Skúli virðist staðráðinn í því að endurreisa WOW air Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júní 2019 11:12 Skúli Mogensen í Hörpu í dag. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem endurreisn WOW air kemur til tals en skömmu eftir fall WOW air greindi Fréttablaðið frá því að Skúli og lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW væru að leita fjármögnunar og var talan 40 milljónir dala eða um 4,8 milljarða króna, nefnd til sögunnar svo endurreisa mætti WOW air.Lítið sem ekkert hefur hins vegar heyrst um fyrirhugaða endurreisn WOW air að undanförnu, auk þess sem að aðrar tilraunir til þess að stofna annað íslenskt flugfélag svo efna megi til samkeppni við Icelandair hafa ekki orðið að veruleika. Horfa má á erindi Skúla í myndbandinu hér fyrir neðan. Það hefst þegar um hálftími er liðinn af myndbandinu.Brandarinn frægi sem í dag er raunveruleiki Skúla Í tæplega klukkutíma erindi fór Skúli yfir sögu WOW air, aðdragandann að stofnun félagsins, velgengni félagsins, fallið sjálft og framtíðina. Tæpir þrír mánuðir eru frá því að WOW heyrði sögunni til en það vakti athygli að Skúli talaði á fundinum eins og hann væri enn í flugbransanum. Var þetta í fyrsta sinn síðan Skúli flutti erindi opinberlega frá því að flugfélagið fór á hausinn. Sagðist hann verða að nýta tækifæri til þess að segja sögu WOW air almennilega auk þess sem hann sagði að rekja mætti stofnun WOW air að hluta til þess að honum hafi leiðst að vera „bara“ fjárfestir í öðrum fyrirtækjum.„Enn í dag líður ekki sá dagur, sá klukkutími, þar sem ég hugsa ekki hvað í fjandanum fór úrskeiðis, hvað hefðum við getað gert öðruvísi. Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Svarið er já,“ sagði Skúli sem bætti við að lykilatriði væri fyrir eyjaskeggja á Íslandi að hafa tvö flugfélög, það væri mikilvægt þegar kæmi að því að byggja undir velgengni Íslands.Skúli fór yfir víðan völl í erindinuVísir/VilhelmMikið hefur verið rætt og ritað um fall WOW air og Skúli hóf leik á léttu nótunum og sagði að eftir fall WOW air væru allir Íslendingar, og bræður þeirra, skyndilega orðnir sérfræðingar í flugrekstri. Þá sagði Skúli einnig klassískan brandara og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. „Hvernig verður þú milljónamæringur? Þú hefur leik sem milljarðamæringur og stofnar flugfélag. Það er ég, þetta er ekki brandari, þetta er raunveruleikinn,“ sagði Skúli hlæjandi en hann stofnaði WOW air sem milljarðamæringur eftir að hann seldi tæknifyrirtækið OZ. Eftir fall WOW air eru vasar Skúla umtalsvert grynnri.Virðist hafa gert fátt annað en að hugsa um WOW air frá gjaldþrotinu Í erindinu fór Skúli meðal annars yfir þau áhrif sem uppgangur og fall WOW air hafa haft á íslenskt efnahagslíf en helstu hagspár gera ráð fyrir samdrætti á flestum sviðum vegna falls WOW air og áhrifa þess á komu ferðamanna hingað til lands. „Hvað getum við gert í því. Hvar liggur tækifærið?“ spurði Skúli áður en hann birti mynd af WOW-air flugvél með yfirskriftinni WOW 2.0. „Einfalt,“ sagði Skúli svo. Ef marka má erindi Skúli virðist hann hafa eytt talsverðum tíma í að rýna í ástæður þess að WOW air féll og að sama skapi eytt töluverðum tíma í að íhuga hvernig nýtt flugfélag á grunni WOW air myndi starfa.Fjölmenni var á ráðstefnunni sem stendur yfir í allan dag.Vísir/Vilhelm„Ég held að það yrði okkur til skammar að nýta ekki þekkinguna sem við búum yfir, eyddum háum fjárhæðum í að búa til hér á Íslandi. Sum ykkar hugsa kannski að þetta hafi verið stórkostlegasta klúður allra tíma en þetta er líklega dýrasta doktorsnám í rekstri flugfélags sem kannski fimmtíu manns hafa farið í gegnum. Að kasta því á glæ væri til skammar og eitthvað sem væri erfitt að öðlast aftur,“ sagði Skúli.Óttast einokun Icelandair Þá sagðist hann óttast það sem hann kallaði einokun Icelandair á flugmarkaði, auk þess sem hann skaut á forsvarsmenn Icelandair. „Ef okkur tekst ekki að grípa þetta tækifæri núna verður hér einfaldlega einokun aftur næstu tuttugu ár. Það er mikill miskilningur þegar Icelandair talar um að farmiðaverð WOW air hafi verið ósjálfbært. Það er ekki satt. Þeir hafa ósjálfbæra kostnaðarliði. Það er vandamálið og það er vegna þess að þeir hafa verið einir á markaði í nánast 70 ár,“ sagði Skúli. „Ég ætla að vera alveg hreinskilinn hérna. Ég er ekki að segja að ég muni gera þetta á morgun en ég ætla að segja ykkur af hverju við ættum að gera það og ég myndi elska að fá tækifærið til þess að gera þetta aftur,“ sagði Skúli og bætti við í gamansömum tóm að aðstæður nú væru afar keimlíkar þeim sem voru til staðar þegar WOW air var stofnað. „Mér leiðist aftur, það er að koma efnahagslægð þannig að einhver þarf að stíga upp og gera eitthvað. Helsti munurinn er að þá átti ég nokkra milljarða króna í bankanum. Nú á ég þá ekki þannig að ég þarf að vinna fyrir þessu, sem gæti verið gott líka,“ sagði Skúli.En hvernig myndi WOW 2.0 líta út? „Sömu grundvallaratriði nema hvað að ef ég geri þetta myndi ég vera enn staðfastari í ofurlággjaldahliðinni. Það þýðir einsleitur floti, eins mörg sæti og hægt er til sölu,“ sagði Skúli. En væri það ekki óþægilegt fyrir þá sem ferðast með flugfélaginu í smekkfullri flugvél? „Ef þú greiðir 69 dollara fyrir miðann þá er það sem þú færð,“ sagði Skúli. „Þú mátt alveg greiða 690 dollara fyrir flugmiðann en þá geturðu flogið með einhverjum öðrum.“Úr erindi Skúla. Grunnhugmyndin að baki WOW 2.0Athygli vakti að Skúli sagði að nauðsynlegt væri fyrir hið nýja flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. Eitthvað sem til að mynda var gagnrýnt mjög í rekstri Primera Air. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði hann en bætti við að þetta væri lykilatriði. „Ísland er bara of dýrt og þetta er eitthvað sem við þurfum að geta sagt það. Við getum ekki verið samkeppnishæf samanborið við WIZZ air og Ryan Air. Þetta er staðreynd,“ sagði Skúli. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi. Sumt erlendis,“ sagði Skúli.Myndi áfram nota WOW vörumerkið Þá sagði Skúli það einnig vera lykilatriði að fá fleiri hluthafa að félaginu en Skúli var sem kunnugt er eini hluthafi félagsins lengst af. Þetta hafi verið örlagaríkt þegar á reyndi. „Þegar öllu var á botninn hvolft var WOW fjármagnað úr vinstri vasanum mínum. Ég var eini hluthafinn. Þegar ekkert var eftir í vinstri vasanum fór ég yfir í þann hægri. Það var ekki nóg þar,“ sagði Skúli. Vasar hans hafi aldrei verið nógu djúpir til þess að fjármagna kaup á dýrum flugvélum svo dæmi séu tekin. Þá sagði Skúli einnig að hann myndi hiklaust nota vörumerkið WOW myndi hann endurreisa félagið. Vörumerkið væri sterkt og alþjóðlegt, þrátt fyrir skakkaföll og orðsporshnekki eftir gjaldþrot flugfélagsins. „Fái ég tækifærið myndi ég henda mér allur í það. Kannski ekki sem forstjóri, enda snýst þetta ekki um það en ég myndi elska að aðstoða einhvern sem er nógu brjálaður til þess að láta reyna á þetta,“ sagði Skúli að lokum. Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Skúli Mogensen virðist stefna ótrauður að því að endurreisa hið fallna flugfélag WOW air. Á frumkvöðlaráðstefnunni Startup Iceland 2019 í Hörpu í morgun kynnti Skúli ítarlegar hugmyndir að því hvernig hið endurreista flugfélag myndi líta út, án þess þó að segja það hreint út að til stæði að endurreisa flugfélagið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem endurreisn WOW air kemur til tals en skömmu eftir fall WOW air greindi Fréttablaðið frá því að Skúli og lykilstarfsmenn hins gjaldþrota WOW væru að leita fjármögnunar og var talan 40 milljónir dala eða um 4,8 milljarða króna, nefnd til sögunnar svo endurreisa mætti WOW air.Lítið sem ekkert hefur hins vegar heyrst um fyrirhugaða endurreisn WOW air að undanförnu, auk þess sem að aðrar tilraunir til þess að stofna annað íslenskt flugfélag svo efna megi til samkeppni við Icelandair hafa ekki orðið að veruleika. Horfa má á erindi Skúla í myndbandinu hér fyrir neðan. Það hefst þegar um hálftími er liðinn af myndbandinu.Brandarinn frægi sem í dag er raunveruleiki Skúla Í tæplega klukkutíma erindi fór Skúli yfir sögu WOW air, aðdragandann að stofnun félagsins, velgengni félagsins, fallið sjálft og framtíðina. Tæpir þrír mánuðir eru frá því að WOW heyrði sögunni til en það vakti athygli að Skúli talaði á fundinum eins og hann væri enn í flugbransanum. Var þetta í fyrsta sinn síðan Skúli flutti erindi opinberlega frá því að flugfélagið fór á hausinn. Sagðist hann verða að nýta tækifæri til þess að segja sögu WOW air almennilega auk þess sem hann sagði að rekja mætti stofnun WOW air að hluta til þess að honum hafi leiðst að vera „bara“ fjárfestir í öðrum fyrirtækjum.„Enn í dag líður ekki sá dagur, sá klukkutími, þar sem ég hugsa ekki hvað í fjandanum fór úrskeiðis, hvað hefðum við getað gert öðruvísi. Hefðum við getað komið í veg fyrir þetta? Svarið er já,“ sagði Skúli sem bætti við að lykilatriði væri fyrir eyjaskeggja á Íslandi að hafa tvö flugfélög, það væri mikilvægt þegar kæmi að því að byggja undir velgengni Íslands.Skúli fór yfir víðan völl í erindinuVísir/VilhelmMikið hefur verið rætt og ritað um fall WOW air og Skúli hóf leik á léttu nótunum og sagði að eftir fall WOW air væru allir Íslendingar, og bræður þeirra, skyndilega orðnir sérfræðingar í flugrekstri. Þá sagði Skúli einnig klassískan brandara og uppskar mikinn hlátur viðstaddra. „Hvernig verður þú milljónamæringur? Þú hefur leik sem milljarðamæringur og stofnar flugfélag. Það er ég, þetta er ekki brandari, þetta er raunveruleikinn,“ sagði Skúli hlæjandi en hann stofnaði WOW air sem milljarðamæringur eftir að hann seldi tæknifyrirtækið OZ. Eftir fall WOW air eru vasar Skúla umtalsvert grynnri.Virðist hafa gert fátt annað en að hugsa um WOW air frá gjaldþrotinu Í erindinu fór Skúli meðal annars yfir þau áhrif sem uppgangur og fall WOW air hafa haft á íslenskt efnahagslíf en helstu hagspár gera ráð fyrir samdrætti á flestum sviðum vegna falls WOW air og áhrifa þess á komu ferðamanna hingað til lands. „Hvað getum við gert í því. Hvar liggur tækifærið?