Óska eftir því að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. júlí 2019 18:30 Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Félagið hefur meðal annars óskað eftir því að fá að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW. Fulltrúar félagsins hafa þó ekki aðeins sett sig í samband við Samgöngustofu en þeir hafa einnig óskað eftir fundi með Isavia. Þá hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að taka á leigu flugskýli sem áður var leigt af WOW air. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir flugrekendur hafi keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri og greitt með eingreiðslu. Er markmiðið sagt vera að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því að kaupandinn væri M Ballarin og félag hennar Oasis Aviation Group. Í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir kannaðist fulltrúi fyrirtækisins við málið en benti á Pál Ágúst Ólafsson, lögmann, sem er sagður aðstoða Ballarin í málinu. Samkvæmt vef félagsins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Michel Ballarin er sögð hafa keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri og greitt með eingreiðslu.Vísir/GettyBallarin hefur skrautlega sögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Árið 2008 heimtuðu sómalískir sjóræningjar að hún hefði milligöngu um lausn gísla sem þeir höfðu tekið. Hið virta tímarit Foreign Policy birti fyrir nokkrum árum grein um Ballarin, sem lýsti því hvernig varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ráðið hana til að berjast við öfgamenn í Sómalíu. Páll Ágúst staðfestir þó ekki að Ballarin sé kaupandinn. Það eina sem hann geti sagt er að um ræði bandarískan aðila með áratuga reynslu af flugrekstri og flugtengdum rekstri. Kaupandinn sé alveg ótengdur hinu fallna WOW. „Fyrst er að eiga náið og gott samtal við Samgöngustofu. Einnig þarf að eiga sér stað ítarlegri viðræður við Isavia og þegar þær eru allar komnar vel á veg þá hefur umbjóðandinn minn fullan hug af því að kynna sig með rækilegum hætti og þau tækifæri sem hann sér á þessum markaði,“ segir Páll.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Hann segir að kaupandinn hafi nú þegar átt fundi með Samgöngustofu. Nú sé unnið að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstrarleyfi. „Það er umtalsvert mikið af gögnum sem þarf að skila inn. Það þarf að skoða þau leyfi sem umbjóðandi minn hefur nú þegar hvort það nýtist.“ Þá sé samtal við Isavia þegar farið af stað. „Og leitað til þeirra um leigu á húsnæði“ um ræði húsnæði undir flugrekstrartengda starfsemi, svo sem fyrir varahluti sem keyptir voru úr þrotabúinu. Þá hafi átt sér stað óformlegt samtal við Airport Associates. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, sagðist ekkert hafa um þetta mál að segja í samtali við fréttastofu í dag. Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Bandarískt flugrekstrarfyrirtæki, sem segist sérhæfa sig í vopnaflutningum í Bandaríkjunum, hefur keypt mestallar eigur WOW air af þrotabúi félagsins. Fulltrúar þess hafa nú þegar átt nokkra fundi með Samgöngustofu um flugrekstrarleyfi og hefur þeim verið mjög vel tekið að sögn lögmanns félagsins. Félagið hefur meðal annars óskað eftir því að fá að leigja flugskýli sem áður var leigt til WOW. Fulltrúar félagsins hafa þó ekki aðeins sett sig í samband við Samgöngustofu en þeir hafa einnig óskað eftir fundi með Isavia. Þá hafa þeir óskað eftir því að félagið fái að taka á leigu flugskýli sem áður var leigt af WOW air. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að bandarískir flugrekendur hafi keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri og greitt með eingreiðslu. Er markmiðið sagt vera að endurvekja lággjalda-flugrekstur á grunni WOW air. Þá greindi Viðskiptablaðið frá því að kaupandinn væri M Ballarin og félag hennar Oasis Aviation Group. Í samtali við fréttastofu nú rétt fyrir fréttir kannaðist fulltrúi fyrirtækisins við málið en benti á Pál Ágúst Ólafsson, lögmann, sem er sagður aðstoða Ballarin í málinu. Samkvæmt vef félagsins sinnir það leiguflugi frá Bandaríkjunum til Afríku og sérhæfir sig meðal annars í flutningi vopna. Michel Ballarin er sögð hafa keypt allar eignir úr þrotabúi WOW air sem tengjast flugrekstri og greitt með eingreiðslu.Vísir/GettyBallarin hefur skrautlega sögu. Hún er efnuð kaupsýslukona í Bandaríkjunum með tengsl við Sómalíu, þar sem heimamenn kalla hana Amiru, eða prinsessu. Árið 2008 heimtuðu sómalískir sjóræningjar að hún hefði milligöngu um lausn gísla sem þeir höfðu tekið. Hið virta tímarit Foreign Policy birti fyrir nokkrum árum grein um Ballarin, sem lýsti því hvernig varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefði ráðið hana til að berjast við öfgamenn í Sómalíu. Páll Ágúst staðfestir þó ekki að Ballarin sé kaupandinn. Það eina sem hann geti sagt er að um ræði bandarískan aðila með áratuga reynslu af flugrekstri og flugtengdum rekstri. Kaupandinn sé alveg ótengdur hinu fallna WOW. „Fyrst er að eiga náið og gott samtal við Samgöngustofu. Einnig þarf að eiga sér stað ítarlegri viðræður við Isavia og þegar þær eru allar komnar vel á veg þá hefur umbjóðandinn minn fullan hug af því að kynna sig með rækilegum hætti og þau tækifæri sem hann sér á þessum markaði,“ segir Páll.Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður.Hann segir að kaupandinn hafi nú þegar átt fundi með Samgöngustofu. Nú sé unnið að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstrarleyfi. „Það er umtalsvert mikið af gögnum sem þarf að skila inn. Það þarf að skoða þau leyfi sem umbjóðandi minn hefur nú þegar hvort það nýtist.“ Þá sé samtal við Isavia þegar farið af stað. „Og leitað til þeirra um leigu á húsnæði“ um ræði húsnæði undir flugrekstrartengda starfsemi, svo sem fyrir varahluti sem keyptir voru úr þrotabúinu. Þá hafi átt sér stað óformlegt samtal við Airport Associates. Skúli Mogensen, fyrrverandi forstjóri WOW, sagðist ekkert hafa um þetta mál að segja í samtali við fréttastofu í dag.
Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Tengdar fréttir Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15 Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15 Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Hafa fundað um flugrekstarleyfi Kaupandi eigna þrotabús WOW air vinnur nú að því að undirbúa nauðsynleg gögn svo hægt sé að sækja formlega um flugrekstarleyfi hjá Samgöngustofu. Fulltrúar kaupandans hafa átt nokkra fundi með stofnuninni. 12. júlí 2019 12:15
Yfir 600 fyrrverandi starfsmenn WOW air enn án vinnu Aðeins tæpur fimmtungur fyrrverandi starfsmanna WOW air sem fór á atvinnuleysiskrá þegar flugfélagið féll í apríl hefur fengið atvinnu. 11. júlí 2019 20:15
Ameríkanar endurreisa WOW Bandarískir flugrekendur, ótengdir WAB, hafa keypt flugrekstrareignir þrotabús WOW air. Kaupverðið greitt með eingreiðslu. Markmiðið er að endurvekja lággjaldaflugrekstur á grunni hins fallna flugfélags. 12. júlí 2019 06:15