Sprengingar í olíuskipum á Ómanflóa Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. júní 2019 10:30 Annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, í höfn í Antwerpen í Belgíu árið 2018. Patrick Vereecke/AP Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran. Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira
Áhöfnum tveggja olíuskipa á Ómanflóa hefur verið bjargað eftir að sprengingar urðu í skipunum tveimur. Alls 44 áhafnarmeðlimum var bjargað. Grunur leikur á að ráðist hafi verið á skipin. Íranska landhelgisgæslan bjargaði fólkinu samkvæmt ríkisfjölmiðli Írans sem segir að um slys hafi verið að ræða. Orsök sprenginganna hefur þó ekki fengist staðfest, samkvæmt frétt BBC af málinu. Bandarískt herskip tók einnig þátt í björgunaraðgerðunum. Aðeins mánuður er síðan ráðist var á fjögur olíuskip undan ströndum Sameinuðu arabísku furstadæmanna. Bandaríkin sökuðu Írani um að standa á bak við þær árásir en stjórnvöld í Íran hafa neitað því statt og staðfastlega. Josh Frey hjá fimmta flota bandaríska sjóhersins segir í yfirlýsingu að sjóhernum hafi borist tvö neyðarköll vegna málsins, það fyrra klukkan 06:12 að staðartíma en það seinna tæpum 50 mínútum síðar og að herskipið USS Bainbridge hefði haldið til móts við skipin tvö. Íranska fréttastöðin IRIB birti í dag færslu með mynd sem sögð er vera af öðru skipinu, Front Altair, þar sem það brennur og sjá má stóran reykjarmökk stíga upp til himins.تصوير اختصاصي #خبرگزاري_صدا_و_سيما از کشتي هاي حادثه ديده در #دریای_عمان نفتکش "فرانت التیر" که در دریای عمان هدف قرار گرفته بود، کامل غرق شد. وزارت تجارت ژاپن: دو نفتکش حادثهدیده در دریای عمان، حامل «محموله متعلق به ژاپن» بوده است#انفجار_ناقلتي_نفط_ببحر_عُمانpic.twitter.com/Vv3hkW3LCV — خبرگزاری صداوسیما (@iribnewsFa) June 13, 2019Annað skipið mögulega hæft með tundurskeyti Talsmaður CPC Corp, taívansks ríkisfyrirtækis sem fer með eldsneytismálefni í Taívan og var með annað skipanna sem um ræðir, Front Altair, á leigu, segir 75 þúsund tonn af eldsneyti hafa verið um borð í skipinu og segir grun leika á að skipið hafi verið hæft með tundurskeyti. Hann segir öllum áhafnarmeðlimum skipsins hafa verið bjargað. Skipið er í eigu norska fyrirtækisins Frontline. Fyrirtækið sem gerði út hitt skipið, Kokuka Courageous, segir áhöfn þess hafa verið bjargað af skipi sem átti leið hjá. Skipið hafi verið við flutninga á metanóli og að ekki væri hætta á að það myndi sökkva. Ríkismiðlar í Íran segja skipverja hafa verið flutta til hafnar í bænum Jask í suður Íran.
Bandaríkin Íran Sameinuðu arabísku furstadæmin Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Kosningavaka Stöðvar 2 og Vísis Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Innlent Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Innlent Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum Innlent Fleiri fréttir Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Sjá meira