Þrettán ára þráhyggja Hildur Björnsdóttir skrifar 23. júlí 2019 08:00 Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur í felulitum Björn Gíslason skrifar Skoðun Augljós og sýnilegur ávinningur í styttingu biðlista Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Staðreyndir í útlendingamálum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um ferðaþjónustuna Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Sjá meira
Laxveiðidagurinn er mikill tyllidagur í Reykjavík. Þá safnast allir sem vettlingi geta valdið að veiðistaðnum. Kvenfólkið var ríðandi í söðlum. Hleyptu þær hestum sínum með undraverðu hugrekki og kjarki”, ritaði enskur ferðamaður árið 1810 um Laxveiðidaginn í Elliðaánum. Nýverið samþykkti meirihluti borgarstjórnar atvinnuuppbyggingu í Elliðaárdalnum. Borgarstjóri hefur barist fyrir uppbyggingunni í þrettán ár. Íbúar og hollvinasamtök hafa andmælt áformunum. Sjálfstæðisflokkur hefur lagt til friðlýsingu dalsins. Formaður skipulagsráðs telur tilfinningatal um verðmæta náttúru dalsins hjákátlegt enda sé dalurinn manngerður. Öðruvísi mér áður brá. Elliðaárdalurinn geymir fjölmörg náttúrufyrirbrigði og söguleg kennileiti. Þar má finna minjar um tvö jökulskeið, plöntutegundir sem taldar eru í útrýmingarhættu og 200-300 þúsund ára gamlar skeldýra- og gróðurleifar. Eins má finna fjölbreytt fuglalíf og margvíslegan upprunalegan blómgróður. Það eru kannski þessi fyrirbrigði sem formaðurinn telur manngerð? Í dalnum má finna Elliðaárnar sem taldar eru með bestu fiskveiðiám landsins. Núverandi farvegir mótuðust þegar Elliðavogshraunið rann, en það er talið 5200 ára gamalt. Það eru kannski árnar sem formaðurinn telur manngerðar? Eða kannski hraunið? Trjárækt í Elliðaárdal er talin hefjast um 1920. Heimildir herma að ríflega hundrað árum fyrr hafi Reykvíkingar haldið í lystireisur í dalinn á frídögum. Vissulega hefur skógrækt og stígagerð skapað aðgengilegt og skjólgott umhverfi. Virkjun Elliðaánna og uppfylling við Elliðarárósa breyttu einnig náttúrufari. En dalurinn er ekki manngerður – hann varð þýðingarmikill fyrir borgarlífið löngu áður en mannshöndin hóf afskipti. Nú hefst uppbygging atvinnustarfsemi í Elliðaárdalnum – á svæði sem fremur hefði mátt þróa í samhengi við náttúru dalsins. Það væri óskandi að samstarfsflokkar borgarstjóra hleyptu hestum sínum af sama hugrekki og kjarki og stúlkurnar á Laxveiðideginum – því ekki hafa þeir mótmælt þrettán ára þráhyggju borgarstjóra fyrir atvinnustarfsemi í dalnum. Það er miður.Höfundur er borgarfulltrúi fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
Skoðun Framtíð án sleggju: Vaxtalækkanir og skattalækkanir í þágu heimilanna Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar