Bone-orðin 10: Imba elskar sjálfsörugga snillinga Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 11. september 2019 20:15 Imba vinnur bæði sem fatahönnuður og í kvikmyndabransanum en í frímanum segist hún njóta þessa að slaka á og leika sér upp í sumarbústaðnum sínum á Þingvöllum. Aðsend mynd Ingibjörg Finnbogadóttir, eða Imba eins og hún er alltaf kölluð, starfar sjálfstætt í kvikmyndabransanum. Þessa dagana er hún á kafi í undirbúning fyrir tvö erlend kvikmyndaverkefni sem verða að hluta tekin upp hér á landi í haust og vetur.Þetta er allt top secret en ég get samt sagt það að George Clooney er bæði leikstjóri og leikari í öðru þeirra, það er sko eitthvað! Auk þess að vinna í kvikmyndabransanum er Imba annar eigandi fatamerkisins Nora, sem er íslensk framleiðsla á pelsum úr íslenskum lambaskinnum. Í frítíma sínum nýtur Imba þess að leika sér og njóta í sumarbústaðnum sínum á Þingvöllum þar sem hún segist eyða flestum sínum helgum. Þegar Makamál ná tali af Imbu er hún nýkomin úr árlegri veiðiferð í Langá með kven-veiðigenginu sínu, Börmunum og segir hún ferðina vera hinn fullkomna endi á sumrinu. Imba tók sér tíma milli verkefna til að setjast niður og deila því með Makamálum hvað henni finnast vera heillandi og óheillandi eiginleikar í fari karlmanna. Hér eru hin tíu Bone-orð Imbu. ON:1. Húmor. Sérstaklega að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Hlátur bætir, kætir og gerir mikið fyrir mig. 2. Sjálfsöruggi. Að líða vel í eigin skinni og bera það vel. Það toppar allan fatastíl. 3. Kurteisi og almenn virðing. Bæði gagnvart náunganum, dýrum og náttúrunni, það kann ég að meta. Ég vil „friðaðan“ herramann. 4. Snillingar. Mér finnst snillingar vera æði, ég elskaaa snillinga! 5. Handlagni. Að kunna skapa, skrúfa, bora og byggja finnst mér mjög aðlaðandi. HALLÓ HANDYMAN!Aðsend myndOFF:1. Neikvæðni. Ekkert fer meira í mínar fínustu. Það er svo skemmandi fyrir orkuna að vera í kringum neikvætt fólk og leiðinlegt. Þetta á einnig við um röfl og tuð. 2. Egóið. Ef þú átt ekki fyrir því, ekki reyna. 3. Innipúkar. Ég get vel verið innipúki um hávetur og á kósý kvöldum en til lengdar, no way – verð að komast út að leika. 4. Níska. Ef þú púllar nísku þá set ég rólega en ákveðið í bakkgír. Þarf kannski að mæla allt og gera allt jafnt? Ekkert óvænt? Nei, ég veit ekki, legg ekki í það. 5. Skegg. Nokkra vikna gamalt skegg sleppur ef þú ert sköllóttur og ginger (rauðhærður) en allt annað og eldra er alveg OFF fyrir mér, engar undantekningar. Aðsend myndMakamál þakka Imbu kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugsasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér. Bone-orðin 10 Tengdar fréttir Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Sigrún Eva fyrirsæta býr í Brooklyn, New York með kærastanum sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk fyrirsæta á í New York borg. 9. september 2019 21:15 Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Ingibjörg Finnbogadóttir, eða Imba eins og hún er alltaf kölluð, starfar sjálfstætt í kvikmyndabransanum. Þessa dagana er hún á kafi í undirbúning fyrir tvö erlend kvikmyndaverkefni sem verða að hluta tekin upp hér á landi í haust og vetur.