Opinber hádegisverður Hildur Björnsdóttir skrifar 19. ágúst 2019 08:00 Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrarvanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölustaðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi miðborgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld. Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykjavíkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir stendur sundurslitið verslunarumhverfi. Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar. Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari. Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við. Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Hildur Björnsdóttir Reykjavík Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Ítrekað og endurtekið berast fregnir af rekstrarvanda í miðborg. Rótgrónir og vel sóttir matsölustaðir leggja upp laupana. Róðurinn er þungur fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki. Rekstrarumhverfi miðborgar er þungt – og stjórnsýsla borgarinnar torveld. Vissulega er umhverfi verslunar síbreytilegt. Með aukinni netverslun á hefðbundin verslun undir högg að sækja. Það er alþjóðleg þróun og sannarlega ekki séríslenskt fyrirbæri. Þegar auðum verslunarrýmum fjölgar í borgum heims leggja borgaryfirvöld Reykjavíkur áherslu á fjölgun nýrra rýma. Kvaðir eru lagðar á húsbyggjendur um verslunarhúsnæði á jarðhæðum nýbygginga. Fleiri þúsundir nýrra verslunarfermetra finnast nú í miðborg – í fullkomnu ósamræmi við hina alþjóðlegu þróun. Framboð er langt umfram eftirspurn. Rekstraraðilar færa sig milli rýma og eftir stendur sundurslitið verslunarumhverfi. Gatnaframkvæmdir standa yfir í miðborg. Flestir skilja nauðsyn framkvæmdanna – en þegar aðkomu verslana og veitingastaða er raskað er nauðsyn að eiga í samtali við rekstraraðila. Þess hefur ekki verið gætt og margir orðið fyrir verulegu tjóni. Málið sýnir skilningsleysi og hroka borgaryfirvalda gagnvart rekstraraðilum miðborgar. Samráð í tilkynningaformi án fyrirvara og samtals er engum til framdráttar. Borgaryfirvöld mættu vera atvinnulífi vinveittari. Síhækkandi fasteignaskattar, svifasein stjórnsýsla og samráðsleysi hafa reynst litlum og meðalstórum fyrirtækjum óþægur ljár í þúfu. Það er tímabært að bregðast við. Í miðborg Reykjavíkur er fjöldi opinberra stofnana. Mörg hundruð opinberir starfsmenn snæða opinberan hádegisverð í opinberum mötuneytum dag hvern. Væri kannski ráð að draga saman seglin, loka hinum opinberu mötuneytum og styðja fremur við einkaframtak í nærumhverfi? Það mætti útfæra án tjóns fyrir starfsfólk – en með miklum ágóða fyrir þá dugmiklu aðila sem nú stunda rekstur í miðborg. Hér gæti Ráðhús Reykjavíkur gengið á undan með góðu fordæmi. Ekki veitir af í óvinveittu rekstrarumhverfi sem kallar á viðbrögð.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar