Bakari fyrir smið Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 13. júlí 2019 10:00 Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Útlendingamálin eru viðkvæmt umræðuefni. Nóg er að horfa til Norðurlandanna til þess að sjá hvað þessi málaflokkur getur hleypt mikilli hörku í stjórnmálin. Það er því ástæða til að vanda okkur, bæði í stefnumótun í þessum málum og ekki síður í því hvernig við tölum um þau. Mér finnst mjög miður að verða vitni að árásum sem hafa dunið á Útlendingastofnun að undanförnu. Fullyrt er fullum fetum að fólkið sem þar vinnur sé uppfullt af mannvonsku og illgirni, að það sé starfsfólkið sem í andstyggð sinni rekur fólk úr landi, allt eftir því hvernig liggur á því. Starfsfólk Útlendingastofnunar er venjulegt fólk, svona eins og þú og ég. Verkefni þess er að afgreiða mál í samræmi við lög og reglur og á því hvílir því þung ábyrgð. En ef okkur finnst afgreiðsla þeirra ómanneskjuleg þá er það vegna þess að lögin og reglurnar eru ómanneskjuleg. Það að persónugera umræðuna í embættismönnum er mjög rangt, við eigum að beina umræðunni að stjórnmálamönnunum sem ákveða lögin og reglurnar sem gilda um málaflokkinn. Varla erum við þeirrar skoðunar að embættismenn Útlendingastofnunar eigi að vinna eftir einhverju öðru en lögum og reglum? Við ættum síðan að ræða meira um hvernig við tökum á móti flóttamönnum, einkum börnum. Við erum rík þjóð og við hljótum að geta tryggt að þeir flóttamenn sem hingað koma fái góðan stuðning og að börn þeirra eigi sömu möguleika á að leita sér hamingju eins og þau sem af íslensku bergi eru brotin. Það er nefnilega of fátt fólk í þessu stóra landi okkar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun