Jákvæðni gagnvart Ísrael þarf ekki að fylgja pólitískum línum Finnur Thorlacius Eiríkssson skrifar 19. ágúst 2019 09:38 Þegar horft er yfir stjórnmálalandslagið blasir við sundraður veruleiki. Raunverulegir miðjuflokkar eru að hverfa og fólk velur sér í auknum mæli aðra hvora af tveimur steingerðum fylkingum. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við hægri og vinstri og að tilheyra þeim felur það í sér að samþykkja langan lista ólíkra stefnumála. Til dæmis áttu ekki að óttast loftslagsbreytingar ef þú vilt takmarka fjölda kvótaflóttamanna. Sömuleiðis áttu ekki að efast um réttmæti þungunarrofs ef þú ert fylgjandi lögleiðingu vímuefna. En er þetta ekki óþarflega heftandi? Væri ekki skynsamlegra að taka afstöðu til einstakra málefna án þess að hugsa um hvaða hlið hefur eignað sér þau? Annað viðfangsefni sem skiptir fólki í fylkingar er deilan á milli Ísraels og Palestínu. Þeir hófsömu tala fyrir tveggja ríkja lausn á meðan þeir róttæku hafna tilverurétti annars hvors ríkisins. Á Íslandi og víðar á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar (ýmist meðvitað eða ómeðvitað) talað máli þeirra sem hafna tilverurétti Ísraels. En þegar betur er að gáð hafa margir á þeirri hlið fullgildar ástæður fyrir jákvæðni gagnvart Ísrael.Tjáningar- og trúfrelsi Til dæmis má benda talsmönnum tjáningarfrelsis á neikvætt orðspor Palestínu í þeim efnum. Í fyrra birti Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) skýrslu sem dró upp dökka mynd af ástandinu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Fólk hefur í auknum mæli verið handtekið og pyntað af yfirvöldum fyrir það að gagnrýna Hamassamtökin og Palestínsku heimastjórnina (PA).1 Þó fjölmiðlaumhverfið í Ísrael sé ekki fullkomið heyrast þar ólík sjónarmið í virkri samfélagsumræðu, fjöldi dagblaða er gefinn út á ýmsum tungumálum og fjölmiðlar njóta tjáningarfrelsis, sem stofnunin Fréttamenn án landamæra (Reporters without Borders) viðurkennir að sé annars sjaldgæft í Mið-Austurlöndum.2Einnig má færa rök fyrir því að trúleysingjar hafi góðar ástæður til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael en Palestínu. Árið 2010 var trúleysinginn Waleed Al-Husseini handtekinn fyrir guðlast. Samkvæmt lögum heimastjórnarinnar er íslam ríkistrú Palestínu, en lögin heimila fólki einnig að aðhyllast kristni og gyðingdóm3 (þó gyðingum sé reyndar bannað að fara inn á sjálfstjórnarsvæðin). Lögin gefa hvorki heimild til að iðka fjölgyðistrú (líkt og hindúisma) né trúleysi. Eftir að hafa verið í fangelsi í tíu mánuði flúði Al-Husseini til Þýskalands.4 Á hinn bóginn eru engin lög sem hefta trúfrelsi fólks í Ísrael, og trúarleg fjölbreytni þar er töluvert meiri en í flestum grannríkjunum.5 Réttindi samkynhneigðra Talsmenn réttinda samkynhneigðra hafa einnig ríka ástæðu til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael því það er alls óvíst að þeir fengju hlýjar viðtökur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Á meðan eina gleðigangan í Mið-Austurlöndum er haldin árlega í Tel Aviv er samfélag Palestínumanna ekki opið gagnvart samkynhneigð. Rannsóknarstofan Pew Research leiddi í ljós að 93% íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna hafi neikvætt álit á samkynhneigð.6 Þó almenningsálit í Ísrael sé klofið í málinu – á svipuðum slóðum og í Póllandi – eru lífsgæði samkynhneigðra talsvert meiri í Ísrael en í Palestínu. Á Gazaströndinni liggur í reynd dauðarefsing við samkynhneigð (þó orðalagið „siðferðisleg hnignun“ sé notað þegar dómar eru kveðnir upp). Mahmoud Ishtiwi, sem var liðsforingi hjá Hamas, var tekinn af lífi árið 2016 