“ spurði Skúli áður en hann birti mynd af WOW-air flugvél með yfirskriftinni WOW 2.0. „Einfalt,“ sagði Skúli svo. Ef marka má erindi Skúli virðist hann hafa eytt talsverðum tíma í að rýna í ástæður þess að WOW air féll og að sama skapi eytt töluverðum tíma í að íhuga hvernig nýtt flugfélag á grunni WOW air myndi starfa.Fjölmenni var á ráðstefnunni sem stendur yfir í allan dag.Vísir/Vilhelm„Ég held að það yrði okkur til skammar að nýta ekki þekkinguna sem við búum yfir, eyddum háum fjárhæðum í að búa til hér á Íslandi. Sum ykkar hugsa kannski að þetta hafi verið stórkostlegasta klúður allra tíma en þetta er líklega dýrasta doktorsnám í rekstri flugfélags sem kannski fimmtíu manns hafa farið í gegnum. Að kasta því á glæ væri til skammar og eitthvað sem væri erfitt að öðlast aftur,“ sagði Skúli.Óttast einokun Icelandair Þá sagðist hann óttast það sem hann kallaði einokun Icelandair á flugmarkaði, auk þess sem hann skaut á forsvarsmenn Icelandair. „Ef okkur tekst ekki að grípa þetta tækifæri núna verður hér einfaldlega einokun aftur næstu tuttugu ár. Það er mikill miskilningur þegar Icelandair talar um að farmiðaverð WOW air hafi verið ósjálfbært. Það er ekki satt. Þeir hafa ósjálfbæra kostnaðarliði. Það er vandamálið og það er vegna þess að þeir hafa verið einir á markaði í nánast 70 ár,“ sagði Skúli. „Ég ætla að vera alveg hreinskilinn hérna. Ég er ekki að segja að ég muni gera þetta á morgun en ég ætla að segja ykkur af hverju við ættum að gera það og ég myndi elska að fá tækifærið til þess að gera þetta aftur,“ sagði Skúli og bætti við í gamansömum tóm að aðstæður nú væru afar keimlíkar þeim sem voru til staðar þegar WOW air var stofnað. „Mér leiðist aftur, það er að koma efnahagslægð þannig að einhver þarf að stíga upp og gera eitthvað. Helsti munurinn er að þá átti ég nokkra milljarða króna í bankanum. Nú á ég þá ekki þannig að ég þarf að vinna fyrir þessu, sem gæti verið gott líka,“ sagði Skúli.En hvernig myndi WOW 2.0 líta út? „Sömu grundvallaratriði nema hvað að ef ég geri þetta myndi ég vera enn staðfastari í ofurlággjaldahliðinni. Það þýðir einsleitur floti, eins mörg sæti og hægt er til sölu,“ sagði Skúli. En væri það ekki óþægilegt fyrir þá sem ferðast með flugfélaginu í smekkfullri flugvél? „Ef þú greiðir 69 dollara fyrir miðann þá er það sem þú færð,“ sagði Skúli. „Þú mátt alveg greiða 690 dollara fyrir flugmiðann en þá geturðu flogið með einhverjum öðrum.“Úr erindi Skúla. Grunnhugmyndin að baki WOW 2.0Athygli vakti að Skúli sagði að nauðsynlegt væri fyrir hið nýja flugfélag að geta ráðið starfskrafta erlendis frá. Eitthvað sem til að mynda var gagnrýnt mjög í rekstri Primera Air. „Þetta er viðkvæmt og verður líklega í fyrirsögnum á morgun: Skúli segir engin stéttarfélög,“ sagði hann en bætti við að þetta væri lykilatriði. „Ísland er bara of dýrt og þetta er eitthvað sem við þurfum að geta sagt það. Við getum ekki verið samkeppnishæf samanborið við WIZZ air og Ryan Air. Þetta er staðreynd,“ sagði Skúli. „Eina leiðin til þess að fá þetta til að virka er að vera með réttu blönduna. Við þurfum að vera með blöndu af áhöfnum, flugmönnum og tölvudeild. Sumt af starfsfólkinu á Íslandi. Sumt erlendis,“ sagði Skúli.Myndi áfram nota WOW vörumerkið Þá sagði Skúli það einnig vera lykilatriði að fá fleiri hluthafa að félaginu en Skúli var sem kunnugt er eini hluthafi félagsins lengst af. Þetta hafi verið örlagaríkt þegar á reyndi. „Þegar öllu var á botninn hvolft var WOW fjármagnað úr vinstri vasanum mínum. Ég var eini hluthafinn. Þegar ekkert var eftir í vinstri vasanum fór ég yfir í þann hægri. Það var ekki nóg þar,“ sagði Skúli. Vasar hans hafi aldrei verið nógu djúpir til þess að fjármagna kaup á dýrum flugvélum svo dæmi séu tekin. Þá sagði Skúli einnig að hann myndi hiklaust nota vörumerkið WOW myndi hann endurreisa félagið. Vörumerkið væri sterkt og alþjóðlegt, þrátt fyrir skakkaföll og orðsporshnekki eftir gjaldþrot flugfélagsins. „Fái ég tækifærið myndi ég henda mér allur í það. Kannski ekki sem forstjóri, enda snýst þetta ekki um það en ég myndi elska að aðstoða einhvern sem er nógu brjálaður til þess að láta reyna á þetta,“ sagði Skúli að lokum.
Fréttir af flugi WOW Air Tengdar fréttir Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53 Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40 Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30 Mest lesið Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Viðskipti innlent „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Neytendur Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus Neytendur Kapp kaupir bandarískt félag Viðskipti innlent Bilun hjá Símanum Neytendur „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Atvinnulíf Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Atvinnulíf Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Forstjóri Dominos til N1 Verðhækkunin nemi ekki því sem Nói Síríus fái á sig Halli upp á tugi milljarða hjá hinu opinbera Segir að vel væri hægt að lækka vexti Konfektið í hæstu hæðum Mátti ekki taka bjór úr hillum eftir allt saman Tugmilljónakröfur í tómt þrotabú Viljans „Kemur ekki til greina“ að lækka eiginfjárkröfur Atvinnuleysi dróst saman milli mánaða Bein útsending: Ásgeir og Tómas sitja fyrir svörum Hátt raunvaxtastig samhliða hægari vexti gæti skapað áskoranir Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Sjá meira
Björgólfur Thor fjárfesti fyrir hálfan milljarð í skuldabréfaútboði WOW air Félag skráð í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar skráði sig fyrir 3 milljónum evra í skuldafjárútboði flugfélagsins WOW air sem haldið var í haust. 28. maí 2019 08:53
Skúli segist ekkert kannast við Hluthafa.com Óska eftir hluthöfum vegna nýs lággjaldaflugfélags. 14. apríl 2019 20:40
Segir að of seint hafi verið að bjarga WOW strax í september 2018 Helmingur þess fjármagns sem safnaðist í skuldabréfaútboði WOW AIR í haust kom til vegna skuldbreytinga þannig að fjármagnið nýttist ekki beint til rekstar Wow að sögn höfundar nýrrar bókar um flugfélagið. Hann telur að eftir útboðið hafi verið orðið ljóst að ekki var hægt að bjarga félaginu. 28. maí 2019 14:30