Kröfðust þess að hætt verði að nota fíla sem burðardýr Gígja Hilmarsdóttir skrifar 11. ágúst 2019 23:10 Fílarnir ferja ferðamenn um kílómetra langa leið upp hæðina daglega. Vísir/EPA Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma. Indland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Dýraverndunarsinnar mótmæltu á götum indversku borgarinnar Jaipur í dag og kröfðust þess að menn hættu að nota fíla til að ferja ferðamenn upp að Amber virkinu sem er eitt helsta kennileiti borgarinnar. Guardian greinir frá þessu. Mótmælendurnir voru á hjólum og voru þau hugsuð sem hvatning fyrir ferðamenn að velja heldur þann ferðamáta en að nota fílana sem burðardýr. Mótmælin voru skipulögð af dýraverndunarsamtökunum, World Animal Protection (WAP) til að vekja athygli á degi fílsins, sem er á morgun. Á Guardian kemur fram að um hundrað fílar ferji ferðamenn um kílómetra langa vegalengd upp á hæðina þar sem virkið er. Þá kemur fram að gert sé ráð fyrir að sætin sem bundin eru á fílinn og fílahirðir með tvo ferðamenn geti vegið allt að þrjú hundruð kíló sem dýrið er með á bakinu upp hæðina. „Þetta er ekki bara spurning um þá grimmilegu aðferð sem notuð er til að temja dýrin heldur er það líka staðreynd að dýrin eru mörg mjög veik og þurfa á hjálp að halda,“ segir Kirsty Warren ein skipuleggjenda mótmælanna. Þá sagði hún mörg dýranna vera orðin blind og fætur þeirra í mjög slæmu ástandi eftir að hafa gengið margar ferðir upp bratta hæð á mjög hörðu undirlagi. Eigendur fílanna segja starfsemina vera nauðsynlega fyrir þá. Ferðamannaiðnaðurinn hagnist af heimsóknum túrista að hæðinni og spili fílabaksferðirnar þar stórt hlutverk. Þrátt fyrir að boðið sé upp á bílferðir fyrir þá sem ekki treysta sér til að ganga upp hæðina velji ferðamenn frekar að sitja fíl upp hæðina. „Við viljum að ferðamannaiðnaðurinn kynni reiðhjólaleiðir fyrir fólki í staðin. Við höfum bent þeim á að búa til griðastað fyrir fíla nálægt hæðinni þar sem ferðamenn geta fylgst með þeim í þeirra náttúrulega umhverfi,“ segir Gajender Sharma, leiðtogi WAP í Indlandi. Það geti orðið annars konar aðdráttarafl fyrir ferðamennina. Hún gagnrýnir það að fílarnir séu látnir standa í hitanum á steinsteyptum vegi þar sem enginn gróður er sjáanlegur. „Þið getið séð þjáninguna í augum þeirra. Þeir eru að segja að nú sé nóg komið,“ segir Sharma.
Indland Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira