Tesla fyrirhugar þrjár ofurhleðslustöðvar á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. september 2019 10:45 Hér ber að líta eina ofurhleðslustöð Tesla í Bandaríkjunum. Þrjár slíkar eru fyrirhugaðar á Íslandi sem stendur og segir talsmaður Tesla að tilkynnt verði um fleiri þegar fram líða stundir. Getty/Justin Sullivan Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi. Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Bandaríski rafbílaframleiðandinn Tesla hefur í hyggju, sem stendur, að reisa þrjár svokallaðar Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar á Íslandi á næstu árum. Talsmaður Tesla segir að Íslendingar megi búast við fleiri slíkum stöðvum þegar fram líða stundir. Á vefsíðu Tesla má nálgast kort yfir allar þær þúsundir ofurhleðslustöðvar Tesla sem finna má í heiminum. Á Íslandskortinu má sjá að þrjár slíkar stöðvar eru fyrirhugaðar hér á landi; við Stað í Hrútafirði, á Egilsstöðum og á Kirkjubæjarklaustri. Fátt er þó í hendi um hvenær þær verða opnaðar en Tesla segist ætla að ofurhleðslustöðin á Egilsstöðum verði vígð á næsta ári. Aðrar opni „fljótlega.“Hér ber að líta skjáskot af Íslandskorti Tesla. Á því má sjá staðsetningar fyrirhugaðra ofurhleðslustöðva auk þjónustumiðstöðvar Tesla að Krókhálsi.TeslaEven Sandvold Roland, talsmaður Tesla í Noregi, segir að upplýsingarnar sem lesa má úr Íslandskortinu séu þær einu sem fyrirtækið er tilbúið að gefa upp um fyrirhugaða uppbyggingu Tesla ofurhleðslustöðva á Íslandi - „á þessari stundu. Við munum kynna fleiri [stöðvar] til sögunnar síðar,“ segir Roland í samskiptum við Vísi. Í stuttu máli eru Tesla Supercharger-hraðhleðslustöðvar sem hannaðar eru fyrir langferðalög á Teslabifreiðum. Aðeins er hægt að hlaða bíla frá Tesla á ofurhleðslustöðvunum og geta nokkrar slíkar bifreiðar nýtt sér stöðina í einu. Að sögn Roland mun hálftíma hleðsla á stöðvunum skila um 300 kílómetra drægni. Stöðvarnar eiga auk þess að vera einfaldar í notkun. Ökumaðurinn slær inn áfangastað sinn í tölvu bílsins í upphafi ferðar og lætur tölvan ökumanninn vita af næstu ofurhleðslustöð ef hann þarf að hlaða bílinn til að komast á áfangastað sinn. Ökumaðurinn fær að sama skapi meldingu um það þegar búið er að hlaða bílinn nóg til að hann komist alla leið.Fimm dagar í opnun? Á fyrrnefndu Íslandskorti Tesla má aukinheldur sjá að fyrirtækið ætlar sér að opna verslun og verkstæði fyrir Tesla-bifreiðar á Krókhálsi í Reykjavík, en verslunin mun leigja hluta hússins sem í dag hýsir Kia-bifreiðar bílaumboðsins Öskju. Frá þeim áformum hefur verið greint á síðustu mánuðum; til að mynda að Tesla hafi auglýst fimm stöður lausar til umsóknar hjá versluninni í maí síðastliðnum. Elon Musk, stofnandi Tesla, greindi auk þess frá því á Twitter-síðu sinni í liðinni viku að verslun Tesla muni opna þann 9. september, eftir fimm daga. Ljóst er að Tesla virðist ætla sér stóra hluti á Íslandi. Fulltrúar rafbílaframleiðandands áttu þannig fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu í vor, áður en tekin var ákvörðun um að opna verslun sína hér á landi.
Bílar Orkumál Tesla Tengdar fréttir Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05 Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28 Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35 Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Sjá meira
Elon Musk segir Tesla opna á Íslandi 9. september Athafnamaðurinn Elon Musk, stofnandi rafbílaframleiðandans Tesla segir í kvöld á Twittersíðu sinni að útibú framleiðandans opni hér á landi 9. September næstkomandi. 31. ágúst 2019 00:05
Tesla auglýsir fimm lausar stöður á Íslandi Þessu vekur Jóhannes G. Ólafsson, formaður Rafbílasambands Íslands, athygli á í tilkynningu til fjölmiðla. 2. maí 2019 10:28
Fulltrúar Tesla funduðu með íslenskum embættismönnum um rafbílavæðingu Fulltrúar bandaríska rafbílaframleiðandans Tesla áttu fundi með íslenskum embættismönnum í stjórnkerfinu og á sveitarstjórnarstiginu áður tekin var ákvörðun um að opna útibú á Íslandi og auglýsa fimm lausar stöður. 10. maí 2019 22:35