af þeim sökum.7 Sjálfstjórnarsvæðin á Vesturbakkanum eru litlu skárri þó þar liggi ekki dauðarefsing við samkynhneigð. Eftir að Palestínumaður málaði regnbogalitina á einn af veggjunum við Vesturbakkann tóku samlandar hans sig til og hvíttuðu vegginn. „Við getum ekki stutt réttindi samkynhneigðra,“ var haft eftir einum þeirra.8Nú er viðbúið að harðir stuðningsmenn Palestínu muni hrópa slagorð gegn þessum fullyrðingum og segja þennan samanburð ekki skipta máli því að sjálf tilurð Ísraels hafi verið „óréttlát“. En með því væru þeir að flýja af hólmi. Það er einfaldlega staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra og trúlausra eru meiri í Ísrael en á palestínsku svæðunum. Þeir sem kalla slagorð gegn staðreyndum ógilda þær ekki, heldur afhjúpa þeir raunverulega afstöðu sína – að ekkert jákvætt við Ísraelsríki mun nokkurn tíma réttlæta tilvist þess. Er þetta skynsamleg afstaða sem mun stuðla að friði? Það verður að teljast ólíklegt. Það er skýrt merki um tvöfaldan staðal að allt sem mögulega geti talist neikvætt við Ísrael er blásið út í fjölmiðlum á meðan þagað er yfir mannréttindabrotum palestínskra yfirvalda. Þegar betur er að gáð er ekkert fjarstæðukennt við það að fólk á báðum vængjum stjórnmálanna geti verið jákvætt gagnvart Ísraelsríki. Margir sem telja sig vera andstæðinga Ísraels hafa í hávegum mannréttindi sem eru í betri farvegi þar en nokkurs staðar annars staðar í Mið-Austurlöndum. Það eina sem þarf að gera er að grafa aðeins undir yfirborðið til að komast að því að staðan er ekki eins svarthvít og hún er oft sett fram.Fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi, Finnur Thorlacius Eiríksson.Heimildir1https://www.hrw.org/news/2019/05/29/palestine-no-letup-arbitrary-arrests-torture2https://www.bbc.com/news/world-middle-east-146296113https://fot.humanists.international/countries/asia-western-asia/palestine/4https://www.dw.com/en/when-muslims-renounce-their-faith/a-175741725https://www.pewforum.org/2016/03/08/religious-affiliation-and-conversion/6https://www.pewresearch.org/global/2013/06/04/the-global-divide-on-homosexuality/7https://www.nytimes.com/2016/03/02/world/middleeast/hamas-commander-mahmoud-ishtiwi-killed-palestine.html8https://www.apnews.com/e303cdebde114089a2f9555651550e08 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnur Thorlacius Eiríksson Ísrael Palestína Mest lesið Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Skoðun Þjóðleiðir Íslands Högni Elfar Gylfason Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Köld eru kvennaráð – eða hvað? Halla Hrund Logadóttir Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson Skoðun Skoðun Skoðun Siðferði og ábyrgð – lykillinn að trausti Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Áhrifaleysið – trúa menn því virkilega? Andrés Pétursson skrifar Skoðun Íslenskur útgerðarmaður, evrópsk verkakona Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Embættismenn og stjórnmálamenn 30 ára Pétur Berg Matthíasson skrifar Skoðun Sýrland í stuttu máli Omran Kassoumeh skrifar Skoðun Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis? Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi Hildur Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Dýravelferð dýranna Árni Alfreðsson skrifar Skoðun Réttur kvenna til lífs Ólöf Embla Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Bílastæði eru hættulegri en þú heldur Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá Kvennafrídeginum árið 2025 Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Getur rafmagnið lært af símanum? Sigurður Jóhannesson skrifar Skoðun „Fé fylgi sjúklingi – ný útfærsla“ Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál eru orkumál Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lánakvótar opna á nýja möguleika í hagstjórn Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Ahimsa: Siðferði kjöts og innflytjendamála Rajan Parrikar skrifar Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Stigmögnun ofbeldis í nánum samböndum Kristín Snorradóttir skrifar Skoðun Brottvísanir frá sjónarhorni íslenskukennara Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn Íslands endurskoða hvalveiðileyfið? Elissa Phillips skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við raforkuöryggi almennings til framtíðar? Dagur Helgason skrifar Skoðun Erindisleysa Kennarasambandsins Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Óvenjuleg hálka Sara Oskarsson skrifar Skoðun Það eru margar leiðir til að lækka vexti Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Voru aðdragandi og úrslit þingkosninga lýðræðisleg? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar Sjá meira
Þegar horft er yfir stjórnmálalandslagið blasir við sundraður veruleiki. Raunverulegir miðjuflokkar eru að hverfa og fólk velur sér í auknum mæli aðra hvora af tveimur steingerðum fylkingum. Þessar fylkingar eru gjarnan kenndar við hægri og vinstri og að tilheyra þeim felur það í sér að samþykkja langan lista ólíkra stefnumála. Til dæmis áttu ekki að óttast loftslagsbreytingar ef þú vilt takmarka fjölda kvótaflóttamanna. Sömuleiðis áttu ekki að efast um réttmæti þungunarrofs ef þú ert fylgjandi lögleiðingu vímuefna. En er þetta ekki óþarflega heftandi? Væri ekki skynsamlegra að taka afstöðu til einstakra málefna án þess að hugsa um hvaða hlið hefur eignað sér þau? Annað viðfangsefni sem skiptir fólki í fylkingar er deilan á milli Ísraels og Palestínu. Þeir hófsömu tala fyrir tveggja ríkja lausn á meðan þeir róttæku hafna tilverurétti annars hvors ríkisins. Á Íslandi og víðar á Vesturlöndum hafa fjölmiðlar (ýmist meðvitað eða ómeðvitað) talað máli þeirra sem hafna tilverurétti Ísraels. En þegar betur er að gáð hafa margir á þeirri hlið fullgildar ástæður fyrir jákvæðni gagnvart Ísrael.Tjáningar- og trúfrelsi Til dæmis má benda talsmönnum tjáningarfrelsis á neikvætt orðspor Palestínu í þeim efnum. Í fyrra birti Mannréttindavaktin (Human Rights Watch) skýrslu sem dró upp dökka mynd af ástandinu á sjálfstjórnarsvæðum Palestínumanna. Fólk hefur í auknum mæli verið handtekið og pyntað af yfirvöldum fyrir það að gagnrýna Hamassamtökin og Palestínsku heimastjórnina (PA).1 Þó fjölmiðlaumhverfið í Ísrael sé ekki fullkomið heyrast þar ólík sjónarmið í virkri samfélagsumræðu, fjöldi dagblaða er gefinn út á ýmsum tungumálum og fjölmiðlar njóta tjáningarfrelsis, sem stofnunin Fréttamenn án landamæra (Reporters without Borders) viðurkennir að sé annars sjaldgæft í Mið-Austurlöndum.2Einnig má færa rök fyrir því að trúleysingjar hafi góðar ástæður til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael en Palestínu. Árið 2010 var trúleysinginn Waleed Al-Husseini handtekinn fyrir guðlast. Samkvæmt lögum heimastjórnarinnar er íslam ríkistrú Palestínu, en lögin heimila fólki einnig að aðhyllast kristni og gyðingdóm3 (þó gyðingum sé reyndar bannað að fara inn á sjálfstjórnarsvæðin). Lögin gefa hvorki heimild til að iðka fjölgyðistrú (líkt og hindúisma) né trúleysi. Eftir að hafa verið í fangelsi í tíu mánuði flúði Al-Husseini til Þýskalands.4 Á hinn bóginn eru engin lög sem hefta trúfrelsi fólks í Ísrael, og trúarleg fjölbreytni þar er töluvert meiri en í flestum grannríkjunum.5 Réttindi samkynhneigðra Talsmenn réttinda samkynhneigðra hafa einnig ríka ástæðu til að vera jákvæðari gagnvart Ísrael því það er alls óvíst að þeir fengju hlýjar viðtökur á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum. Á meðan eina gleðigangan í Mið-Austurlöndum er haldin árlega í Tel Aviv er samfélag Palestínumanna ekki opið gagnvart samkynhneigð. Rannsóknarstofan Pew Research leiddi í ljós að 93% íbúa palestínsku sjálfstjórnarsvæðanna hafi neikvætt álit á samkynhneigð.6 Þó almenningsálit í Ísrael sé klofið í málinu – á svipuðum slóðum og í Póllandi – eru lífsgæði samkynhneigðra talsvert meiri í Ísrael en í Palestínu. Á Gazaströndinni liggur í reynd dauðarefsing við samkynhneigð (þó orðalagið „siðferðisleg hnignun“ sé notað þegar dómar eru kveðnir upp). Mahmoud Ishtiwi, sem var liðsforingi hjá Hamas, var tekinn af lífi árið 2016 af þeim sökum.7 Sjálfstjórnarsvæðin á Vesturbakkanum eru litlu skárri þó þar liggi ekki dauðarefsing við samkynhneigð. Eftir að Palestínumaður málaði regnbogalitina á einn af veggjunum við Vesturbakkann tóku samlandar hans sig til og hvíttuðu vegginn. „Við getum ekki stutt réttindi samkynhneigðra,“ var haft eftir einum þeirra.8Nú er viðbúið að harðir stuðningsmenn Palestínu muni hrópa slagorð gegn þessum fullyrðingum og segja þennan samanburð ekki skipta máli því að sjálf tilurð Ísraels hafi verið „óréttlát“. En með því væru þeir að flýja af hólmi. Það er einfaldlega staðreynd að mannréttindi samkynhneigðra og trúlausra eru meiri í Ísrael en á palestínsku svæðunum. Þeir sem kalla slagorð gegn staðreyndum ógilda þær ekki, heldur afhjúpa þeir raunverulega afstöðu sína – að ekkert jákvætt við Ísraelsríki mun nokkurn tíma réttlæta tilvist þess. Er þetta skynsamleg afstaða sem mun stuðla að friði? Það verður að teljast ólíklegt. Það er skýrt merki um tvöfaldan staðal að allt sem mögulega geti talist neikvætt við Ísrael er blásið út í fjölmiðlum á meðan þagað er yfir mannréttindabrotum palestínskra yfirvalda. Þegar betur er að gáð er ekkert fjarstæðukennt við það að fólk á báðum vængjum stjórnmálanna geti verið jákvætt gagnvart Ísraelsríki. Margir sem telja sig vera andstæðinga Ísraels hafa í hávegum mannréttindi sem eru í betri farvegi þar en nokkurs staðar annars staðar í Mið-Austurlöndum. Það eina sem þarf að gera er að grafa aðeins undir yfirborðið til að komast að því að staðan er ekki eins svarthvít og hún er oft sett fram.Fyrir hönd MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi, Finnur Thorlacius Eiríksson.Heimildir1https://www.hrw.org/news/2019/05/29/palestine-no-letup-arbitrary-arrests-torture2https://www.bbc.com/news/world-middle-east-146296113https://fot.humanists.international/countries/asia-western-asia/palestine/4https://www.dw.com/en/when-muslims-renounce-their-faith/a-175741725https://www.pewforum.org/2016/03/08/religious-affiliation-and-conversion/6https://www.pewresearch.org/global/2013/06/04/the-global-divide-on-homosexuality/7https://www.nytimes.com/2016/03/02/world/middleeast/hamas-commander-mahmoud-ishtiwi-killed-palestine.html8https://www.apnews.com/e303cdebde114089a2f9555651550e08
Skoðun Framtíðarsýn skóla og frístundastarfs í Lauganes- og Langholtshverfi Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Aðgengi og lífsgæði eldri borgara í stafrænni framtíð: Hvað getum við gert betur? Hildur María Friðriksdóttir skrifar
Skoðun Valkyrjustjórnin skyldi íslensk flugfélög til gæludýraflutninga í farþegaflugvélum Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Krísan sem heimurinn hundsar: kynbundið ofbeldi í átökum Birta B. Kjerúlf ,Kjartan Ragnarsson skrifar