Sara um íslenskar konur: Við erum ekki hræddar við að vera sterkar og viljum sýna það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2019 09:30 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir . Mynd/iInstagram/sarasigmunds Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands. CrossFit Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Sjá meira
Íslenska CrossFit drottningin Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er aðalleikarinn í nýju flottu myndbandi sem er tileinkað henni og náttúru Íslands. Culture Trip tók upp íslensku CrossFit stjörnuna að undirbúa sig fyrir heimsleikana út í náttúru Íslands. Fram undan er dagur tvö á heimsleikunum í CrossFit í Madison en Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir er í 26. sæti eftir fyrsta daginn. Hún tryggði sér farseðilinn til Madison í byrjun ársins og hefur síðan þá unnið markvisst að því að undirbúa sig fyrir hennar fimmtu heimsleika á ferlinum. Meðal þess sem Sara gerði var að fara út í náttúru Íslands ásamt kvikmyndagerðafólki frá Culture Trip. Fólkið frá Culture Trip tók upp stórglæsilegar myndir af Söru undir beru lofti í fallegri og stórbrotinni náttúru landsins hennar. Culture Trip hefur nú sett saman stutt myndband frá upptökunum og má sjá það hér fyrir neðan en þar má einnig segja Söru segja frá því hvernig íslenska náttúran hafi góð áhrif á sig.Watch CrossFit athlete @SaraSigmundsdot use Iceland's vast terrain to train to become the fittest woman on Earth #CrossFitGames@GoPro#adpic.twitter.com/Rlguu8RCyj — Culture Trip (@CultureTrip) August 1, 2019„Til að ná mínum markmiðum þá þarf ég að æfa vel og vera óstöðvandi. Ég heiti Sara Sigmundsdóttir og ég vil verða hraustasta konan á jörðinni,“ segir Sara í upphafi myndbandsins en það er á ensku. „Ég elska Ísland út af hversu einstakt land það er og hversu náttúran er harðgerð. Það er land ís og elda. Við erum með jökla, við erum með eldfjöll og við erum með svartar strendur,“ segir Sara. „Það færist yfir mann friðsæl tilfinning þegar maður hleypur út í náttúru Ísland,“ segir Sara. „Ísland hefur verið mér hvatning hvað varðar jafnrétti kvenna. Íslenskar konur eru ekki hræddar við það að vera sterkar. Við erum ekki hræddar við það sem við getum gert og við viljum sýna það,“ segir Sara í myndbandinu en á meðan er sýndar af henni glæsilegar myndir þar sem Sara æfir á þekktum stöðum í náttúru Íslands.
CrossFit Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn Tveir nýliðar í hópi þjóða sem Ísland gæti mætt á EM í Sviss Draumabyrjun hjá Nistelrooy „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Neuer sá rautt og Bayern enn á ný úr leik Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ „Er bara ekkert hjarta í liðinu til að klára svona“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Stórkostlegt svar Stólanna gegn toppliðinu Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Uppgjörið: Keflavík - Aþena 74-59 | Meistararnir stungu af í seinni Stórsigur eftir erfiða tíma hjá Barcelona Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir „Við sjáum möguleika þarna“ Fær meira fyrir að tala í hálftíma en fyrir heilt tímabil í WNBA „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Dramatískt mark Ísabellu tryggði Íslandi áfram Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Sjá meira