Svört hvítasunna Ágúst Ólafur Ágústtson skrifar 12. júní 2019 07:30 Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni. 1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka samanlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík. 2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4 milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármálaáætluninni. Framtíðin fær þarna högg. 3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjármálaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingarpeningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“. 4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heildarframlögum frá 2019 til 2024. 5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsugæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun næstu 5 árin. 6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar. 7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir. Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin. Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun bankaskatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breytingartillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Tryggjum Svandísi á þing Hópur stuðningsfólks Svandísar Svavarsdóttur Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Kjósum með mannréttindum á laugardaginn Bjarndís Helga Tómasdóttir,Kári Garðarsson Skoðun Stúlka frá Gaza sem að missti allt Asil Jihad Al-Masri Skoðun Höldum okkur á dagskrá Hópur fólks innan íþróttahreyfingarinnar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Skoðun Viðreisn: öfgalaus nálgun fyrir öfgalaust samfélag Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Kleppur er víða Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Að geta lesið sér mennsku til gagns Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um íslenska fjölmiðla Óli Valur Pétursson skrifar Skoðun Lögfestum félagsmiðstöðvar Guðmundur Ari Sigurjónsson,Friðmey Jónsdóttir skrifar Skoðun Flokkar sem vara við sjálfum sér Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hver bjó til ehf-gat? Sigríður Á. Andersen skrifar Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Aðventan – njóta eða þjóta? Hrund Þrándardóttir skrifar Skoðun Við kjósum blokkir Kjartan Valgarðsson skrifar Sjá meira
Á föstudegi fyrir hvítasunnu birtust djúpt á fylgiskjali númer 7 ótrúlegar breytingartillögur ríkisstjórnarinnar á fjármálaáætlun sinni. 1. Fjárframlög til öryrkja næstu 5 árin eiga að lækka samanlagt um tæpa 8 milljarða frá því sem hafði þegar verið kynnt þegar fjármálaáætlunin var fyrst lögð fram fyrir rúmum 2 mánuðum. Niðurskurður VG, Framsóknar og Sjálfstæðisfólks á Alþingi á fyrirhuguðum fjárveitingum til að bregðast við breyttum aðstæðum í hagkerfinu er einna mestur gagnvart öryrkjum. Það er nú ansi vond pólitík. 2. Nýsköpun og rannsóknir fá tæpa 3 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin og umhverfismálin lækka um 1,4 milljarða kr. frá því sem hafði verið tilkynnt í fjármálaáætluninni. Framtíðin fær þarna högg. 3. Framhaldsskólar fá 1,8 milljörðum kr. lægri upphæð samanlagt næstu fimm árin miðað við framlagða fjármálaáætlun og minnka heildarframlög til þeirra meira að segja næstu fimm árin þrátt fyrir loforð um að „styttingarpeningarnir“ ættu að haldast og allt tal um „menntasókn“. 4. Menning og æskulýðsmál fá tæplega 9% lækkun á heildarframlögum frá 2019 til 2024. 5. Sjúkrahúsþjónusta fær um 4,7 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu 5 árin í breytingartillögunum og heilsugæsla og sérfræðiþjónusta fær um 2 milljarða kr. lækkun næstu 5 árin. 6. Hjúkrunarheimilin fá 3,3% lækkun á fjárframlögum sínum næstu 5 árin þrátt fyrir aukna öldrun þjóðarinnar. 7. Samgöngumál fá 2,8 milljarða kr. lækkun samanlagt næstu fimm árin frá því sem áætlunin gerði fyrst ráð fyrir. Sé litið til heildarútgjalda til samgöngumála þá lækka þau um 17% næstu fimm árin. Þetta er allt saman gert á sama tíma og veiðileyfagjöldin eru lækkuð niður í upphæð tóbaksgjalda, lækkun bankaskatts er enn í forgangi og við höldum enn í lægsta fjármagnstekjuskatt af öllum Norðurlöndunum. Viðbrögð formanns Öryrkjabandalagsins við breytingartillögunum voru þessi: „Verða þetta málalokin, verða þessar vanefndir minnisvarði ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur?“
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Skoðun Börðust afar okkar til einskis í Þorskastríðinu? Hugleiðing um ESB Haukur Ingi S. Jónsson skrifar
Skoðun Á ferð um Norðvesturkjördæmi Arna Lára Jónsdóttir,Hannes Sigurbjörn Jónsson,Jóhanna Ösp Einarsdóttir,Magnús Eðvaldsson skrifar