Aðlögun vegna loftslagsbreytinga Ari Trausti Guðmundsson skrifar 3. júní 2019 07:00 Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Mest lesið Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Sjá meira
Við erum, eins og mörg dæmi sanna, hrifin af tækifærum sem færa okkur hagsbætur, helst miklar á skömmum tíma. Auðvitað er þetta ekkert sérkenni Íslendinga einna en hefur lengi loðað við. Vandkvæðum sem fylgja er minna sinnt, gjarnan með því að horfa framhjá þeim, velja úr eða afneita þeim. Það er ávallt krefjandi að horfast í augu við raunveruleikann, þurfa jafnvel að gangast við að eiga þátt í vandkvæðunum og vinna með þungar staðreyndir. Allt blasir þetta við á næstu áratugum þegar loftslagsvandinn tekur að bíta illilega í allt okkar líf með ærnum tilkostnaði, fáeinum tækifærum en mörgum ógnunum. Við loftslagsbreytingunum verður að bregðast, hraðar en hingað til. Það gerist m.a. með því að fylgja alþjóðlegum samningum og taka undir höft á raforkuframleiðslu með jarðefnaeldsneyti, samhliða hraðari orkuskiptum með nýjungum. Allt að 2/3 hluta þekktra kola-, olíu- og gasbirgða má ekki vinna. Minnka ber vinnslu málma og jarðefna í takt við aukna endurnýtingu þeirra. Nýta tré í stað steinsteypu. Minnka matarsóun og stunda hóflega neyslu og vörukaup, sem mest í nærumhverfinu. Auka bindingu kolefnis og draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Að mörgu jákvæðu er unnið í miklum meirihluta landa heims en afar fá ná þeim hraða sem þarf, enn sem komið er. Þýði það minni hagvöxt, breyttan lífsstíl og aukið aðhald, verður svo að vera. Loftslagsbreytingar kalla á aðlögun samfélaga og alls konar mótvægisaðgerðir sem svör við afleiðingum hennar. Ríkisvaldið, sveitarfélög, helstu sérfræðistofnanir framkvæmda og eftirlits (t.d. Siglingastofnun, Samgöngustofa, Vegagerðin og Mannvirkjastofnun), Almannavarnir og þekkingar- og hagsmunasamtök eiga að mynda þverfaglegan samráðshóp með aðstöðu og starfsfólki. Hann ynni náið með nýja Loftslagsráðinu og sérfræðistofnunum þess (t.d. Veðurstofunni). Hlutverk hópsins væri að safna upplýsingum um leiðir til aðlögunar og mótvægis, hafa yfirsýn og aðhald með verkefnum og fræða sem flesta um stöðu og leiðir. Slíkur hópur eða ráð er vænni kostur en að fela Loftslagsráði þetta hlutverk ásamt öllu öðru er að starfsemi þess lýtur.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun