Vísa kröfu Eflingar til Sambands íslenskra sveitarfélaga Sylvía Hall skrifar 26. júlí 2019 20:50 Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Vísir/Egill Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.” Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Fundur bæjarráðs Kópavogs samþykkti í gær að vísa kröfu Eflingar um 105 þúsund króna eingreiðslu til félaga eflingar sem starfa hjá bæjarfélaginu til Sambands íslenskra sveitarfélaga. Félagsmenn Eflingar afhentu í gær undirskriftalista til bæjarstjórna Kópavogsbæjar, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness. Hörð kjaradeila hefur verið milli verkalýðsfélaganna og Sambands íslenskra sveitarfélaga vegna jöfnunar á lífeyrisréttindum. Vegna tafa á samningsgerð við hið opinbera hafi verið samþykkt að starfsmenn myndu fá greiddar 105 þúsund krónur þann 1. ágúst. Að undanskilinni Reykjavíkurborg, telja verkalýðsfélögin að ekki hafi verið staðið við loforð um jöfnun lífeyrisréttinda félagsmanna sinna. Í tilkynningu frá Eflingu segir að mikill samhugur hafi verið hjá starfsfólki. Þrátt fyrir sumarlokanir í skólum og leikskólum bæjarfélaganna hafi safnast töluvert af undirskriftum. Valgerður Árnadóttir, sviðsstjóri Félagssviðs Eflingar, segir viðbrögð bæjarráðs Kópavogs vera vonbrigði. „Það eru vonbrigði að bæjarstjórn Kópavogsbæjar skuli ekki taka afstöðu með starfsfólki sínu þegar svo mikilvægt kjaramál er tekið fyrir, að þau skuli ekki gæta jöfnuðar meðal starfsfólks síns þar sem ljóst er að sumt starfsfólk mun hljóta þessa greiðslu en aðrir ekki,“ er haft eftir Valgerði í tilkynningu Eflingar. Hún segir það óafsakanlegt að lægst launaða starfsfólki bæjarins séu sendar kaldar kveðjur í sumarfríinu sem bæjarstjórinn sé svo „heppinn að fá að njóta“. Hann hafi ekki verið viðstaddur fundinn. „Hæst launaði bæjarstjóri landsins og þó víða væri leitað getur ekki unað þeim lægst launuðu kjarabót sem þau hafa sannarlega unnið sér inn fyrir.”
Kjaramál Kópavogur Sveitarstjórnarmál Tengdar fréttir Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00 Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15 Mest lesið Kosningavaktin: Sögulegar kosningar að baki Innlent Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Innlent Fleiri fréttir „Ekkert sérstök upplifun“ og „ákveðinn léttir“ að missa þingsæti Vatnsstaðan ekki verið hærri frá flóðinu 2006 Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Formenn gera upp kosningaúrslitin í beinni á Stöð 2 Kveikt í póstkössum og blaðagámi Embætti og stöður sem losna eftir kosningar Óviss með framtíð sína innan Pírata Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Brynjar hvetur flokk sinn til að fara í naflaskoðun Eldur í íbúð í Vesturbergi VG rak ekki kosningabaráttuna á yfirdrætti 31 snýr ekki aftur á þing Halla forseti hittir alla formennina á morgun „Langt frá því sem við í Vinstri grænum vonuðum“ Aldursforseti þingsins er grjóthörð í horn að taka Úrslit á landsvísu: Þessi sitja á þingi næsta kjörtímabil Krossar fingur vegna Sigurðar Inga Stórsigur stjórnarandstöðu, fyrstu viðbrögð og stemning fram á nótt Væri æskilegt að geta séð niðurstöður eftir kjörstöðum „Ég er sá fyrsti sem hafnaði þessari ríkisstjórn“ Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi Sjá meira
Segir sveitarfélögin láta kjaradeiluna bitna á þeim sem hafa lægstu launin Formaður Starfsgreinasambands Íslands segir ótækt að samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga láti þá kjaradeilu sem er í gangi á milli sambandanna bitna á þeim félagsmönnum sem hafa lægstu launin. 17. júlí 2019 13:00
Boðar lamandi verkföll í haust fái félagsmenn ekki greiðsluna Formaður Framsýnar stéttarfélaga í Þingeyjarsýslum segir það með ólíkindum að Samband íslenskra sveitarfélaga hyggist ekki greiða starfsmönnum sínum innan Starfsgreinasambandsins eingreiðslu í ágúst. 11. júlí 2019 12:15