Líklegt að uppáhalds hershöfðingi Napóelons hafi fundist undir dansgólfi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. ágúst 2019 13:13 Napóleon fer yfir Alpana, málverk eftir Jacques-Louis David. Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast. Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira
Fornleifafræðingar munu í dag kynna niðurstöðu á DNA-greiningu á jarðneskum leifum sem fundust undir dansgólfi í rússnesku borginni Smolensk í sumar. Vonir standa til að leifarnar séu af Charles-Étienne Gudin, uppáhalds hershöfðingja Napóelon Bónaparte, sem lést í innrás Napóleons í Rússland á 19. öldinni. BBC fjallar um málið. Fornleifafræðingar fundu fyrr í sumar leifar af beinagrind en augljóslega mátti sjá að á hana vantaði aðra löppina. Stemmir það við frásagnir af dauða Gudin sem herma að fjarlægja hafi þurft aðra löppina eftir að hann varð fyrir fallbyssukúlu við Smolensk árið 1812. Hann lést af sárum sínum nokkrum dögum síðar. Teymi fornleifafræðinga hefur leitað af jarðneskum leifum hans frá því í vor en fyrr í sumar fundust leifarnar sem nú er verið að rannsaka í kofa í almenningsgarði við Smolensk, nánar tiltekið undir dansgólfi.Charles Étienne Gudin was a childhood friend of Napoleon’s and they studied together at the Military School in Brienne, in Champagne https://t.co/KqDFvI0n90 — The Times (@thetimes) August 28, 2019 Gudin var einn virtasti hershöfðingi Frakklandshers er hann lést, en hann útskrifaðist úr sama herskóla og Napóelon Bónaparte, sem var keisari Frakklands á árunum 1804 til 1814, og aftur um skamma hríð ári síðar. Undir hans stjórn lagðist Frakkland í mikla landvinninga, og gerði her hans meðal innrás í Rússland, þar sem Gudin lést. Talið er að innrásarher Napóleons hafi talið 400 þúsund hermenn og bjóst hann sjálfur við fljótunnum sigri. Annað kom á daginn og að lokum þurfti herinn að hörfa frá Rússlandi. Eftir að Gudin lést var hjarta hans flutt til Parísar þar sem var grafið, en nafns má finna víða í höfuðborg Frakklands. Er nafn hans grafið í Sigurbogann, líkneski af honum má finna í Versölum auk þess sem að gata í París er nefnd eftir honum. Aldrei var þó vitað með vissu hvar lík hans var niðurkomið og vona vísindamennirnir að DNA-prófið staðfesti að um lík Gudin sé að ræða og muni því aldargöml ráðgáta um hvar hann hafi hvílt öll þessi ár leysast.
Fornminjar Frakkland Rússland Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Sjá meira