Feigir fossar í Eyvindarfirði Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 29. ágúst 2019 08:30 Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árneshreppur Tómas Guðbjartsson Umhverfismál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Eyvindarfjörður er fallegur fjörður á Ströndum, beint norður af Ófeigsfirði og skammt frá Drangaskörðum. Innst í firðinum var aldrei búið, enda undirlendi lítið, en utar undir Drangavíkurfjalli er gamalt eyðibýli. Í Landnámabók segir að fjörðurinn sé kenndur við landnámsmanninn Eyvind Herröðarson, en bræður hans námu land aðeins sunnar í Ófeigsfirði og Ingólfsfirði, sem eru ekki síður fallegir firðir. Helsta djásn Eyvindarfjarðar er Eyvindarfjarðará sem á upptök sín í blátærum vötnum sunnan Drangajökuls. Í henni eru tugir fossa sem eru hver öðrum glæsilegri, en þeir neðstu, Eyvindarfjarðarárfossar, þykja tilkomumestir. Yfir þessa einstöku fossaröð eru tvær göngubrýr sem auðvelda göngu að Drangaskörðum. Þeir sjást einnig vel af sjó en þegar vatnið steypist niður hörð berglögin minnir fossakeðjan helst á hvítan blævæng sem glatt hefur sjómenn svo öldum skiptir.Úr fjarlægð líkjast Eyvindarfjarðarárfossar hvítri blæju. Mynd/ÓMBÞað er ógleymanlegt að skoða Eyvindarfjarðarárfossa í návígi og finna hvernig undirlagið hristist undan vatnsflaumnum. Fuglalíf og rekaviðardrumbar við ósinn auka síðan enn frekar á upplifunina. Eyvindarfjörður á sér flókna sögu en árið 1787 fórst verslunarskipið Fortuna í firðinum með manni og mús. Skolaði ýmsum varningi á land sem spilltur sýslumaður að nafni Halldór Jakobsson bauð upp undir áhrifum, enda töluvert af strandgóssinu brennivín. Seldi hann sjálfum sér ýmsan varning úr strandinu á kostakjörum og var vikið úr embætti í kjölfarið.Kyrrð og ótrúleg náttúrufegurð einkennir botn Eyvindarfjarðar – enda fjörðurinn afskekktur. Mynd/TGNæsta áfall í sögu Eyvindarfjarðar var þegar hann var seldur ítölskum barón fyrir slikk árið 2006, en sá sagðist ætla að byggja sér þar sumarbústað. Í staðinn seldi hann stuttu síðar VesturVerki og síðar HS Orku vatnsréttindin í Eyvindarfjarðará, sem gerði fyrirtækjunum kleift að stækka fyrirhugaða Hvalárvirkjun úr 35 MW í 55MW. Um leið voru tugir stórkostlegra fossa leiddir í gálgann því verði af virkjun munu þeir allir þurrkast upp. Í Eyvindarfjörð verður aðeins komist gangandi eða á báti. Frá bílastæðinu við Hvalárfossa er um dagsferð að ræða fram og til baka en við mælum með að taka með tjald, gista við ósinn og ganga þaðan upp og niður með fossunum. Þetta eru ósnortin víðerni eins og þau gerast best – víðerni sem vonandi fá að vera í friði um ókomnar aldir.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun