Börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum E. coli Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2019 20:00 Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería. Sóttvarnarlæknir segir börn sérstaklega næm fyrir bakteríunni og hugsanlegt sé að fullorðnir myndi ónæmi fyrir henni. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa uggandi yfir stöðunni. Tíunda e.coli smitið var staðfest í dag. Þeir sem smitaðir eru eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Um er að ræða saurbakteríu sem kemst niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem valdið getur blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnarbilun og blóðleysi. „Þetta er semsagt saurmengun. Þetta er baktería sem lifir í saur og hún kemst í matvæli og vatn. Fólk getur einnig smitast beint af dýrum eða menguðu umhverfi. Fólk lætur þessa bakteríu ofan í sig og þannig myndast sýking,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki tímabært að segja til um hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. Orsök smitsins eru eins og stendur ókunn. Aðspurður hvernig standi á því að einungis börn hafa smitast af veirunni segir hann börn líklega næmari fyrir henni. „Já börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum þessarar bakteríu. Fá meiri einkenni og veikjast oftar, afhverju það er er ekki alveg ljóst en það er hugsanlegt að við fullorðna fólkið séum búin að mynda einhvers konar ónæmi sem verndar okkur meira en börnin,“ sagði Þórólfur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurFjögur börn greindust með sýkinguna í síðustu viku en tvö af þeim voru lögð inn á Barnaspítalann með alvarleg einkenni. Annað þeirra er útskrifað og komið heim en hitt liggur enn á spítalanum. „Þessi fimm sem greindust um helgina hafa ekki þurft að leggjast inn á spítalann og eru þannig ekki með alvarleg veikindi en það er fylgst áfram með þeim til að tryggja það að þau myndi ekki með sér alvarleg einkenni,“ sagði Þórólfur. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa órólega yfir stöðunni en þeir bíða nú eftir að uppruni sýkingarinnar finnist. „Það er mjög mikilvægt að það takist að finna hann þannig að það sé hægt að vinna með það og koma í veg fyrir áframhaldandi sýkingar. Á meðan enginn niðurstaða liggur fyrir eru allir að bíða og allir liggja undir grun,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir íbúa uggandi yfir stöðunni.VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Alls hafa tíu börn greinst með sýkingu af völdum E.coli baktería. Sóttvarnarlæknir segir börn sérstaklega næm fyrir bakteríunni og hugsanlegt sé að fullorðnir myndi ónæmi fyrir henni. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa uggandi yfir stöðunni. Tíunda e.coli smitið var staðfest í dag. Þeir sem smitaðir eru eiga það sameiginlegt að hafa verið á ferð um Bláskógabyggð undanfarnar vikur. Um er að ræða saurbakteríu sem kemst niður í meltingarveg og framleiðir eiturefni sem valdið getur blóðugum niðurgangi og í alvarlegum tilfellum nýrnarbilun og blóðleysi. „Þetta er semsagt saurmengun. Þetta er baktería sem lifir í saur og hún kemst í matvæli og vatn. Fólk getur einnig smitast beint af dýrum eða menguðu umhverfi. Fólk lætur þessa bakteríu ofan í sig og þannig myndast sýking,“ sagði Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir. Hann segir ekki tímabært að segja til um hvort líklegra sé að smitið komi úr matvælum eða vatni. Orsök smitsins eru eins og stendur ókunn. Aðspurður hvernig standi á því að einungis börn hafa smitast af veirunni segir hann börn líklega næmari fyrir henni. „Já börn veikjast frekar en fullorðnir af völdum þessarar bakteríu. Fá meiri einkenni og veikjast oftar, afhverju það er er ekki alveg ljóst en það er hugsanlegt að við fullorðna fólkið séum búin að mynda einhvers konar ónæmi sem verndar okkur meira en börnin,“ sagði Þórólfur Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að börnin sem greindust um helgina með sýkingu af völdum E. coli baktería séu sem betur fer ekki alvarlega veik.Vísir/BaldurFjögur börn greindust með sýkinguna í síðustu viku en tvö af þeim voru lögð inn á Barnaspítalann með alvarleg einkenni. Annað þeirra er útskrifað og komið heim en hitt liggur enn á spítalanum. „Þessi fimm sem greindust um helgina hafa ekki þurft að leggjast inn á spítalann og eru þannig ekki með alvarleg veikindi en það er fylgst áfram með þeim til að tryggja það að þau myndi ekki með sér alvarleg einkenni,“ sagði Þórólfur. Sveitarstjóri Bláskógabyggðar segir íbúa órólega yfir stöðunni en þeir bíða nú eftir að uppruni sýkingarinnar finnist. „Það er mjög mikilvægt að það takist að finna hann þannig að það sé hægt að vinna með það og koma í veg fyrir áframhaldandi sýkingar. Á meðan enginn niðurstaða liggur fyrir eru allir að bíða og allir liggja undir grun,“ sagði Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar. Ásta Stefánsdóttir er sveitarstjóri í Bláskógabyggð. Hún segir íbúa uggandi yfir stöðunni.VÍSIR/MAGNÚS HLYNUR
Bláskógabyggð E.coli á Efstadal II Heilbrigðismál Neytendur Tengdar fréttir Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00 Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30 Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27 Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Innlent Fleiri fréttir Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Framlengir fjöldaflóttavernd enn frekar Telja sig hvorki geta hafnað né samþykkt ósk um endurtalningu Að starfa með Sjálfstæðisflokknum eins og að sænga hjá ísbirni Grunaður morðingi áfram bak við lás og slá Allir flokkar innan frávika í könnunum nema Flokkur fólksins Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Sjá meira
Telja nokkuð víst að E. coli bakterían hafi ekki borist með drykkjarvatni Alls hafa nú tíu börn smitast og sýkst af völdum E. coli bakteríunnar þar sem eitt barn til viðbótar greindist í dag. 8. júlí 2019 16:00
Fimm börn til viðbótar greind með sýkingar af völdum E. coli Fimm börn greindust með sýkingar af völdum E. coli baktería um helgina til viðbótar við þau fjögur sem greinst höfðu og greint var frá fyrir helgi. 8. júlí 2019 11:30
Óþægilegt að allir í sveitarfélaginu liggi undir grun Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri í Bláskógabyggð, segir E. coli bakteríusmit sem virðist mega rekja til sveitafélagsins liggja nokkuð þungt á íbúum. Óþægilegt sé að vita ekki uppruna smitsins. 8. júlí 2019 13:27