaríkjanna af valdastóli ef nógu margir þingmenn Öldungadeildarinnar greiða atkvæði með því að forsetinn hafi framið „landráð, mútuþægni eða alvarlega glæpi og afbrot“.Aðeins hafa þrír forsetar Bandaríkjanna farið í gegnum sama ferli og er nú við það hefjast. Tveir þeirra voru ákærðir af Bandaríkjaþingi. Andrew Johnson var formlega ákærður árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Báðir voru sýknaðir og sátu þeir sín kjörtímabil sem forsetar til enda. Richard Nixon sagði af sér árið 1974, áður en hann var formlega ákærður.Hvað eru „alvarlegir glæpir og afbrot“? Hugtakið á rætur sínar að rekja til Bretlands þar sem það var notað af breska þinginu til þess að fjarlægja embættismenn bresku krúnunnar úr embætti fyrir afglöp þeirra í starfi. Í raun merkir það misnotkun háttsetts embættismanns á valdi sínu. Í útskýringu New York Times kemur þó einnig fram að ekki sé úr miklu að moða þegar kemur að nákvæmri skilgreiningu á þessum hugtökum stjórnarskránni. Ekki sé tekið fram hvernig þingmenn megi túlka hvað geti flokkast sem „landráð, mútuþægni eða alvarlegir glæpi og afbrot“. Oftar en ekki sé það spurning um pólítiskan vilja, frekar en harða lögfræði.Hvernig er ferlið? Þegar þingið rannsakaði möguleg embættisbrot Nixon og Clinton rannsakaði dómsmálanefnd Fulltrúadeildarþingsins hvort tilefni væri til þess að höfða mál gegn forsetunum eða ekki. Í bæði skiptin mælti nefndin með því að Fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði með því að ákæra forsetana fyrir embættisbrot.Í útskýringu New York Times kemur þó fram að ekki sé nauðsynlegt að láta dómsmálanefndina rannsaka málið. Fulltrúadeildin geti ýmist skipað sérstaka nefnd til að fara yfir hin meintu embættisbrot eða einfaldlega greitt atkvæði um það, án þess að einhver nefnd komi við sögu.Í það minnsta þurfa allir Fulltrúadeildarþingmenn að greiða atkvæði um hvort höfða eigi mál. Ákæran getur verið í fleiri en einum lið og ef meirihluti þingmanna greiðir atkvæði með minnst einum lið nægir það til þess að ákæra á hendur forseta verði gefin út.Verði forseti ákærður fer málið til Öldungadeildarinnar þar sem haldin eru réttarhöld. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjana hefur umsjón með réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn Öldungadeildarinnar mynda kviðdóm.Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu þingsins. Í tilfelli Johnson árið 1868 greiddi meirihluti öldungardeildarþingmanna atkvæði með því að sakfella hann, ekki náðist hins vegar þessi aukni meirihluti sem þarf til, því sat hann áfram í embætti.Frá réttarhöldunum yfir Bill Clinton.Vísir/GettyHvernig hefst ferlið? Um það hefur verið deilt hvernig ferlið fer nákvæmlega af stað. Líkt og segir hér að ofan rannsakaði dómsmálanefnd Fulltrúadeildarinnar í tilfelli Clinton og Nixon hvort tilefni væri til þess að ákæra. Það var eftir að Fulltrúadeildin samþykkti ályktun þess efnis að það væri hlutverk nefndarinnar að rannsaka. Deilt er um það hvort að slík ályktun sé nauðsynleg en ekki kom fram í máli Pelosi í dag, þegar hún tilkynnti að demókratar myndu hefja ferlið, nákvæmlega hvernig ferlið myndi fara af stað.Hún sagði þó að þær nefndir Fulltrúadeildarinnar sem þegar eru að rannsaka meint brot Trump sem gætu leitt til ákæru muni halda því áfram.Þá er einnig tæpt á því í útskýringu New York Times að í raun liggi ekki endilega ljóst fyrir hvort að ályktun um að hefja hinu formlegu rannsókn myndi fara í gegnum Fulltrúadeildina, þar sem meirihlutinn er í höndum demókrata, þó það þyki líklegt.Richard Nixon yfirgefur Hvita húsið eftir að hafa sagt af sér embætti.Vísir//Getty.Hvaða reglur gilda um réttarhöldin í Öldungardeildinni? Hvergi er mælt fyrir hvaða reglur skuli gilda samþykki Öldungardeildin að ákæra forseta. Öldungardeildin sjálf samþykkir hvaða reglur skuli gilda í hvert sinn. Í útskýringu New York Times er haft eftir Gregory B. Craig, sem var einn þeirra sem kom að málsvörn Clinton þegar hann var ákærður, að Öldungardeildin hafi samið reglurnar jafnóðum. Mitch McConnell.Vísir/GettyÞarf Öldungadeildin að halda réttarhöld? Samkvæmt stjórnarskránni er reiknað með að ef fulltrúadeildin ákveði að ákæra sé næsta skref að halda réttarhöld í Öldungadeildinni. Ekki er þó sérstakleg tekið á því í stjórnarskránni hvað skuli gera ef Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni og meirihlutans þar, myndi neita að halda réttarhöld. Skemmst er að minnast þess að hann neitaði að kalla efri deildina saman til að ákveða hvort staðfesta ætti Merrick Garland sem hæstaréttardóma eftir tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna.Haft er eftir Walter Dellinger, prófessor í lögfræði við Duke-háskólann, að ekki sé ljóst hvort valdið til að kalla saman Öldungadeildina til þess halda réttarhöld liggi hjá leiðtoga meirihlutans, McConnell í þessu tilfelli, eða forseta Hæstaréttar, John G. Roberts. Í það minnsta telur Dellinger að meirihluti samflokksmanna Trump í Öldungadeildinni gæti hreinlega ákveðið að vísa málinu frá áður en sönnunargögn eru lögð fram.100 þingmenn sitja í Öldungadeildinni, þar af 53 repúblikanar. 45 demókratar eiga þar sæti og tveir eru óháðir en þeir fylgja þó jafnan demókrötum að máli.Sem fyrr segir þarf aukinn meirihluta til þess að knýja fram sakfellingu og nái málið svo langt að fara fyrir Öldungadeildina þurfa demókratar því að treysta á að minnst 20 þingmenn repúblikana svíki lit og greiði atkvæði með þeim, vilji þeir ná fram sakfellingu.Hér má nálgastútskýringu New York Timesog hér mánálgast útskýringu Guardian. Bandaríkin Donald Trump Fréttaskýringar Ákæruferli þingsins gegn Trump Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann Innlent „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Innlent
Nancy Pelosi, forseti Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, lýsti því yfir í kvöld að demókratar í neðri deild þingsins myndu nýta meirihluta sinn þar til þess að hefja formlega rannsókn því hvort Donald Trump hafi framið embættisbrot í starfi með því að hafa þrýst á úkraínsk stjórnvöld að rannsaka pólitískan andstæðing hans. Ferlið sem nú fer af stað er bæði flókið og fornt en á vef New York Times og á Guardian er reynt að útskýra fyrir lesendum hvernig rannsóknar- og ákæruferlið virkar. Þessi útskýring er að mestu leyti byggð á þessum tveimur greinum. Málið snýst um símtal Trumps og Volodímírs Selenskíj, forseta Úkraínu. Trump er sagður hafa sett 400 milljóna dala hernaðaraðstoð við Úkraínu á ís fyrir símtalið en síðan lofað Selenskíj aðstoðinni gegn því að Úkraínumenn rannsökuðu Joe Biden, einn líklegasta forsetaframbjóðanda Demókrata, og son hans Hunter Biden sem var í stjórn úkraínsks orkufyrirtækis.Hefur þetta verið gert áður? Stjórnarskrá Bandaríkjanna heimilar Bandaríkjaþingi að fjarlægja forseta Bandaríkjanna af valdastóli ef nógu margir þingmenn Öldungadeildarinnar greiða atkvæði með því að forsetinn hafi framið „landráð, mútuþægni eða alvarlega glæpi og afbrot“.Aðeins hafa þrír forsetar Bandaríkjanna farið í gegnum sama ferli og er nú við það hefjast. Tveir þeirra voru ákærðir af Bandaríkjaþingi. Andrew Johnson var formlega ákærður árið 1868 og Bill Clinton árið 1998. Báðir voru sýknaðir og sátu þeir sín kjörtímabil sem forsetar til enda. Richard Nixon sagði af sér árið 1974, áður en hann var formlega ákærður.Hvað eru „alvarlegir glæpir og afbrot“? Hugtakið á rætur sínar að rekja til Bretlands þar sem það var notað af breska þinginu til þess að fjarlægja embættismenn bresku krúnunnar úr embætti fyrir afglöp þeirra í starfi. Í raun merkir það misnotkun háttsetts embættismanns á valdi sínu. Í útskýringu New York Times kemur þó einnig fram að ekki sé úr miklu að moða þegar kemur að nákvæmri skilgreiningu á þessum hugtökum stjórnarskránni. Ekki sé tekið fram hvernig þingmenn megi túlka hvað geti flokkast sem „landráð, mútuþægni eða alvarlegir glæpi og afbrot“. Oftar en ekki sé það spurning um pólítiskan vilja, frekar en harða lögfræði.Hvernig er ferlið? Þegar þingið rannsakaði möguleg embættisbrot Nixon og Clinton rannsakaði dómsmálanefnd Fulltrúadeildarþingsins hvort tilefni væri til þess að höfða mál gegn forsetunum eða ekki. Í bæði skiptin mælti nefndin með því að Fulltrúadeildin myndi greiða atkvæði með því að ákæra forsetana fyrir embættisbrot.Í útskýringu New York Times kemur þó fram að ekki sé nauðsynlegt að láta dómsmálanefndina rannsaka málið. Fulltrúadeildin geti ýmist skipað sérstaka nefnd til að fara yfir hin meintu embættisbrot eða einfaldlega greitt atkvæði um það, án þess að einhver nefnd komi við sögu.Í það minnsta þurfa allir Fulltrúadeildarþingmenn að greiða atkvæði um hvort höfða eigi mál. Ákæran getur verið í fleiri en einum lið og ef meirihluti þingmanna greiðir atkvæði með minnst einum lið nægir það til þess að ákæra á hendur forseta verði gefin út.Verði forseti ákærður fer málið til Öldungadeildarinnar þar sem haldin eru réttarhöld. Forseti Hæstaréttar Bandaríkjana hefur umsjón með réttarhöldunum. Hópur fulltrúadeildarþingmanna er valinn til að skipa hlutverk saksóknara, forsetinn velur sér verjendur og þingmenn Öldungadeildarinnar mynda kviðdóm.Ef tveir af hverjum þremur öldungadeildarþingmönnum greiðir atkvæði með sakfellingu er forsetinn fjarlægður úr embætti, og varaforsetinn tekur við. Ekki er hægt að áfrýja niðurstöðu þingsins. Í tilfelli Johnson árið 1868 greiddi meirihluti öldungardeildarþingmanna atkvæði með því að sakfella hann, ekki náðist hins vegar þessi aukni meirihluti sem þarf til, því sat hann áfram í embætti.Frá réttarhöldunum yfir Bill Clinton.Vísir/GettyHvernig hefst ferlið? Um það hefur verið deilt hvernig ferlið fer nákvæmlega af stað. Líkt og segir hér að ofan rannsakaði dómsmálanefnd Fulltrúadeildarinnar í tilfelli Clinton og Nixon hvort tilefni væri til þess að ákæra. Það var eftir að Fulltrúadeildin samþykkti ályktun þess efnis að það væri hlutverk nefndarinnar að rannsaka. Deilt er um það hvort að slík ályktun sé nauðsynleg en ekki kom fram í máli Pelosi í dag, þegar hún tilkynnti að demókratar myndu hefja ferlið, nákvæmlega hvernig ferlið myndi fara af stað.Hún sagði þó að þær nefndir Fulltrúadeildarinnar sem þegar eru að rannsaka meint brot Trump sem gætu leitt til ákæru muni halda því áfram.Þá er einnig tæpt á því í útskýringu New York Times að í raun liggi ekki endilega ljóst fyrir hvort að ályktun um að hefja hinu formlegu rannsókn myndi fara í gegnum Fulltrúadeildina, þar sem meirihlutinn er í höndum demókrata, þó það þyki líklegt.Richard Nixon yfirgefur Hvita húsið eftir að hafa sagt af sér embætti.Vísir//Getty.Hvaða reglur gilda um réttarhöldin í Öldungardeildinni? Hvergi er mælt fyrir hvaða reglur skuli gilda samþykki Öldungardeildin að ákæra forseta. Öldungardeildin sjálf samþykkir hvaða reglur skuli gilda í hvert sinn. Í útskýringu New York Times er haft eftir Gregory B. Craig, sem var einn þeirra sem kom að málsvörn Clinton þegar hann var ákærður, að Öldungardeildin hafi samið reglurnar jafnóðum. Mitch McConnell.Vísir/GettyÞarf Öldungadeildin að halda réttarhöld? Samkvæmt stjórnarskránni er reiknað með að ef fulltrúadeildin ákveði að ákæra sé næsta skref að halda réttarhöld í Öldungadeildinni. Ekki er þó sérstakleg tekið á því í stjórnarskránni hvað skuli gera ef Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í Öldungadeildinni og meirihlutans þar, myndi neita að halda réttarhöld. Skemmst er að minnast þess að hann neitaði að kalla efri deildina saman til að ákveða hvort staðfesta ætti Merrick Garland sem hæstaréttardóma eftir tilnefningu Barack Obama, þáverandi forseta Bandaríkjanna.Haft er eftir Walter Dellinger, prófessor í lögfræði við Duke-háskólann, að ekki sé ljóst hvort valdið til að kalla saman Öldungadeildina til þess halda réttarhöld liggi hjá leiðtoga meirihlutans, McConnell í þessu tilfelli, eða forseta Hæstaréttar, John G. Roberts. Í það minnsta telur Dellinger að meirihluti samflokksmanna Trump í Öldungadeildinni gæti hreinlega ákveðið að vísa málinu frá áður en sönnunargögn eru lögð fram.100 þingmenn sitja í Öldungadeildinni, þar af 53 repúblikanar. 45 demókratar eiga þar sæti og tveir eru óháðir en þeir fylgja þó jafnan demókrötum að máli.Sem fyrr segir þarf aukinn meirihluta til þess að knýja fram sakfellingu og nái málið svo langt að fara fyrir Öldungadeildina þurfa demókratar því að treysta á að minnst 20 þingmenn repúblikana svíki lit og greiði atkvæði með þeim, vilji þeir ná fram sakfellingu.Hér má nálgastútskýringu New York Timesog hér mánálgast útskýringu Guardian.