Nönnu í OMAM langaði alltaf að vera strákur Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. júní 2019 20:52 Nanna mundar Telecaster á Bunbury-tónlistarhátíðinni í Cincinatti 2016. Timothy Hiatt/Getty Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi hana alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út.„Þegar ég var yngri vildi ég alltaf vera strákur. Mér líkaði við allt það sem strákarnir voru í,“ sagði Nanna Bryndís í viðtali við WWD sem birt var í dag en tímaritið er gríðarlega virt innan tískuheimsins, og stundun nefnd biblía tískunnar.Viðtalið snýr því að miklu leyti um fatastíl Nönnu Bryndísar en í viðtalinu segir blaðamaður að vegna fordæmis Bjarkar megi búast við því að söngkonur frá Íslandi séu með afgerandi fatastíl, og það eigi við um Nönnu Bryndísi, sem líkt og fyrr segir var á árum áður hrifnari af strákafötum.„Ég var hrifinn af stórum hettupeysium og ég var alltaf að fela mig í strákafötum, á hjólabretti og gera hina og þessa hluti.“Eftir því sem hún varð eldri varð hún hrifnari af pönkinu og að hún hafi verið svokallað Emo-Goth. En nú sé kvenleikinn að koma sterkur inn.„Ég held að núna líði mér bera betur með að vera kvenlegri,“ sagði Nanna Bryndís. Alligator reimagined at the @VEVO NYC Studios Watch the full performance here: https://t.co/VYld7fVrab Reminder: all UK + EU FEVER DREAM World Tour shows are on sale tomorrow!https://t.co/cx8DFBeC5G pic.twitter.com/x2pHOoZX37— Of Monsters and Men (@monstersandmen) June 13, 2019 Eftir dágott hlé er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar að koma út en platan Fever Dream kemur út þann 26. júlí. Nanna Bryndís segir að hún hafi orðið þreytt á því að semja lög með kassagítar og því hafi hún ákveðið að breyta til fyrir nýju plötuna. Fartölvan kom sterk inn„Platan er algjörlega samin heima þar sem þurfti að finna ný hljóð og vera forvitin um þau,“ sagði Nanna Bryndís en um er að ræða talsverða breytingu á stíl frá fyrri plötum hljómsveitarinnar. Í viðtalinu segir að lagið Alligator sé gott dæmi um það.„Það er mikil orka í þessu lagi sem ég tengi við, verandi kona,“ sagði Nanna Bryndís. „Lagið er að mörgu leyti um það að vera viðkvæmur en á sama tíma er lagið sterkt og kraftmikið. Stundum tel ég að margir átti sig ekki á því hvað það að vera viðkvæmur er mikill styrkleiki. Það er það sem við konur höfum, við höfum aðgang að því. Við erum fæddar til að vera mjúkar, og það er styrkleiki.“Í viðtalinu kemur Nanna Bryndís einnig inn á það hvernig hún og tónlistin náðu saman. Þakkar hún ömmu sinni fyrir það.„Ég var æst í það að læra á eitthvað hljóðfæri og amma mín sagði: Lærðu á gítar, þá slærðu í gegn í partýum.“Nanna Bryndís lærði á gítar og ekki var aftur snúið. Hún hefur þó engan áhuga á því að spila á gítar í partýum.„Ekki séns, ég vinn við þetta.“ Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Nönnu Bryndísar Af mönnum og músum, rauðvíni og trúnó. 1. mars 2019 14:45 Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15 Nanna innblásin af kvenleika við gerð nýju plötunnar Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. 7. maí 2019 21:31 Of Monsters and Men fluttu Krókódílalagið hjá Jimmy Fallon Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men tróð upp í spjallþættinum Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi. 16. maí 2019 10:36 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Nanna Bryndís Hilmarsdóttir, söngkona Of Monsters and Men segir í viðtali bandaríska tískutímaritið Womens Wear Daily að á sínum yngri árum hafi hana alltaf langað til að vera strákur. Á seinni árum hafi hún þó fundið eigin kvenleika, eitthvað sem finna megi merki um á nýjustu plötu hljómsveitarinnar sem kom nýverið út.„Þegar ég var yngri vildi ég alltaf vera strákur. Mér líkaði við allt það sem strákarnir voru í,“ sagði Nanna Bryndís í viðtali við WWD sem birt var í dag en tímaritið er gríðarlega virt innan tískuheimsins, og stundun nefnd biblía tískunnar.Viðtalið snýr því að miklu leyti um fatastíl Nönnu Bryndísar en í viðtalinu segir blaðamaður að vegna fordæmis Bjarkar megi búast við því að söngkonur frá Íslandi séu með afgerandi fatastíl, og það eigi við um Nönnu Bryndísi, sem líkt og fyrr segir var á árum áður hrifnari af strákafötum.„Ég var hrifinn af stórum hettupeysium og ég var alltaf að fela mig í strákafötum, á hjólabretti og gera hina og þessa hluti.“Eftir því sem hún varð eldri varð hún hrifnari af pönkinu og að hún hafi verið svokallað Emo-Goth. En nú sé kvenleikinn að koma sterkur inn.