Þetta er allt top secret en ég get samt sagt það að George Clooney er bæði leikstjóri og leikari í öðru þeirra, það er sko eitthvað! Auk þess að vinna í kvikmyndabransanum er Imba annar eigandi fatamerkisins Nora, sem er íslensk framleiðsla á pelsum úr íslenskum lambaskinnum. Í frítíma sínum nýtur Imba þess að leika sér og njóta í sumarbústaðnum sínum á Þingvöllum þar sem hún segist eyða flestum sínum helgum. Þegar Makamál ná tali af Imbu er hún nýkomin úr árlegri veiðiferð í Langá með kven-veiðigenginu sínu, Börmunum og segir hún ferðina vera hinn fullkomna endi á sumrinu. Imba tók sér tíma milli verkefna til að setjast niður og deila því með Makamálum hvað henni finnast vera heillandi og óheillandi eiginleikar í fari karlmanna. Hér eru hin tíu Bone-orð Imbu. ON:1. Húmor. Sérstaklega að hafa húmor fyrir sjálfum sér. Hlátur bætir, kætir og gerir mikið fyrir mig. 2. Sjálfsöruggi. Að líða vel í eigin skinni og bera það vel. Það toppar allan fatastíl. 3. Kurteisi og almenn virðing. Bæði gagnvart náunganum, dýrum og náttúrunni, það kann ég að meta. Ég vil „friðaðan“ herramann. 4. Snillingar. Mér finnst snillingar vera æði, ég elskaaa snillinga! 5. Handlagni. Að kunna skapa, skrúfa, bora og byggja finnst mér mjög aðlaðandi. HALLÓ HANDYMAN!Aðsend myndOFF:1. Neikvæðni. Ekkert fer meira í mínar fínustu. Það er svo skemmandi fyrir orkuna að vera í kringum neikvætt fólk og leiðinlegt. Þetta á einnig við um röfl og tuð. 2. Egóið. Ef þú átt ekki fyrir því, ekki reyna. 3. Innipúkar. Ég get vel verið innipúki um hávetur og á kósý kvöldum en til lengdar, no way – verð að komast út að leika. 4. Níska. Ef þú púllar nísku þá set ég rólega en ákveðið í bakkgír. Þarf kannski að mæla allt og gera allt jafnt? Ekkert óvænt? Nei, ég veit ekki, legg ekki í það. 5. Skegg. Nokkra vikna gamalt skegg sleppur ef þú ert sköllóttur og ginger (rauðhærður) en allt annað og eldra er alveg OFF fyrir mér, engar undantekningar. Aðsend myndMakamál þakka Imbu kærlega fyrir spjallið og fyrir áhugsasama er hægt að nálgast Instagram prófílinn hennar hér.
Bone-orðin 10 Tengdar fréttir Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Sigrún Eva fyrirsæta býr í Brooklyn, New York með kærastanum sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk fyrirsæta á í New York borg. 9. september 2019 21:15 Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Nokkuð algengt að fólk feli rafræn samskipti fyrir maka sínum Makamál Af hverju ættir þú að knúsa í þig? Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú „dömpað“ einhverjum í gegnum skilaboð? Makamál Íris og Lucas á CooCoo's Nest: „Við þóttumst vera rík einu sinni í mánuði“ Makamál Heiðdís Rós vill komast á Forbes listann Makamál Spurning vikunnar: Hefur þú heyrt um sambandsformið fjölástir (polyamory)? Makamál Einhleypan Helgi Jean: Segir draumastefnumótið enda með óléttu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Sjá meira
Móðurmál: Sigrún Eva fyrirsæta segir frá óvæntri meðgöngu í New York Sigrún Eva fyrirsæta býr í Brooklyn, New York með kærastanum sínum, tónlistarmanninum Sonny (SNNY) en Sigrún hefur búið og starfað í borginni síðustu 8 ár. Makamál fengu að heyra allt um meðgönguna og hvernig það er að vera ófrísk fyrirsæta á í New York borg. 9. september 2019 21:15
Einhleypan: Söng Bubbalag vitlaust á stóra sviðinu á Þjóðhátíð og var beðin um að fara Einhleypa Makamála þessa vikuna er þúsundþjalasmiðurinn og gleðipinninn Svanhvít Thea. Fáum að kynnast Svanhvíti Theu aðeins betur. 9. september 2019 20:30