Priyanka Chopra kölluð hræsnari af ráðstefnugesti Sylvía Hall skrifar 12. ágúst 2019 11:08 Chopra sat fyrir svörum á Beautycon-ráðstefnunni um helgina. Vísir/Getty Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands. „Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.Jai Hind #IndianArmedForces — PRIYANKA (@priyankachopra) February 26, 2019 „Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni. Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum. „Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu. „Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.Priyanka Chopra gets an audience question calling her hypocritical — here’s her response. #beautyconpic.twitter.com/pS82qX1SQG — Lindsay Weinberg (@WeinbergLindsay) August 10, 2019 Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.It took me back to when I couldn’t reach my family because of the blackouts and how scared/helpless I was. She gaslit me and turned the narrative around on me being the “bad guy” — as a UN ambassador this was so irresponsible. — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019Priyanka Chopra tweeted during a time when we were this close to sending nukes to one another. Instead of advocating for peace she tweeted in support of the Indian army pic.twitter.com/LhbMkOW59v — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019 Hollywood Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Leikkonan Priyanka Chopra var á meðal gesta á Beautycon-ráðstefnunni sem fram fór í Los Angeles nú um helgina. Ráðstefnan tók þó óvænta stefnu þegar kom að því að opna fyrir spurningar úr sal og einn ráðstefnugestur beindi sjónum sínum að deilu Pakistan og Indlands. „Það var svolítið erfitt að hlusta á þig tala um manngæsku því sem nágranni þinn, Pakistani, þá veit ég að þú ert svolítill hræsnari,“ sagði Ayesha Malik sem var ein þeirra sem sótti ráðstefnuna. Hún benti á tíst sem Chopra birti á Twitter-aðgangi sínum í febrúar síðastliðnum þar sem hún skrifaði „Jai Hind“ sem má þýða sem „Sigur fyrir Indland“ og bætti við myllumerki um her landsins.Jai Hind #IndianArmedForces — PRIYANKA (@priyankachopra) February 26, 2019 „Þú ert friðarsendiherra fyrir UNICEF og þú ert að hvetja til kjarnorkustríðs gegn Pakistan. Það er enginn sigurvegari í þessu,“ sagði Malik sem sagði marga íbúa landsins hafa stutt Chopra á leiklistarferli sínum í Bollywood. Þegar Malik hafði klárað setninguna gripu starfsmenn hljóðnemann af henni. Chopra greip hljóðnema og sagðist getað svarað þegar Malik væri búin að „pústa“. Hún baðst afsökunar á því að hafa sært tilfinningar fólks sem hafi stutt við bakið á henni en hún elskaði þjóð sína og það þyrfti að feta milliveginn í þessum málum. „Ég á marga vini frá Pakistand og ég er frá Indlandi. Stríð er ekki eitthvað sem ég er hrifin af, en ég er föðurlandsvinur, svo mér þykir það leitt ef særði tilfinningar fólks sem elska mig og hafa elskað mig, en ég held að við getum öll fundið einhverskonar milliveg sem við verðum að feta, alveg eins og þú gerir örugglega sjálf,“ sagði Chopra í svari sínu. „Hvernig þú réðst að mér núna, stelpa, ekki öskra. Við erum öll hér fyrir ást. Ekki öskra. Ekki gera þig að fífli,“ sagði hún áður en hún þakkaði fyrir spurningu Malik.Priyanka Chopra gets an audience question calling her hypocritical — here’s her response. #beautyconpic.twitter.com/pS82qX1SQG — Lindsay Weinberg (@WeinbergLindsay) August 10, 2019 Malik hefur tjáð sig um málið á Twitter og gerði lítið úr svari Chopra. Hún sagði bæði Indland og Pakistan hafa verið í hættu á þeim tíma sem Chopra birti tístið og í stað þess að hvetja til friðar hafi hún hvatt til kjarnorkustríðs. Þá hafi svarið verið ófagmannlegt í ljósi starfa hennar í þágu mannréttindamála og hún hafi gert lítið úr sér.It took me back to when I couldn’t reach my family because of the blackouts and how scared/helpless I was. She gaslit me and turned the narrative around on me being the “bad guy” — as a UN ambassador this was so irresponsible. — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019Priyanka Chopra tweeted during a time when we were this close to sending nukes to one another. Instead of advocating for peace she tweeted in support of the Indian army pic.twitter.com/LhbMkOW59v — Ayesha Malik (@Spishaa) August 11, 2019
Hollywood Indland Pakistan Tengdar fréttir Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00 Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15 Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40 Mest lesið Er bókstaflega skíthrædd Lífið Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Lífið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Fleiri fréttir Er bókstaflega skíthrædd Krakkatían: Kosningar, fiskar og göng Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Sigmundur taki stríðnina alla leið Bibba kannaði stemninguna á kosningamiðstöðvunum Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina „Álagið er þessi fjarvera“ Kosningakviss: Viðreisn og VG í dýpstu kosningaumræðunni Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Hefur smekk fyrir lélegum B-myndum, braski og sorpi Í skýjunum með sigurinn og stefnir á útgáfu í vor Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Sjá meira
Skutu niður tvær indverskar herþotur Pakistanar fullyrða að þeir hafi í morgun skotið niður tvær indverskar herþotur í lofthelgi sinni í Kashmírhéraði í morgun. 27. febrúar 2019 07:00
Khan reynir að stilla til friðar Pakistanar leysa fangelsaðan indverskan herflugmann úr haldi. Indverjar taka vel í ákvörðunina. Herforingjar beggja ríkja kveðast þó enn í viðbragðsstöðu enda er togstreitan á milli ríkjanna mikil. 1. mars 2019 06:15
Pakistanar kalla eftir viðræðum „Sagan segir okkur að stríð sé full af misreikningum. Mín spurning er þessi: Miðað við þau vopn sem við eigum, höfum við efni á því að misreikna okkur? Við ættum að setjast niður og tala saman.“ 27. febrúar 2019 13:40