„Ég held að núna líði mér bera betur með að vera kvenlegri,“ sagði Nanna Bryndís. Alligator reimagined at the @VEVO NYC Studios Watch the full performance here: https://t.co/VYld7fVrab Reminder: all UK + EU FEVER DREAM World Tour shows are on sale tomorrow!https://t.co/cx8DFBeC5G pic.twitter.com/x2pHOoZX37— Of Monsters and Men (@monstersandmen) June 13, 2019 Eftir dágott hlé er þriðja breiðskífa hljómsveitarinnar að koma út en platan Fever Dream kemur út þann 26. júlí. Nanna Bryndís segir að hún hafi orðið þreytt á því að semja lög með kassagítar og því hafi hún ákveðið að breyta til fyrir nýju plötuna. Fartölvan kom sterk inn„Platan er algjörlega samin heima þar sem þurfti að finna ný hljóð og vera forvitin um þau,“ sagði Nanna Bryndís en um er að ræða talsverða breytingu á stíl frá fyrri plötum hljómsveitarinnar. Í viðtalinu segir að lagið Alligator sé gott dæmi um það.„Það er mikil orka í þessu lagi sem ég tengi við, verandi kona,“ sagði Nanna Bryndís. „Lagið er að mörgu leyti um það að vera viðkvæmur en á sama tíma er lagið sterkt og kraftmikið. Stundum tel ég að margir átti sig ekki á því hvað það að vera viðkvæmur er mikill styrkleiki. Það er það sem við konur höfum, við höfum aðgang að því. Við erum fæddar til að vera mjúkar, og það er styrkleiki.“Í viðtalinu kemur Nanna Bryndís einnig inn á það hvernig hún og tónlistin náðu saman. Þakkar hún ömmu sinni fyrir það.„Ég var æst í það að læra á eitthvað hljóðfæri og amma mín sagði: Lærðu á gítar, þá slærðu í gegn í partýum.“Nanna Bryndís lærði á gítar og ekki var aftur snúið. Hún hefur þó engan áhuga á því að spila á gítar í partýum.„Ekki séns, ég vinn við þetta.“
Of Monsters and Men Tónlist Tengdar fréttir Föstudagsplaylisti Nönnu Bryndísar Af mönnum og músum, rauðvíni og trúnó. 1. mars 2019 14:45 Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15 Nanna innblásin af kvenleika við gerð nýju plötunnar Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. 7. maí 2019 21:31 Of Monsters and Men fluttu Krókódílalagið hjá Jimmy Fallon Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men tróð upp í spjallþættinum Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi. 16. maí 2019 10:36 Mest lesið Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Lífið Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Lífið Einstakur garður í Mosfellsbænum Lífið Gellur tóku yfir Gamla bíó Lífið „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Lífið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Lífið „Ekki gera mér þetta“ Lífið Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Bíó og sjónvarp Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Tíska og hönnun Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Lífið Fleiri fréttir „Án okkar verður ekki til miðjustjórn“ Auðir og ógildir með kosningakaffi Ilmaðu eins og frambjóðendur: Snorri Másson með sama ilm og Svandís Svavars Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Minnist föður síns: „Til hamingju með daginn hvar sem þú ert“ Myndir: Svona var baksviðs á kappræðum leiðtoganna Jón og Hafdís ástfangin í 22 ár „Ekki gera mér þetta“ „Ég hef ekki verið svona hot síðan ég var unghommi“ Gellur tóku yfir Gamla bíó Hélt að hann væri George Clooney Kappleikar 2024: Bara tveir héldu með Donald Trump Einstakur garður í Mosfellsbænum Leggja undir sig spinningshjólin og upphífingarstangirnar á tónleikunum Sterkustu hjón landsins selja íbúðina Húðrútína Birtu Abiba Óhrædd við að fara sínar eigin leiðir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Inga Sæland vill komast í fjármálaráðuneytið Kappleikar: Skörp orðaskipti og skeytasendingar Svar Bents við hatursorðræðu gegn útlendingum Arnaldur tilnefndur til Íslensku bókmenntaverðlaunanna Hefndi sín með því að missa meydóminn Spurt var um fyrirbæri sem Tommi á Búllunni framkvæmdi fyrst hér á landi Kappleikar: „Ég er í alvörunni að reyna mitt besta“ Pantaði viskí og kókaín skömmu fyrir andlátið Vissu hvorki verðið á strætómiða né bjór Umbreyttist í Guðna Ágústsson og Ólaf Ragnar „Mig langar að prófa nýja villtari hluti en konan ekki“ Draumaherbergi hjá fimmtugri og fabjúlöss Sjá meira
Of Monsters and Men á Airwaves Of Monsters and Men sneru aftur með glænýtt lag Alligator í síðustu viku en nú hefur verið tilkynnt að sveitin kemur fram á Iceland Airwaves 2019, en hátíðin fer fram 6. - 9. nóvember í Reykjavík. 9. maí 2019 10:15
Nanna innblásin af kvenleika við gerð nýju plötunnar Hljómsveitin Of Monsters And Men mun gefa út sína þriðju breiðskífu þann 26. júlí næstkomandi og mun hún bera heitið Fever Dream. 7. maí 2019 21:31
Of Monsters and Men fluttu Krókódílalagið hjá Jimmy Fallon Íslenska hljómsveitin Of Monsters and Men tróð upp í spjallþættinum Tonight Show með Jimmy Fallon í gærkvöldi. 16. maí 2019 10:36